Helgafell - 01.10.1953, Page 92

Helgafell - 01.10.1953, Page 92
90 HELGAFELL Rit Forkels kom út árið 1802, meira en Lálfri öld eftir dauða Bachs, og hafði ævisaga hans þá ekki verið rit- uð fyrr. Höfundurinn var tónlistarsögu- fræðingur, setn starfaði við háskólann í Göttingen, og heknildarmenn hans um ævi og störf Bachs voru synir tón- skáldsins sjálfs. Saga þessi er því utn margt merkileg og ekki síður hrífandi en önnur yfirgripscneiri og ítarlegri rit, sem síðar hafa verið sett saman um þetta efni. Höfundur hennar var einn af fáum mönnum, sem á þeim tíma höfðu hugboð um snilli Bachs sem tón- skálds. Engum, sem heyrði Bach fara höndum um orgel Tómasarkirkjunnar í Leipzig, virðist hafa blandazt hugur um, að þar var að verki óviðjafnanleg- ur hljóðfærasnillingur. En jafnvel syn- ir hans, sem sjálfir voru merkir tón- listarmenn, gerðu sér litla grein fyrir yfirburðum hans á sviði tónskáldskap- ar. Eftir dauða hans lágu tónverkin flest í gleymsku, þar til tónskáldið Fel- ix Mendelssohn, þá tvítugur að aldri, gekkst fyrir flutningi á Mattheusar- passíunni 1829. Sá atburður varð upp- haf endurvakningar á verkum Bachs, og hefur vegur þeirra síðan farið stöð- ugt vaxandi. Þá voru liðin rétt hundr- að ár síðan passían var flutt í fyrsta sinn, og langmestan hluta þess tíma hafði þetta stórfenglega tónverk, sem nú er flutt árlega í flestum menning- arlöndum heims, legið rykfallið og í þagnargildi. Jafnvel Forkel mun varla hafa þekkt það nema af afspurn. Islenzk tunga er orðfá um tónlistar- hugtök, svo orðfá, að fram á öldina sem leið og kannske lengur var sama orðið notað um að kveða rímur og að ,,kveða“ á fiðlu. Sá sem tekst á hend- ur að semja eða þýða rit um þau efni verður því að hafa bæði kjark og hug- vit til að afla sér orðaforða svo sem bezt gengur, og hefur þá stundum ver- ið teflt á tæpasta vað um skiljanleik málsins, svo að íslenzkan mætti hald- ast hrein. Á þessu svelli hefur jafnvel hinum snjöllustu nýyrðasmiðum orðið svo rækilega fótaskortur, að heilar bækur, sem teljast máttu hreinn barna- matur á erlendum málum, hafa orðið algerlega óskiljanlegar á íslenzku. Þýðing Árna Kristjánssonar á Bach- ævisögu Forkels var til fyrirmyndar, lipur, ljós og aðgengileg og bar vott um mikla hugkvæmni og hagleik á is- lenzkt mál. Flutningur hennar í út- varpið var og með hinum mestu ágæt- um. VíSfrægt ballettdansfólk í ÞjóSleikhúsinu Með stofnun ballettskóla Þjóðleik- hússins á síðastliðnu ári hefur þjóðleik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.