Kjarninn - 26.06.2014, Page 43

Kjarninn - 26.06.2014, Page 43
Forseti Íslands neitar að tala við fréttastofu RÚV Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands neitaði RÚV um viðhafnarviðtal vegna sjötíu ára afmælis lýðveldisins, sem sýna átti í heild sinni í sjónvarpinu 17. júní, því hann hafði lofað Morgunblaðinu viðtali af sama tilefni. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið þar sem forsetinn neitar að tala við RÚV. Fréttastofan hefur ítrekað óskað eftir viðtölum við forsetann frá því í febrúar, um hin ýmsu mál. Svo sem afturköllun um- sóknar Íslands að ESB, mannréttindabrot í Rússlandi vegna Vetrarólympíuleikanna í Sochi og samband hans við Pútín Rússlandsforseta. Dómum Símons sárasjaldan snúið Þungir dómar féllu í BK-44 málinu í vikunni. Fjórir menn voru þá dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi. Dómarinn í málinu var Símon Sigvaldason. Símon hefur verið héraðsdómari um langt skeið og fellt marga dóma. Í Bakherbergjunum er því haldið fram að 150 til 200 sakamál, sem Símon hefur dæmt í, hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar og innan við fimm þeirra hafi verið snúið við. Einn slíkur viðsnúningur átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar sýknað var í Vafningsmálinu. Símon og meðdómendur hans höfðu sakfellt í því máli. Af netinu Samfélagið segir um strætótengd málefni kjarninn 26. júní 2014 facebook twitter KaRl K JonSSon og afhverju lamdi mann bara ekki fra ser ?? kanski bara stelpustrakur ?? Þriðjudagurinn 24. júní 2014 KRiStinn HElgi guDJonSSon Hreint grátlegt að lesa um skeytingarleysi vitna sem tónar ansi mikið við fréttir sem við lesum úr glæpaborgum út í hinum stóra heimi. Erum við virkilega kominn á þennan stað? Ég leyfi mér að vona ekki. Þriðjudagurinn 24. júní 2014 MaRÍa ÓSK gunnStEinSDÓttiR Oj, þið sem bara löbbuðuð framhjá ættuð að skammast ykkar og biðja þennan mann afsökunnar. Svo er um að gera að taka til í hausnum á sér og breyta svona slæmri hegðun, bregðast betur við næst. Er öllum orðið sama um alla bara? Þriðjudagurinn 24. júní 2014 DaniEl ScHEVing @dscheving Eins kemur fram í fréttum í dag og ég hef marg sagt þá er stórhættulegt að taka strætó, #lifieinkabílinn #stoppiðaðförina #opnalaugarveginn Þriðjudagurinn 24. júní 2014 KlaRa MagnÚSDÓttiR @kmagnusdottir ÉG VAR Í STRÆTÓ OG ÞAÐ VAR FULLORÐINN MAÐUR AÐ BORA Í NEFIÐ!??!!??!?!?! HANN ÁT SÍÐAN HORIÐ?!?!?!?!?!?!?!?!? Þriðjudagurinn 24. júní 2014 WinDtRoopER @windtrooper Ráðist á Kristófer á leið í strætó - og fólk gekk fram hjá honum alblóðugum - Menn.is http:// fb.me/6uJBLjYnw Þriðjudagurinn 24. júní 2014 01/01 SAmfélAgið Segir

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.