Helgafell - 01.10.1953, Page 55

Helgafell - 01.10.1953, Page 55
BÆJARLEIKHÚS 53 gert Iðnó að leikhúsi í vitund allra bæjarbúa, þrátt fyrir ókostina, en með skynsamlegri hagnýtingu kostanna. Með einföldum tölum verð'ur sýnt, að bæjarbúar hafa síður en svo afrækt leikhúsið í Iðnó. Af viðfangsefnum tveggja síðustu áratuga hafa 10 leikrít náð að meðaltali 52 sýningum, þ. e. a- »• annað hvort ár að jafnaði nær eitt leikrit þessari sýningartölu. Á síð- ustu þremur árum halda leikritin „Elsku Rut“ og „Ævintýri á gönguför“ í horfinu með 52 og 51 sýningu hvort (utanbæjarsýningar ekki taldar með), en að auki koma leikrítin „Góðir eiginmenn sofa heima“ og „Pi-pa-ki“ nieð 41 og 40 sýningar hvort. Dæmið segir ekkert um stöðuga og jafna leikhússókn, enda vita leikhúsmenn, að fyrirbærið er varla til nema á papp- irnum, leikrit eru misjafnlega sótt, en tiltölulega auðvelt, þó að dýrt gam- an sé, að búa til auglýsingatölur um sýninga- og áhorfendafjölda með gjafa- imðum og afsláttarmiðum í stórum stíl. Dæmið' sýnir hins vegar það, sem gefur hærri hlut í áhættusömu úthaldi eins og leikhúsrekstri, að happadrætt- n’ gefast enn og þeim fjölgar síðustu árin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Starfsemi sína hefur félagið fyrst og fremst byggt á Iieppilegu leikrita- vali. Stóru happahlutirnir látnir standa undir því, sem minna gaf í aðra hönd en oftast mikilvægara frá listrænu sjónarmiði. Þetta varð svo að vera vegna þess að opinber styrkur frá bæ og ríki nam rétt rúmlega þeirri upp- hæð, sem félagið greiddi í skemmtanaskatt til eflingar annarri leiklist í bænum og til byggingar félagsheimila í sveitum. Þó var afkoman ekki verri en það eftir þessi þrjú ár, að síðastliðið leikár gat félagið lagt nokkra upp- hæð í húsbyggingarsjóð sinn. Er þetta mikið áfall fyrir þá, sem lausast L’úa á verkefni og tilverurétt bæjarleikhúss Reykjavíkur. Og því mun glæsilegri er árangurinn ef litið er á erfiðar aðstæður félagsins og það með, að það greiðir fulla leigu fyrir húsnæð'i, en girt fyrir verulega gróðavon m- a. af takmörkuðum sætafjölda. Vitanlega lítur Leikfélag Reykjavíkur ehki á sjálft sig sem gróðafyrirtæki, enda margsannað í verki, að það kann að tapa — á góðum verkefnum. Þetta er aðeins nefnt hér því til stuðnings, að skynsamlega rekið leikhús þarf ekki að' leggjast upp á opinbera sjóði Sem allt of þungur ómagi. Því var spáð, þegar Leikfélag Reykjavíkur hóf starf sitt við breyttar aðstæður haustið 1950, að framtíð félagsins væri þá bezt tryggð, að félagið sýndi helzt eingöngu gamanleiki. Fyrsta verkefni félagsins, „Elsku Rut“, vav gamanleikur og hlaut framúrskarandi vinsældir, svo að óneitanlega ýnrtist þessi braut eklvi úr vegi. Samt varði félagið' gróða sínum eftir sýn- mgar á „Elsku Rut“ til að koma upp þremur leikritum alvarlegs efnis og markaði um leið þá stefnu, sem það hefur fylgt síðan. Enginn skyldi heldur ætla, að gamanleikir séu einir líklegir til gangs, það er að minnsta kosti eftirtektarvert, að af þremur gamanleikjum, sem félagið hefur sýnt síðan, brugðust tveir algjörlega fjáröflunarvonum, en sá þriðji, „Góðir eigin- menn sofa heima“, fór aðeins einni sýningu fram úr einu veigamesta verk- efni félagsins, kínverska sjónleiknum „Pi-pa-ki“. En það er sannast að *egja um sýningafjölda leikrita, að hann verð'ur aldrei mælikvarði á gildi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.