Kjarninn - 26.06.2014, Page 59

Kjarninn - 26.06.2014, Page 59
01/04 pistiLL þ að þarf varla að hefja pistilinn á að taka það fram, en heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Brasilíu. Sérfræðingar hafa frá upphafi móts verið allt að því samdóma um að gestgjafinn eigi mestar sigurlíkur, en sennilegast hafa Brasilíumenn einnig verið ofarlega á lista í rauðvíns- pottum á vinnustöðum víða um land. Þótt Brasilíumenn séu með firnasterkt lið er þó annar þáttur en bara geta sem flestir virðast sammála um að skipti máli, nefnilega heimavallaráhrif. Það þarf engan að undra – á tólf heimsmeistaramótum af nítján hefur heimaþjóðin komist í úrslit og sex sinnum sigrað, sem er mun hærra hlut- fall en svo að það geti talist tilviljun, en sigurhlutfall heima- þjóðanna hækkar upp í 50% þegar mótið hefur verið haldið hjá stórþjóðum í fótbolta – þ.e. í Brasilíu, Ítalíu, Þýskalandi, Argentínu, Úrúgvæ, Spáni, Frakklandi eða Englandi. Sé litið til allra leikja gestgjafa HM frá 1990 hafa þeir samtals unnið 27 leiki, gert sex jafntefli og tapað sex leikjum. Það hjálpar reyndar einnig til að vera í eigin heimsálfu; til dæmis hefur Evrópuþjóð aldrei sigrað á heimsmeistaramóti vestanhafs. á heimavelli á hm HM í Brasilíu er ekki bara fótboltahátíð. Hagfræðingar njóta þess líka að spá í tölurnar. pistiLL hafsteinn hauksson Hagfræðingur kjarninn 26. júní 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.