Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 88
86
HELGAFELL
En nú í haust var einnig tekin upp
nýbreytni að þessu leyti, þegar útvarp-
ið gekkst fyrir kammertónleikum í
Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafns-
húsinu. Þar flutti kvartett Björns Olafs-
sonar kvartett í C-dúr eftir Mozart og
oktettinn eftir Mendelssohn með til-
styrk þeirra Þorvalds Steingrímssonar,
Ingvars Jónassonar, Sveins Ölafssonar
og Jóhannesar Eggertssonar. Vonandi
er, að útvarpið haldi áfram á þessari
braut og gefi hinum áhugasömu hljóð-
færaleikurum í kvartettinum tækifæri
til að njóta sín, til sóma fyrir útvarpið
sjálft og gagns fyrir tónlistarlífið í
landinu.
Heimsóknir erlendra
listamanna
Heimsólinir erlendra listamanna
hingað til lands gerast nú tíðari með
ári hverju, og, íslenzkum stofnunum og
einstaklingum, sem milligöngu hafa
um þær, fjölgar að sama skapi. Þess-
um aðilum má yfirleitt skipta í tvo
hópa eftir því hver tilgangur þeirra er
með þessari starfsemi. Annars vegar
eru stofnanir, sem gangast fyrir slík-
um heimsóknum af menningarástæð-
um fyrst og fremst eða í sambandi við
aðra listræna starfsemi sína, svo sem
Þjóðleikhúsið, síðan það tók til starfa,
og Sinfóníuhljómsveitin og þó einkum
T ónlistarfélagið, sem lengi var að
mestu eitt um hituna í þessu efni. Hins
vegar eru félagssamtök og einstakling-
ar, sem hér hafa komið auga á fjáröfl-
unarleið, flest til framdráttar lofsverð-
um hugðarefnum sínum.
Orðið ,,listamaður“ hefur hér að
ofan verið notað í hinni víðustu merk-
ingu og látið tákna, auk raunverulegra
listamanna, hverskyns „skemmti-
krafta“ aðra, sem til greina koma í
þessu sambandi. Og því verður ekki
neitað, að sá hópur er ærið mislitur.
Það liggur í augum uppi, að önnur
sjónarmið ráða um þessa starfsemi
hjá þeim stofnunum. sem hafa lista-
starfsemi að höfuðmarkmiði, heldur
en hjá hinum, þar sem hagnaðarvon-
in er helzti leiðarsteinninn. Enda má í
stórum dráttum segja, að þær lista-
mannaheimsóknir, sem fyrrnefndu að-
ilarnir hafa gengizt fyrir, hafi verið
mjög ánægjulegar og til menningar-
auka. Hins vegar hefur ekki alltaf
stafað mikill menningarljómi af fram-
taki annarra aðila á þessu sviði, og er
þarflaust að nefna dæmi um það.
Stundum munu jafnvel hlutaðeigendur
sjálfir hafa orðið fyrir sárum vonbrigð-
um, vegna þess að hinir innfluttu
,,listamenn“ uppfylltu alls ekki, þegar
til kom, þær vonir, sem reynslulitlir
og auðtrúa ,,kaupendur“ gerðu sér um
þá eftir skrumauglýsingum harðsnú-
inna umboðsmanna og ,,seljenda“ er-
lendis.
Þessi ,,innflutningur“ mun vera far-
inn að kosta allverulegar upphæðir ár-
lega í erlendum gjaldeyri, og má
vænta þess að hann fari vaxandi á
næstu árum. Heildarkostnaðurinn er
þó miklu meiri, svo sem fargjöld, sem
yfirleitt munu vera greidd í íslenzkum
peningum en eru oft stærsti gjaldalið-
urinn, þegar um stuttar heimsóknir er
að ræða. Gjaldeyriskostnaður er einn-
ig meiri en beinlínis kemur fram, m'. a.
vegna þess, að margir gestanna kaupa
hér ýmislegan varning (þar á meðal
innfluttan) fyrir þá þóknun, sem þe^r
fá hér, eða hluta af henni. Mun t. d.
einn erlendur ,,listamaður“, sem hér
var á s. 1. ári hafa keypt innflutta