Helgafell - 01.10.1953, Síða 68
66
HELGAFELL
félagið stofnaði með þeirn fræðslu-
bókasafn handa alþýðu og ræki það á
sinn kostnað, yki það árlega með fjár-
framlögum og lánaði bækurnar út um
deildimar undir stjórn sérstaks bóka-
varðar og með aðstoS deildarstjóranna.
MáliS þvældist fyrir kaupfélaginu í
nokkur ár, en ekki virtist mikill áhugi
vera fyrir að ganga að tilboðinu.
Þá tók Benedikt á Auðnum það ráð
að reyna að koma bókasafninu á sýsl-
una. Á aðalfundi sýslunnar í marz
1905 fluttu þeir Pétur Jónsson á Gaut-
löndum og Benedikt á AuSnum tillögu
um að stofnað yrði sýslubókasafn á
Húsavík og buðust til aS leggja safn-
inu til allan bókakost lestrarfélagsins
Ófeigur í SkörSum og félagar. Var til-
laga þessi samþykkt. Bækur lestrarfé-
lagsins voru sameinaðar litlu bóka-
safni á Húsavík, en hið nýja sýslusafn
hefur síðan heitið: Bókasafn SuSur-
Þingeyinga. Sama vor flutti Benedikt
á AuSnum alfarinn til Húsavíkur og
safn félagsins með honum — rúmlega
500 bindi. Gætti Benedikt safnsins til
dauðadags. ÁriS 1926 réðst Kaupfélag
Þingeyinga í aS byggja steinhús yfir
safnið, en ýmsir aðilar urðu til þess að
leggja fram fé. Mistök nokkur urðu á
húsbyggingunni og var hún að ýmsu
leyti óheppileg bókageymsla, en nú
hefur kaupfélagið byggt á nýjan leik
yfir safnið og hefur með því sýnt af
sér rausn, sem er kaupfélaginu til mik-
ils og verðugs sóma.
V
Benedikt á AuSnum getur þess í
endurminningum sínum um lestrarfé-
lagið, að á fundum hafi þeir félagar
jafnan rætt efni þeirra bóka, er keypt-
ar höfðu verið og voru í umferð. ÞaS
var einnig háttur þeirra, ef tveir fé-
lagar eða fleiri hittust, þá tóku þeir
tal saman um þau viðfangsefni, er
bækurnar fjölluðu um. Svo nátengt var
lestrarfélagið hinu pólitíska leynifélagi
þingeyskra bænda, að samtökin
„Ófeigur í SkörSum og félagar" lögð-
ust niður af sjálfu sér þegar hin er-
lenda bókaeign rann til sýslusafnsins.
En hverjar voru þessar bækur, er fé-
lagarnir í Ófeigi í SkörSum ræddu og
útlistuðu hvenær sem þeir komust
höndum undir ? Því miður er ekki til,
svo vitað sé, innkaupaskrá félagsins,
en sennilega mundi vera hægt að kom-
ast fyrir bókakost þess, ef Bókasafn
SuSur-Þingeyinga væri rannsakað í því
skyni. Hins vegar er til skrá um bóka-
kaup Menntafélags Mývetninga, en
það félag keypti mikið erlendar bæk-
ur frá 1880—1891, og má sjá af henni,
hvaða bækur þingeyskis bændur áttu
kost á að lesa. Því miður er ekki til
prentuð skrá yfir Bókasafn SuSur-
Þingeyinga, en hver sá er hefur kann-
að, þótt ekki sé nema lítillega, þá
bókhlöðu, gengur fljótt úr skugga um
það, að sá, sem lengstum réð þar bóka-
vali, hefur bæði verið vandlátur og
gagnmenntaður. í bókasafni SuSur-
Þingeyinga skipa NorSurlandahöfund-
ar mikinn sess, svo sem vænta mátti,
en auk þess hefur Benedikt á AuSn-
um gert sér mikið far um aS ná stór-
skáldum heimsbókmenntanna í þýð-
ingum á norðurlandamálum, einkum
dönsku, svo að segja má, aS flestum
höfundum, sem nokkurt mundang er
í, sé skipaður sess á hyllum safns-
ins. 1 fagurbókmenntum erlendum og
þjóSfélagsfræSum mun Bókasafn Suð-
ur-Þingeyinga á Húsavík standa fremst
allra héraðsbókasafna landsins, bæSi
hvaS fjölbreytni og gæði bóka varðar.
En þótt nokkur vandkvæði séu a i