Helgafell - 01.10.1953, Síða 84
Göngu-Hrólfur:
Á FÖRNUM VEGI
Verk gjalda höfunda sinna
Eitt af hvimleiðustu einkennum
þeirrar minnimáttarkenndar, sem ein-
att gerir vart við sig hér á landi, er
hamslaus þörf sumra listamanna til
þess að auglýsa ,,afurðir“ sínar og ota
þeim fram. Hefur þó alveg keyrt um
þverbak í þeim efnum á þessu ári.
Að hætti eyþjóða hafa Islendingar
löngum goldið þess og notið að vera
miklir einstaklingshyggjumenn, fast-
heldnir á gömul sjónarmið og tor-
tryggnir gagnvart erlendum nýjungum.
Þannig hafa heil tímabil listsögunnar
farið hér fyrir ofan garð og neðan, og
ýmsar þær nýstefnur í menningarhátt-
um og trúarbrögðum, sem hafa tröll-
riðið mörgum menningarþjóðum álf-
unnar, hafa látið íslenzku þjóðina í
senn ósnortna og óskemmda. En fram-
ar öllu er alþýða manna á Íslandi tóm-
lát gagnvart háværum auglýsingum,
leiðir hjá sér þá menn, sem beita for-
dild og skrumi, og er yfirleitt varkár í
dómum sínum um nýjan boðskap,
bæði til lofs og lasts. Skyldu menn var-
ast að meta henni slíka hneigð til van-
virðu, því í raun réttri er hún aðals-
merki þeirrar þjóðar, sem stendur á
gömlum og traustum merg. Hefur það
og löngum sýnt sig, að alþýða manna
hér á landi kann vel að meta það, sem
bezt og drengilegast er unnið á sviði
menningar og lista.
En vér lifum á auglýsingaöld. Þjóð-
ir auglýsa menningu sína, fyrirtæki
framleiðslu sína og einstaklingar afrek
sín. Að sjálfsögðu hefur þjóð vor einn-
ig skolazt inn í þennan auglýsinga-
hernað og margir virðast jafnvel telja
það mestu skipta, að þar verði þjóðin
ekki eftirbátur annarra. En þrátt fyrir
allt yfirlætið og gjallandann virðist al-
menningur snúast mjög misjafnlega
við áróðrinum. Það vekur t. d. mik-
inn ugg hjá grandvöru fólki, ér það
stendur allt í einu andspænis mönnum,
er hampa háværu frægðarorði sjálfs
sín, án þess að þeir hafi nokkuð unnið
sér til fremdar á eigin spýtur, svo vit-
að sé. Þegar slíkir menn gerast svo
óvarkárir að ætla verkum sínum að
tala eigin máli, fer rödd þeirra sem
veikur vindgustur um eyru, því anda-
giftin tekur ekki ótímabærum skyndi-
heimboðum.
Allur þessi auglýsingaáróður er þó
tiltölulega meinlaus á meðan hann er
ekki gerður að útflutningsvöru. En
þegar þessir framhleypnu loddarar
gerast svo umsvifamiklir erlendis í á-
róðri fyrir verkum sínum og persónum,
að allur heimurinn rekur upp trölla-
hlátur hvar semi þá ber að garði, þá
er sannarlega komið meira en nóg af
svo góðu. Það sakar ekki stórþjóðirn-
ar, þó að einhverjir einstaklingar
þeirra séu ekki ,,teknir alvarlega“, en