Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 50
Kristjcm Albertson:
Stephan G. Stephansson
Eitr sinn er regin öll sátu á rökstólum kom niður ræðum þeirra að
greining tungnanna í veröldinm, og sagði ýmsum þunglega hugur um
þá furðu, að ekki skyldu framar allar norrænar þjóðir mæla þá tungu,
er æsir höfðu „norðr hingat í heim“, eins og Snorri segir. En með því
að goð gera sór margt til gamans, og til vísdóms, þá var nornum gert
að ráða svo örlög fjórum sveinum, Svía, Dana, Norðmanni og Islend-
ingi, þeim er skáldkraftur væri í brjóst borinn, að hver þeirra skyldi fara
ungur og fólaus úr byggðum ættlandsins til ævidvalar í Vesturheim, og
aldrei hafa annan arf ór heimahögum en málið eitt, og skyldi reynt hver
tungan dygði skáldi sínu bezt til afreks og til frægðar með þjóð sinni.
fslendingurinn var Stephan G. Stephansson.
En nöfn hinna þriggja hafa aldrei spurzt.
Margt segjum vór fslendingar af ágæti tungu vorrar sem skáldskapar-
máls, og má vera að sumt þyki raup. Einar Benediktsson skrifaði: ,,Allt
sem afstaða lands vors, uppruni og saga þjóðarinnar og síðast en ekki
sízt vort sterka fagra mál gefur Væringjum lands vors í veganesti er
ekki lítils vert. Fá þjóðerm munu búa börn sín betur úr garði.“
Ég man að mór brá þegar óg las þessi orð fyrst, á unga aldri, þau
hlutu að vera hóflausar ýkjur. Seinna hefur mór fundizt að þau gætu ver-
ið einkunnarorð framan á bók um Stephan G. Stephansson.
Efvers vegna hafa fslendingar eimr norðurþjóða, og ef til vill einir
ó-enskumælandi þjóða eignazt stórskáld í Norður-Ameríku sem orti a
máli feðra sinna? Er — eða var — þjóðerni og tunga sterkari þáttur 1
sálarlífi íslendinga en flestra annarra þjóða?
Eitt er víst — tryggð Vestur-íslendinga við tungu feðranna, sú and-
ans menning, sem þeir hafa til hennar sótt, og fyrst og fremst það
skáldið, sem hæst gnæfir upp úr þjóðarbrotinu vestra, er fagur vottur
um lífsgildi, tign og mátt þess máls og þeirrai ljóðlistar, sem verið hefur
heiður íslenzkra byggða í þúsund ár.