Kjarninn - 26.06.2014, Síða 58

Kjarninn - 26.06.2014, Síða 58
06/06 áLit Þriðju kynslóðar bíllinn er væntanlegur á markað árið 2017. Til þess að ná kostnaðinum við hann nægjanlega niður og til þess að tryggja nægt framboð á rafhlöðum í bílana ætlar Musk að byggja eigin verksmiðju. Hún er kölluð The Gigafactory og þegar hún verður komin í full afköst árið 2020 mun hún framleiða meira af rafhlöðum en framleiddar eru samtals í heiminum í dag. Stóru plönin enda ekki þar, til þess að klára markmiðið um 100% rafdrifinn flota bíla þarf 200 slíkar. Tesla Motors hefur einnig sett upp yfir 100 hraðhleðslu- stöðvar á heimsvísu svo að eigendur Model S geti farið í langferðir. Stöðvarnar eru kallaðar Superchargers og þar er frítt að hlaða og verður alltaf. Sólarsellur sjá stöðvunum fyrir rafmagni og því verður koltvísýringsmengun engin af akstrinum. Þar kemur til sögunnar hin hliðin á sjálfbæru orkunni. SolarCity er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp sólar- sellur á þök heimila og fyrirtækja. Hægt er að kaupa eða leigja sellurnar og sér SolarCity um allt frá a-ö. Ef fólk kýs að leigja lítur dæmið þannig út að fólk fær sellur á þakið hjá sér og rafmagnsreikningurinn hjá því lækkar í kjölfarið. Fyrir- tækið vex gríðarlega hratt. Musk fékk hugmyndina, fjármagnaði í upphafi og er stjórnarformaður en tveir frændur hans reka fyrirtækið. Nýlega keypti Solarcity sólarselluframleiðanda og strax eru komin plön um stækkun verksmiðjunar í áður óþekktar stærðir í anda rafhlöðuverksmiðjunnar.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.