Helgafell - 01.10.1953, Page 70

Helgafell - 01.10.1953, Page 70
68 HELGAFELL menningarstrauma aldarinnar, er brut- ust fram sem raunsæi í skáldskap, frí- hyggja í trúmálum og siðferðismálum, félagshyggja og frjálslyndi í stjórnmál- um. Þegar þeir koma þreyttir og veð- urfarnir frá gegningum, setjast þeir við að stafa sig fram úr ritum Brandesar, Kjellands, Ibsens, Lies, Drachmanns, Strindbergs og annarra stóimenna sam- tíðarinnar. I Bókasafni Suður-Þingey- inga má finna flest rit þessara manna, þau hafa sýnilega verið keypt til lands- ins eins fljótt og kostur var á, flest eru þau þegar fengin í annarri útgáfu, sum í fyrstu. Þessir bændur vildu finna til í stormi sinna tíða, og þess vegna var þeim svo mikið í mun að afla sér allt það, sem hæst bar í bókmenntum sam- tíðarinnar. Þessir menn höfnuðu rusl- inu, druslubókmenntunum, aðeins það bezta var þeim nógu gott. VI Á Frakklandi, hinu klassiska landi aðalsveldisins, varð til málshátturinn: Noblesse oblige — aðalstigninni fylg- ir nokkur skylda ! Meðal annars þótti það sjálfsagt að vernda heiður ættar- innar og sæsnd. Það var skylda hverr- ar nýborinnar kynslóðar aðalsins að gerast ekki ættleri, verða ekki síðri feðrum sínum, bæta öllu heldur alin við hæð sína. Þess vegna var það ekki alltaf tekið út með sældinni að setj- ast í gamalt og gróið bú. Þeir sem teljast vera bornir til arfs eftir hina þingeysku bændur 19. aldar mega vera minnugir þess, að þeirri aðalstign fylgir ekki lítil skylda. Og ef arftakarnir kynnu að gleyma henni, þá er ótignum mönnum skylt að minna þá á hana. Svo sem fyrr var getið hafði Bene- dikt á Auðnum mjög snemma sann- færzt um, að öll íslenzk verzlun gæti komizt á hendur kaupfélagsskaparins. Hann hugsaði sér framtíðarþróun mannkynsins á þá lund, að hver þjóð mundi að lokum breyta viðskiptakerfi sínu til kaupfélagsskapar, en vörurn- ar flæða milli landa af fullu frjálsræði, án tolla og hafta. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum í þessum efnum. Nítjánda öldin hafði ekki runnið öll til sævar, er hann mátti verða vitni að því, að ríkin girtu sig háum tollmúr- um. Hann var staddur á Gaulöndum í febrúar 1896, þegar honum bárust fregnir um, að Englendingar bönnuðu innflutning lifandi sauða og Banda- ríkjamenn settu háa tolla á innflutta ull. Benedikt hafði lifað í hinni bjart- sýnu framfaratrú aldar sinnar, og honum brá mjög við þessi tíðindi. Hann komst svo að orði í bréfi: ,,Það er annars eins og þjóðirnar séu að verða vitlausar hver um aðra þvera. Eða hver mundi hafa búizt við, að Englendingar, sem barizt hafa fyrir frjálsri verzlun færu að girða sig með verndarmúr. Maður hlýtur að tapa trúnni á stöðuga framför þegar slíkt fer fram í heiminum.“ Hann sá heldur ekki þá von rætast, að samvinnufélagsverzlunin yrði ein- ráð um vöruskipti á Islandi, þótt veg- ur hennar væri þegar mikill orðinn um það leyti er Benedikt hvarf til sinna feðra. En kaupsýsluhugsjón Benedikts á Auðnum var og heldur ekki bundin réttum og sléttum vöruviðskiptum. Til- gangur kaupfélagsins ,,er ekki einung- is að útvega mönnum góð kaup á al- vennum varningi, heldur umfram allt sá að gera menn sjálfbjarga og sjálf- stæða í öllu tilliti, en til þess að vera sjálfbjarga og sjálfstæðir þarf fleira en hagkvæm vörukaup. Til þess þarf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.