Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 67
BÓKMENNTIR
65
lagar 4—6 sinnum á ári til skiptis á
keimilum sínum. Benedikt á Auðnum
kafði þa u orð um félagið, að í raun og
veru hefði það ekki haft neinn fast-
bundinn verkahring. Félagsmenn létu
sér ekkert mannlegt óviðkomandi og
reyndu að finna grundvallarreglur fyrir
breytni sinni í öllum viðhorfum lífsins.
Verzlunar- og atvinnumál voru auðvit-
að mjög ofarlega á baugi hjá félags-
mönnum og félagið beitti sér jafnan
þegar kosið var í trúnaðarstöður í hér-
aðinu. Það mætti því helzt kalla það
pólitískt héraðsfélag, er skipti sér af
vandamálum líðandi stundar. En sögu-
legt mikilvægi félagsins varð þó fyrst
°g fremst menningarlegt, og var það
Benedikt á Auðnum að þakka.
IV
Á fyrsta fundi félagsins hreyfði
Benedikt því, að félagsmenn öfluðu
sér erlendra bóka, „sérstaklega bóka
eftir hvers konar umbótamenn, sem
befðu orðið leiðtogar þjóðanna og öðr-
um fremur skilið þróunarlögmál mann-
lífsins og kröfur nútímans“, eins og
bann komst sjálfur að orði í endur-
nnnningum sínum. Ætlun Benedikts
vnr, að lestrarfélag þetta ætti eingöngu
bækur á erlendum tungum. Á fyrsta
fundinum féll tillaga Benedikts um
sbkt lestrarfélag með jöfnum atkvæð-
uni. En á fundi, sem haldinn var á
óautlöndum 10. apríl 1889 lagði Bene-
^'kt fram skriflega tillögu um uppkast
að skipulagsskrá fyrir slíkt lestrarfélag.
Niðurstaðan varð sú, að þeir af bænd-
urn félagsins, sem skildu erlenc
^ungur, stofnuðu með sér lestrarfélc
'I er skrá yfir þá menn, sem fyrs
8engu { þe|-ta lestrarfélag erlenc
uka, nöfnum þeirra má með vis
Vera baldið á lofti, og því skulu þc
sett hér: Árni Jónsson prestur á Skútu-
stöðum; Árni Jónsson, bóndi á Þverá;
Benedikt Jónsson á Auðnum; Helgi
Jónsson, bóndi á Skútustöðum; Jón
Jónsson á Gautlöndum; Jón Stefáns-
son, bóndi á Litluströnd (Þorgils Gjall-
andi) ; Jón Jónsson í Múla; Pétur
Jónsson á Gautlöndum; Snorri Jóns-
sonson, bóndi á Öndólfsstöðum, Sig-
urður Jónsson, bóndi á Yztafelli og
Steinþór Björnsson, bóndi á Hellu-
vaði.
Benedikt á Auðnum pantaði bæk-
urnar og mun hafa ráðið mestu um
valið, en andvirði þeirra var greitt er-
lendis út úr reikningi kaupfélagsins.
Á aðalfundi félagsins 1894 var á-
kveðið, að bækur þess skyldu aldrei
sundrast, heldur verða vísir að alþýðu-
bókasafni, sem héraðsmenn allir ættu
aðgang að. Pétur Jónsson á Gaut-
löndum og Benedikt á Auðnum héldu
því fram, að bókasafnið yrði að kom-
ast í eigu og umsjá einhverrar fastrar
og varanlegrar stofnunar, er hefði
nokkur fjárráð í almenningsþarfir og
virtist þá liggja beinast við, að hugsa
sér kaupfélagið eiganda safnsins.
Bókakaup lestrarfélagsins höfðu jafn-
an staðið í beinu sambandi við kaup-
félagsskapinn, og í vali bókanna frá
upphafi verið tekið sérstakt tillit til
þess að afla bóka um alls konar félags-
mál og félagsmálastefnur.
Á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga
stungu Péétur á Gautlöndum og Bene-
dikt á Auðnum upp á því, að kaupfé-
lagið legði á ári hverju dálitla fjárupp-
hæð handa lestrarfélaginu til kaupa á
handbókum í verzlunarfræði, og var
heimilað til þess 20—30 kr. Á þessum
sama fundi gerði lestrarfélagið kaup-
félaginu tilboð um að gefa því allar
bækurnar, um 300 bindi, gegn því, að