Helgafell - 01.10.1953, Síða 61

Helgafell - 01.10.1953, Síða 61
BÖKMENNTIR 59 og efnisval lians svo girnilegt til fróðleiks, að sigrarnir verða því stærri sem þeir reynast fleiri, ef þjóðfélagið gefur honum kost á að helga sig köllun- inni, sem olli því, að hann hætti að þræla í ritstjómarskrifstofunni dag hvern og teflcli á þá tvísýnu að gerast íslenzkur rithöfundur. Þegar ég las skáldsögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar fyrsta sinni, varð mér ósjálfrátt hugsað til æskuáranna austur á Stokkseyri. Mér fannst ég endurlifa unaðsstundirnar í fjörusandinum; hafið mókti lognkyrrt við ströndina, mildur blærinn lék um vangann, sviptigin fjöllin gnæfðu í blárri firrð, og framtíðin var eins og fagur draumur. Hugþekkasta persóna sög- unnar varð drengurinn, sem höfundurinn nefnir víst aldrei með nafni, en gæðir þokka æsku og vonar í fátækt hans og umkoinuleysi. Hugsanir drengsins rifjuðu upp íyrir mér sitthvað, sem ég sjálfur skynjaði og nam, og minning alls þessa varð að endurfundi við liðna tíð. Síðan er ég þess fullviss, að drengurinn í sögunni muni vera Vilhjálmur sjálfur og að við séum meira en lítið' skyldir, þó að ættir okkar liggi hvergi saman, uppruni okkar sé sinn hvorum megin við Hraunsá og við af tilviljnn orðið föru- nautar á braut vináttu og samskipta. Ég hef oft kennt þessarar tilfinningar undanfarin ár á góðum og glöðum stundum í félagsskap Vilhjálms, en ávallt íundizt það endurnýjun þess, þegar ég las skáldsögu hans forðum daga. Sagan er mér kær af því að hún er mér annað og meira en venjuleg bók. Hún hefur sýnt mér og sannað, hvílíka fegurð skáldskaparins er að finna í lágsveitum Arnessýslu, þessu yndislega héraði, þar sem fæðzt hefur marg- ur göfugur draumur, sem enn á eftir að verða veruleiki. Eyrarbakki er svo nátengdur og hugstæður Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, að ég kemst ekki hjá því að geta hans að greinarlokum. Þar var gróðursett frækorn, sem hefur borið ávöxt skáldsögu hans. Örlög fólksins þar austur b'á voru í meginatriðum hin söinu og Vilhjálmur lýsir í frásögninni af sögu- fólki sínu. Þar var hafin barátta, sem vert er, að rakin sé í annálum nú- tímans. Enn er hún háð — og verður um alla framtíð. Þar eru í hverju húsi karlar, konur og börn, sem glíma við' þá miklu gestaþraut lífsins að gera draum framtíðarinnar að veruleika. Guðni í Skuld hefur lifað og st.arfað, lyft merkinu á loft og eggjað samtíð sína að bera það fram til sigurs. Skáldsaga Vilhjálms S. Vilhjálmssonar er ekki blómsveigur á leiði hans, heldur herhvöt til þeirra, sem bera eiga merkið fram á leið. Ég kann ekki aðra kveðju betri í tilefni fimmtugsafmælis Vilhjálms S. Vilhjálms- s°nar en þakka honum að hafa látið lúður hennar gjalla. Helgi Sæmundsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.