Helgafell - 01.10.1953, Side 88

Helgafell - 01.10.1953, Side 88
86 HELGAFELL En nú í haust var einnig tekin upp nýbreytni að þessu leyti, þegar útvarp- ið gekkst fyrir kammertónleikum í Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafns- húsinu. Þar flutti kvartett Björns Olafs- sonar kvartett í C-dúr eftir Mozart og oktettinn eftir Mendelssohn með til- styrk þeirra Þorvalds Steingrímssonar, Ingvars Jónassonar, Sveins Ölafssonar og Jóhannesar Eggertssonar. Vonandi er, að útvarpið haldi áfram á þessari braut og gefi hinum áhugasömu hljóð- færaleikurum í kvartettinum tækifæri til að njóta sín, til sóma fyrir útvarpið sjálft og gagns fyrir tónlistarlífið í landinu. Heimsóknir erlendra listamanna Heimsólinir erlendra listamanna hingað til lands gerast nú tíðari með ári hverju, og, íslenzkum stofnunum og einstaklingum, sem milligöngu hafa um þær, fjölgar að sama skapi. Þess- um aðilum má yfirleitt skipta í tvo hópa eftir því hver tilgangur þeirra er með þessari starfsemi. Annars vegar eru stofnanir, sem gangast fyrir slík- um heimsóknum af menningarástæð- um fyrst og fremst eða í sambandi við aðra listræna starfsemi sína, svo sem Þjóðleikhúsið, síðan það tók til starfa, og Sinfóníuhljómsveitin og þó einkum T ónlistarfélagið, sem lengi var að mestu eitt um hituna í þessu efni. Hins vegar eru félagssamtök og einstakling- ar, sem hér hafa komið auga á fjáröfl- unarleið, flest til framdráttar lofsverð- um hugðarefnum sínum. Orðið ,,listamaður“ hefur hér að ofan verið notað í hinni víðustu merk- ingu og látið tákna, auk raunverulegra listamanna, hverskyns „skemmti- krafta“ aðra, sem til greina koma í þessu sambandi. Og því verður ekki neitað, að sá hópur er ærið mislitur. Það liggur í augum uppi, að önnur sjónarmið ráða um þessa starfsemi hjá þeim stofnunum. sem hafa lista- starfsemi að höfuðmarkmiði, heldur en hjá hinum, þar sem hagnaðarvon- in er helzti leiðarsteinninn. Enda má í stórum dráttum segja, að þær lista- mannaheimsóknir, sem fyrrnefndu að- ilarnir hafa gengizt fyrir, hafi verið mjög ánægjulegar og til menningar- auka. Hins vegar hefur ekki alltaf stafað mikill menningarljómi af fram- taki annarra aðila á þessu sviði, og er þarflaust að nefna dæmi um það. Stundum munu jafnvel hlutaðeigendur sjálfir hafa orðið fyrir sárum vonbrigð- um, vegna þess að hinir innfluttu ,,listamenn“ uppfylltu alls ekki, þegar til kom, þær vonir, sem reynslulitlir og auðtrúa ,,kaupendur“ gerðu sér um þá eftir skrumauglýsingum harðsnú- inna umboðsmanna og ,,seljenda“ er- lendis. Þessi ,,innflutningur“ mun vera far- inn að kosta allverulegar upphæðir ár- lega í erlendum gjaldeyri, og má vænta þess að hann fari vaxandi á næstu árum. Heildarkostnaðurinn er þó miklu meiri, svo sem fargjöld, sem yfirleitt munu vera greidd í íslenzkum peningum en eru oft stærsti gjaldalið- urinn, þegar um stuttar heimsóknir er að ræða. Gjaldeyriskostnaður er einn- ig meiri en beinlínis kemur fram, m'. a. vegna þess, að margir gestanna kaupa hér ýmislegan varning (þar á meðal innfluttan) fyrir þá þóknun, sem þe^r fá hér, eða hluta af henni. Mun t. d. einn erlendur ,,listamaður“, sem hér var á s. 1. ári hafa keypt innflutta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.