Helgafell - 01.10.1953, Side 49
STEPHAN G. STEPHANSSON
47
yeröld, hermt frá langri og torsóttri för um borgir og byggðir Vesturheims,
óbyggðir hans og auðnir, ýmist í annarra þjónustu eða sjálfsmennsku. Þann-
ig' Hða árin til 1889. Honuin hefur eins og fleirum orðið torsótt fjöldans leið,
myrkviðurinn ógreiður og næsta sporadrjúgur. Loks tekur hann það ráð
að höggva sér braut út úr slóðinni, hefur víst reynt það áður, og nú tekst
honum það. Leið hans hefur legið um frjósöm héruð. Skógar Wisconsin hafa
staðið honum til boða. Hann hefur líka átt þess kost að setjast að miklum
landskostum á sléttum Norður-Dakota. Hann hefur eignazt marga góða
vini, hefur numið margt, þroskazt og mannazt. Hann hefur ort sitthvað, en
iæst af því hefur samboðið innstu þrám lians og kröfum til sjálfs sín,
stundum að því kominn að
hætta um stund að lifa:
Að hætta bæði við að yrkja og skrifa.
Og nú er hann staddur vestur í frumbýli Alberta, á yztu mörkum
mannabyggða Norðvesturlandsins, vestur undir Klettafjöllum. Hér gerist
1T>esta undrið á allri hans ævi. Flestum myndi sýnast, að hann hefði til
Htils farið um hin frjósömustu lönd Norður-Ameríku til þess að festa loks
Hyggð sína á útskaga hinnar mestu óbyggðar, vestur undir Klettafjöllum.
Til lítils hafði hann unnið land tvisvar sinnum áður, eytt kröftum sínum
1 að koma sér upp heimili, brjóta land og rækta, er hann á nú, eftir 16 ára
ieit, sjálfur kominn hátt á fertugsaldur, að hefja af nýju allt erfiði og strit
frumbýlingsins. Ilvað knúði hann til slíks? Voru það þá eftir allt saman
ekki landkostirnir einir, sem liann leitaði yfir þvera heimsálfuna? Var það
einhver óljós en knýjandi þrá, sem rak hann stað úr stað, þar til hann
ey??ði í vestri hina miklu tinda Klettafjallanna, eygði eitthvað, sem minnti
a Oyngjufjöll, jökulgarðinn mikla yfir Ódáðahrauni og Trölladyngju? í
i'uuninni er óþarft að spyrja svo. Stephan hefur sjálfur leyst úr þessari
^atu. Hér lokast loks hinn rnikli hringur óralangrar vegferðar frá Víði-
m.vrarseli og Mjóadal, allt vestur til Markerville, Alberta, en þar er hann
rneð dularfullum hætti aftur staddur á æskuslóðum sínum. Hér festir
Hann loksins yndi. Hér lýkur útlegð hans, sem orðin var næstum jafnlöng
°ö útlegð Grettis forðum. Hér finnur hann loksins sjálfan sig, maðurinn og
skáldið:
ITr ferða-flækings sveim
mér finnst ég kominn heim
í kotin yngri ára
við afrétt, heið'ageim.