Helgafell - 01.10.1953, Page 98
96
HELGAFELL
inu, og væri vonandi að slíkt gæfi
bendingu um þróun í rétta átt, ekki
sízt ef orðiÖ gæti til þess, að útvarpið
legði niður sína afleitu hljó.Tisveit og
leitaði þess í stað til Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar um sína vikulegu hljóm-
sveitarkonserta.
Annað nýmæli á sviði útvarpsflutn-
ings var ,,lifandi“ konsert, haldinn í
Listasafninu fyrir áheyrenduoi en að-
allega ætlaður til útvarps. Flutti Björn
Ólafsson ásamt kvartett sínum (Felz-
mann, Jóni Sen og Einari Vigfússyni)
yndislegan kvartett eftir Mozart og á-
samt öðrum strengjakvartett (Þorvaldi
Steingrímssyni, Ingvari Jónassyni,
Sveini Ólafssyni og Jóhannesi Eggerts-
syni) strengja-oktett eftir Mendels-
sohn. Voru bæði verkin hið bezta flutt
og listamönnunum vel fagnað að lok-
um af fámennum hópi. Væri óskandi,
að framhald gæti orðið á slíkum út-
varpshljómleikuim, því að margt bend-
ir til þess, að tónlistarflutningur í út-
varp geti orðið lífrænni og fjörmeiri,
ef áheyrendur eru til staðar. Ætti þá
einnig að athuga möguleika á að gefa
fleiri áheyrendum kost á að vera við-
staddir, og þyrfti ekki að horfa í það
að áskilja aðgangseyri, ef svo byði við
að horfa.
Sovétlistamenn á vegum MÍR
Sovétlistamennirnir ungfrú Tatjana
Kravtsénko, píanóleikari, og hr. Pavel
Lisítsjan, baritón, ka.T.u til Islands á
vegum MÍR seint í maí og dvöldu hér
framan af júní í vor. Héldu þau tvo
hljómleika í Austurbæjarbíói, en auk
þess lék ungfrú Kravtsénko píanókon-
sert eftir Rachmaninov með Sinfóníu-
hljómsveitinni undir stjórn Alberts
Klahns í Þjóðleikhúsinu.
Pavel Lisitsjan hefur mikla og blæ-
fagra rödd, ákaflega vel þjálfaða,
sem hann beitir af smekkvísi þroskaðs
listamanns. Var söngskrá hans fjöl-
breytt: ítalskar og rússneskar aríur,
armensk þjóðlög og þýzk ljóðlög, svo
að hið helzta sé nefnt. Kom þokki hans
hans einna fegurst fram í ljóðalögun-
um, sem hann söng af innileik og fjálg-
um huga.
Ungfrú Kravtsénko er stórbrotinn
píanóleikari, sem ræður yfir næstum
ótakmarkaðri tækni, eins og fraim kom
í etýðu í a-moll eftir Paganini-Liszt.
En jafnframt er henni leikur einn að
túlka viðkvæm ró.mantísk verk (tungl-
skinsseið Beethovens, scnálög Griegs,
unaðartrega Chopins og Tsjaikovskis)
og nútímatónlist (Rachmaninov,
Kabalevski, Khatsjatúrían). Hún er
gædd sterkum persónuleika og ræður
yfir öllum , ,tónstiga“ tilfiningalífs, allt
frá ljúfsárri viðkvmmni til kuldalegrar
hörku, og þurfti á öllu sínu að halda
í hinni vandasömu túlkun Rachmani-
nov-konsertsins (þar sem hún lét sig
raunar ekki muna um að leika á ein-