Kjarninn - 26.06.2014, Qupperneq 74

Kjarninn - 26.06.2014, Qupperneq 74
11/11 íþróttir auðvelt að taka gagnrýni þegar vel tekst til El Hadji Mamadou Kane, eigandi næststærsta dagblaðs Senegal, íþróttablaðsins Stades, lýsir Diambars sem „veru- lega, verulega, verulega góðu framtaki“ og fyrirmynd sem sé til mikillar eftirbreytni þegar peningar sem þénast í Evrópu skili sér aftur til baka til Afríku. Diambars skiptir miklu máli fyrir ímynd Senegal og vegna þeirra 85 stöðugilda sem akademían starfrækir leggur hún sitt af mörkum til hag- vaxtar í Saly. En Kane segir líka að það sé auðvelt að taka gagnrýni þegar vel takist til. „Í Afríku eru margir sem tala en fáir sem gera. Og sá sem framkvæmir er oft gagnrýndur,“ segir Kane. Sumum félagsliðum finnst Diambars dýr staður að sækja leikmenn, en Jean-Marc Adjovi-Bocco vill meina að það sé rangt. „Við fylgjum reglum FIFA. Þetta snýst meira um að við viljum fá peninga fyrir að hafa alið nemendurna upp og veitt þeim menntun. Þetta snýst um að leikmennirnir, manneskjurnar, séu metnir að verðleikum. Evrópa verður að breyta sýn sinni á afrískt vinnuafl og hætta að halda að það sé ókeypis,“ segir Adjovi-Bocco. Hann vonast til þess að þótt nemend- urnir kvarti stundum og haldi að verið sé að halda þeim frá atvinnumennsku í Evrópu skilji þeir að ástæða sé fyrir því að Diambars krefjist mikils fjár fyrir þá. Ef þeir séu nógu góðir muni Diambars hjálpa þeim að komast út, hjálpa Ousseynou og vinum hans til lífs þar sem þeir geti keypt sér „a beautiful flat“, líkt og þeir töluðu um í ensku tímanum hjá herra Ousmane Niane. Kannski verða þeir knattspyrnu- menn í Barcelona, Marseille eða París. Kannski verða þeir ráðherrar í Dakar. Því draumurinn lifir. Þurfa að vinna Diambars vill að afrískt vinnuafl verði meira virði. Hér sjást drengir úr akademíunni þrífa rútu. MYND: PERNILLE INGEBRIGTSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.