Helgafell - 01.10.1953, Page 92
90
HELGAFELL
Rit Forkels kom út árið 1802, meira
en Lálfri öld eftir dauða Bachs, og
hafði ævisaga hans þá ekki verið rit-
uð fyrr. Höfundurinn var tónlistarsögu-
fræðingur, setn starfaði við háskólann
í Göttingen, og heknildarmenn hans
um ævi og störf Bachs voru synir tón-
skáldsins sjálfs. Saga þessi er því utn
margt merkileg og ekki síður hrífandi
en önnur yfirgripscneiri og ítarlegri rit,
sem síðar hafa verið sett saman um
þetta efni. Höfundur hennar var einn
af fáum mönnum, sem á þeim tíma
höfðu hugboð um snilli Bachs sem tón-
skálds. Engum, sem heyrði Bach fara
höndum um orgel Tómasarkirkjunnar
í Leipzig, virðist hafa blandazt hugur
um, að þar var að verki óviðjafnanleg-
ur hljóðfærasnillingur. En jafnvel syn-
ir hans, sem sjálfir voru merkir tón-
listarmenn, gerðu sér litla grein fyrir
yfirburðum hans á sviði tónskáldskap-
ar. Eftir dauða hans lágu tónverkin
flest í gleymsku, þar til tónskáldið Fel-
ix Mendelssohn, þá tvítugur að aldri,
gekkst fyrir flutningi á Mattheusar-
passíunni 1829. Sá atburður varð upp-
haf endurvakningar á verkum Bachs,
og hefur vegur þeirra síðan farið stöð-
ugt vaxandi. Þá voru liðin rétt hundr-
að ár síðan passían var flutt í fyrsta
sinn, og langmestan hluta þess tíma
hafði þetta stórfenglega tónverk, sem
nú er flutt árlega í flestum menning-
arlöndum heims, legið rykfallið og í
þagnargildi. Jafnvel Forkel mun varla
hafa þekkt það nema af afspurn.
Islenzk tunga er orðfá um tónlistar-
hugtök, svo orðfá, að fram á öldina
sem leið og kannske lengur var sama
orðið notað um að kveða rímur og að
,,kveða“ á fiðlu. Sá sem tekst á hend-
ur að semja eða þýða rit um þau efni
verður því að hafa bæði kjark og hug-
vit til að afla sér orðaforða svo sem
bezt gengur, og hefur þá stundum ver-
ið teflt á tæpasta vað um skiljanleik
málsins, svo að íslenzkan mætti hald-
ast hrein. Á þessu svelli hefur jafnvel
hinum snjöllustu nýyrðasmiðum orðið
svo rækilega fótaskortur, að heilar
bækur, sem teljast máttu hreinn barna-
matur á erlendum málum, hafa orðið
algerlega óskiljanlegar á íslenzku.
Þýðing Árna Kristjánssonar á Bach-
ævisögu Forkels var til fyrirmyndar,
lipur, ljós og aðgengileg og bar vott
um mikla hugkvæmni og hagleik á is-
lenzkt mál. Flutningur hennar í út-
varpið var og með hinum mestu ágæt-
um.
VíSfrægt ballettdansfólk
í ÞjóSleikhúsinu
Með stofnun ballettskóla Þjóðleik-
hússins á síðastliðnu ári hefur þjóðleik-