Helgafell - 01.10.1953, Side 96
94
HELGAFELL
aðstoð Árna Kristjánssonar píanóleik-
ara. í fyrra skiptið söng hann alla
,,Vetrarferð“ Scuberts en í hið síðara
söngva eftir Beethoven, Schubert og
Hugo Wolf við Ijóð eftir Göthe. Það
helms Meistara (Wolf). Var nú létt-
ara yfirbragð yfir hljómleikunum og
fögnuður áheyrenda skjótari, enda að
þessu sinni fagnað hverju lagi um sig.
Hér átti Árni Kristjánsson einnig auð-
er erfitt að hugsa sér öllu fullkomnari
flutning ljóða og laga. í flutningi hans
varð ,,Vetrarferðin“ að órofa heild,
sungin af innlifun, þrótti og karlmann-
legri viðkvæmni. Var þetta sjaldgæft
tækifæri til að heyra aftur í lifandi
flutningi verk, sem örsjaldan er flutt
í heild og aðeins einu sinni hefur áður
verið flutt í Reykjavík (Einar Kristj-
ánsson með aðstoð dr. Urbancics fyrir
sex árum). Þess má geta, þótt ekki
skipti öllu cnáli, að söngvarinn flutti
allt verkið blaðalaust og án hvíldar,
og við nákvæma athugun kom í ljós,
að hvergi skeikaði orði í ljóði eða
punkti í söng. 1 síðara skiptið átti
Fischer-Dieskau meiri tækifæri til að
sýna fjölhæfni sína, þar sem hann
flutti gagnólík verk eins og „Álfa-
kónginn“ (Schubert), sönginn um
flóna (Beethoven) og harmljóð Wil-
veldara með að sýna leikni sína og
nákvæmni í meðleik, þar sem meiri
kröfur voru gerðar til píanóleikarans,
einkum í lögum Hugos Wolfs. Var
þeim að lokum mjög innilega þökkuð
fágæt og unaðsleg söngskemmtun.
Um svipað leyti og Fischer-Dieskau
var hér einnig á ferð enskur bassa-
söngvari, Ronald Lewis, einn af aðal-
söngvurum Covent-Garden-óperunnar
í London, raddmaður ágætur og þaul-
menntaður, sem einkum sýndi mikil
tilþrif í flutningi vandasamra óperu-
aría. Átti hann í upphafi dálítið erfitt
með að átta sig á hljómkasti hússins
(Gamla bíós), sem er þó í bezta lagi-
En eftir því sem á leið sótti hann sig,
og lauk söngskemmtun hans með mikl-
um fögnuði áheyrenda. Fritz Weissh-
appel aðstoðaði af mestu prýði. Þvi
miður voru hljómleikar þessir mjög iha