Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 79
HVAÐ UM SKÁLHOLT ?
77
Mér þykir sú hugmynd líkct bera þríhrosskeim, að ætla að
kyggja í Skálholti feiknarlega stóra kirkju, eins og oft hefur verið
um rætt. Þá væri betra bárujárnsgreyið, sem nú stendur, en gím-
ald, sem varla væri hálfsetið á hátíðum. Slíkt mundi gera stað-
inn dauðalegri en nokkuð annað. Skálholtskirkja á að vera svip-
hreint og fagurt hús, en stærð hennar á að miða við þarfir einar.
I sambandi við kirkjuna ætti síðan að vera dálítið safn, þar sem
saman væru dregnir gripir og heimildir, sem gerðu gestkomend-
um sögu Skálholts sem Ijósasta. Ef til vill mættu einnig vera þar
smálíkön fornra kirkna og staðarhúsa, eftir því sem komizt yrði
næst, og væri þá ekki teflt á slíka fífldirfsku eins og að endur-
reisa nær óþekkta kirkju í fullri stærð.
Við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir einu grundvall-
aratriði þessa máls, fyrir því, að Skálholt verður aldrei „endur-
reist”. Það er beinlínis ekki hægt að stíga slík spor aftur í tím-
ann. Þjóðlífið allt, og ekki sízt aðstaða kirkjunnar í samfélaginu,
er orðið svo gjörbreytt frá veldisdögum Skálholts, að það verður
aldrei brúað, — ekki einu sinni með leiktjöldum.
Hvað staðarhúsin snertir, eiga þau einnig að vera látlaus
ag traust; í samræmi við kirkju, landslag og notagildi. Þau eiga
að vera þar eins og hver önnur fögur hús á byggðu bóli, ekki
sem nein minnismerki. Þau mega ekki stela neinu frá staðnum,
eí ég má orða það svo, ekki eyðileggja neitt þeirrar sagnhelgi,
sem hvílir yfir þessum fagra stað. Þeir menn, sem ekki geta lesið
1 svörð Skálholts án minnismerkja, eru hvort sem er ólæsir á ís-
jenzka sögu.
Eg benti hér áður á þá erfiðleika, sem mér sýnast á fram-
kvæmd stælingarhugmyndarinnar. Þó má enginn ætla, að ég
alíh það auðveldara að framkvæma þá hugmynd, sem ég hér
hef reyfað. Munurinn er aðeins sá, að mínum dómi, að annað
er smekklaus krókaleið, eymdarleg uppgjöf fyrir miklu verkefni,
hitt bein leið og virðuleg, en mun kosta íslenzka listamenn ótrú-
l®gt átak. Það er ekkert eins erfitt og að gera sanna og látlausa
liluti, — en fagra. Við það verkefni verður íslenzk list, — bygg-
lngarlist, myndlist og málmsmíði að leggja virðingu sína. Og
takist það verkefni, hefur 20. öldin sýnt Skálholtsstað hinum forna
há prúðu lotningu, sem honum ber.
Bjöm Th. Björnsson.