Kjarninn - 26.06.2014, Page 16

Kjarninn - 26.06.2014, Page 16
12/16 DómsmáL tugir milljarða til tortola Hinn 6. október 2008 fékk Lindsor Holding Corporation, félag skráð á Tortóla-eyju, 171 milljón evra, um 26,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag, lánaða frá Kaupþingi. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórnendur Kaupþings stýrðu og virkaði sem nokkurs konar ruslakista, afskriftasjóður utan efnahagsreiknings Kaupþings. Þangað var lélegum, og ónýtum, eignum hrúgað. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra í neyðarlán og þremur dögum áður en Kaupþing hrundi. Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings. Það var notað til að kaupa skuldabréf af Kaup- þingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, vildarviðskiptavinar Kaupþings. Í greinargerð sérstaks saksóknara sem fylgdi Stýrði í Lúxemborg Magnús Guðmundsson stýrði Kaupþingi í Lúxemborg. Hann er einn þeirra sem hafa verið til rannsóknar vegna Lindsor-málsins.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.