Helgafell - 01.10.1953, Side 89

Helgafell - 01.10.1953, Side 89
ÁFÖRNUM VEGI 87 silkiklúta og eitthvaÖ af öörum fatn- aði fyrir nokkur þúsund krónur, áður en hann fór heimleiðis eftir fárra daga dvöl hér á landi. Það er mikilvægt fyrir þessa fá- tnennu og afskekktu þjóð að fá að njóta þeirra örfandi og uppbyggjandi áhrifa, se-m heimsóknir erlendra lista- manna geta haft í för með sér, ef vel tekst um val þeirra. En hér, ekki síður en á öðrum sviðum, er full ástæða til að hafa gát á hvað fæst fyrir pening- ana, og er athugandi, hvort ekki er orðið nauðsynlegt fyrir þau stjórnar- völd, sem eftirlit hafa með þessum ,,innflutningi“, að hafa sér til ráðu- neytis einhverja aðila, sem sérstaka reynslu og þekkingu hafa á þessum málum. Mestallur kostnaður við slíkar heim- sóknir útlendinga er hinn sami, hvort sem í hlut eiga snillingar eins og Rud- olf Serkin og Dietrich Fischer-Dieskau eða trúðar og loddarar af lélegustu teg- und. Það hefur einnig komið í ljós að íslenzk alþýða er ekki svo skyni skroppin, að hún finni ekki hvar feitt er á stykkinu eða láti til lengdar glepj- ast af auglýsingaskrumi og skrípalát- um. Þess vegna er engin ástæða eða afsökun fyrir að leggja í kostnað við að flytja hingað aðra en úrvals lista- menn. Það mun líka koma í ljós, að það borgar sig bezt fyrir alla aðila, þegar til lengdar lætur. '<La traviata" Sú varð niðurstaðan eftir nokkrar orðahnippingar, sem enn munu vera í minni þeim er annars láta sig slíka hluti nokkru skipta, að Þjóðleikhúsið eða hin vísa stjórn þess taldi þá nauð- syn mesta íslenzkum leikhúsgestum yf- irleitt, og væntanlegum óperu-unnend- um sérstaklega, að sýna þeim í vor sem leið óperuna ,,La traviata“ eftir Verdi. Hljómsveitarstjóri var dr. Vict- or Urbancic, leikstjóri Simon Edward- sen og söngvarar í aðalhlutverkum Hjördis Schymberg hirðsöngkona frá Stokkhólmi og óperusöngvararnir Ein- ar Kristjánsson og Guðmundur Jóns- son. Er þetta önnur óperan, sem Þjóð- leikhúsið tekur til flutnings á eigin spýtur á þeim fjórum leikárum, sem liðin eru sðan það tók til starfa. Hin fyrri var ,,Rígólettó“ eftir sama höf- und, sýnd árið 1951. Auk þess sýndi leikhúsið árið 1952 óperettuna ,,Leður- blökuna“ eftir Johan Strauss, sem með réttu má segja að sé ígildi óperu af léttara tagi. Þjóðleikhúsið hefur þá skyldu gagn- vart þjóðinni að standa fyrir óperu- flutningi. Skylda þess er ekki aðeins sú, að sjá leikhúsgestum fyrir einni eða fleiri óperum árlega, heldur jafnframt og ekki síður að sýna nú, á fyrstu ár- um starfsemi sinnar, nokkurn þver- skurð af óperubókmenntunum yfirleitt, eftir því sem aðstæður leyfa. Þess vegna hefði í upphafi þurft að gera á- ætlun um óperuflutning Þjóðleikhúss- ins nokkur ár fram í tímann, engu síð- ur en ætla má að gerð sé fyrir fram áætlun um leikritaflutninginn á hverju starfsári. Liggur og í augum uppi, að því færri óperur, sem fluttar eru, því betur þarf að vanda og skipuleggja val þeirra. Hefði slík áætlun verið gerð um óperuflutninginn af mönnum, sem þekkingu hafa á óperutónlist, og með •menningarsjónarmið og virðingu leik- hússins fyrir augum, mundi ,,La tra- viata“ ekki hafa verið valin til sýn- ingar að þessu sinni, ekki af því að neitt sé að þeirri óperu að finna í sjálfu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.