Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 68

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 68
66 HELGAFELL félagið stofnaði með þeirn fræðslu- bókasafn handa alþýðu og ræki það á sinn kostnað, yki það árlega með fjár- framlögum og lánaði bækurnar út um deildimar undir stjórn sérstaks bóka- varðar og með aðstoS deildarstjóranna. MáliS þvældist fyrir kaupfélaginu í nokkur ár, en ekki virtist mikill áhugi vera fyrir að ganga að tilboðinu. Þá tók Benedikt á Auðnum það ráð að reyna að koma bókasafninu á sýsl- una. Á aðalfundi sýslunnar í marz 1905 fluttu þeir Pétur Jónsson á Gaut- löndum og Benedikt á AuSnum tillögu um að stofnað yrði sýslubókasafn á Húsavík og buðust til aS leggja safn- inu til allan bókakost lestrarfélagsins Ófeigur í SkörSum og félagar. Var til- laga þessi samþykkt. Bækur lestrarfé- lagsins voru sameinaðar litlu bóka- safni á Húsavík, en hið nýja sýslusafn hefur síðan heitið: Bókasafn SuSur- Þingeyinga. Sama vor flutti Benedikt á AuSnum alfarinn til Húsavíkur og safn félagsins með honum — rúmlega 500 bindi. Gætti Benedikt safnsins til dauðadags. ÁriS 1926 réðst Kaupfélag Þingeyinga í aS byggja steinhús yfir safnið, en ýmsir aðilar urðu til þess að leggja fram fé. Mistök nokkur urðu á húsbyggingunni og var hún að ýmsu leyti óheppileg bókageymsla, en nú hefur kaupfélagið byggt á nýjan leik yfir safnið og hefur með því sýnt af sér rausn, sem er kaupfélaginu til mik- ils og verðugs sóma. V Benedikt á AuSnum getur þess í endurminningum sínum um lestrarfé- lagið, að á fundum hafi þeir félagar jafnan rætt efni þeirra bóka, er keypt- ar höfðu verið og voru í umferð. ÞaS var einnig háttur þeirra, ef tveir fé- lagar eða fleiri hittust, þá tóku þeir tal saman um þau viðfangsefni, er bækurnar fjölluðu um. Svo nátengt var lestrarfélagið hinu pólitíska leynifélagi þingeyskra bænda, að samtökin „Ófeigur í SkörSum og félagar" lögð- ust niður af sjálfu sér þegar hin er- lenda bókaeign rann til sýslusafnsins. En hverjar voru þessar bækur, er fé- lagarnir í Ófeigi í SkörSum ræddu og útlistuðu hvenær sem þeir komust höndum undir ? Því miður er ekki til, svo vitað sé, innkaupaskrá félagsins, en sennilega mundi vera hægt að kom- ast fyrir bókakost þess, ef Bókasafn SuSur-Þingeyinga væri rannsakað í því skyni. Hins vegar er til skrá um bóka- kaup Menntafélags Mývetninga, en það félag keypti mikið erlendar bæk- ur frá 1880—1891, og má sjá af henni, hvaða bækur þingeyskis bændur áttu kost á að lesa. Því miður er ekki til prentuð skrá yfir Bókasafn SuSur- Þingeyinga, en hver sá er hefur kann- að, þótt ekki sé nema lítillega, þá bókhlöðu, gengur fljótt úr skugga um það, að sá, sem lengstum réð þar bóka- vali, hefur bæði verið vandlátur og gagnmenntaður. í bókasafni SuSur- Þingeyinga skipa NorSurlandahöfund- ar mikinn sess, svo sem vænta mátti, en auk þess hefur Benedikt á AuSn- um gert sér mikið far um aS ná stór- skáldum heimsbókmenntanna í þýð- ingum á norðurlandamálum, einkum dönsku, svo að segja má, aS flestum höfundum, sem nokkurt mundang er í, sé skipaður sess á hyllum safns- ins. 1 fagurbókmenntum erlendum og þjóSfélagsfræSum mun Bókasafn Suð- ur-Þingeyinga á Húsavík standa fremst allra héraðsbókasafna landsins, bæSi hvaS fjölbreytni og gæði bóka varðar. En þótt nokkur vandkvæði séu a i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.