Helgafell - 01.10.1953, Síða 86

Helgafell - 01.10.1953, Síða 86
84 HELGAFELL manna af sama þjóðerni látin gjalda uppruna síns og „sett undir sama hatt“. Það er vissulega full ástæða til að hvetja alla góða íslendinga til þess að vera vel á verði gagnvart frægðarskrafi og áróðursblekkingum þeirrar tegund- ar, sem hér hefur verið drepið á, en umfram allt mega menn aldrei láta góð verk gjalda óþolinmóðra höfunda sinna. Reimleikum af létt Engin þjóð í heimi mun eiga yfir höfði sér fleiri nefndir og illræmdari en sú, er byggir þennan úthafshólma. Fer þó ekki lengur á milli mála, að flestar þær ,,sendingar“, sem efldar hafa verið gegn þjóðinni nú um langt skeið, séu þaðan sprottnar. Þá hafa og á síðari tímum enn aðrar opinberar stofnanir, hin svokölluðu ráð, haldið uppi mjög harðvítugri keppni við nefndirnar um óvinsældir meðal al- mennings, og mun Fjárhagsráð það, er síðasta heimsstyrjöld neyddi upp á þjóðina, eiga þar sómann af forust- unni. Er nú svo komið, að flestir borg- arar landsins munu telja sig geta rakið upptök rauna sinna inn á innstu skrif- stofur þessa óheillaráðs. Sem betur fer mun nú fyrirtæki það, sem þannig hefur um hríð haft með höndum yfir- skipulagningu þjóðarógæfunnar, vera um það bil að syngja útgönguversið, og ber vissulega að fagna því, ef þess- um óhugnanlegu reimleikum stríðsár- anna verður nú loks létt af þjóðinni. Þó að ótrúlegt sé hefur sá háttur verið hafður á að leita uppi hina beztu menn til ráðninga í nefndir og er þó að jafnaði enn meira vandlætis gætt við skipanir í hin háttvirtari ráð. En sú virð- ist náttúra beggja þessara fyrirtækja, að því verr gefast þau sem til þeirra veljast betri menn. Verður slíkt raun- ar skiljanlegt, þegar á það er litið, að þeim, er þar starfa, er að fyrra bragði skorinn sá stakkur, að skyldurækni og heiðarleiki verður þeim einungis fjöt- ur um fót. Er þess skemmzt að minn- ast, að til formennsku í Fjárhagsráði valdist — hvorki meira né minna en guðfræðingurinn, sagnfræðingurinn og listamaðurinn Magnús Jónsson, fjöl- gáfaður og geníal húmanisti, og einn hinna ágætustu manna og vinsælustu. Ætti það vissulega að vera nærtæk sönnun þess, að ,,góð meining enga gerir stoð“, þegar nefndir og ráð eru annars vegar. — Hinn fjölmenni vina- hópur Magnúsar Jónssonar fagnar því af alhug, að hann skuli nú laus úr sinni löngu útlegð, og býður hann vel- kominn heim til lífsins, sem vonandi fær enn lengi að njóta drengskapar hans og hæfileika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.