Kjarninn - 26.06.2014, Síða 76

Kjarninn - 26.06.2014, Síða 76
02/03 markaðsmáL hljóð og mynd. Og nú er hugmyndin að gefa þetta út saman á DVD og CD. Nú er staðið að hópfjármögnun á útgáfunni á Karolina Fund. nokkurra ára gömul hugmynd Pétur Örn Guðmundsson, söngvari og hljómborðsleikari Dúndurfrétta, segir hugmyndina um að reyna að gefa út DVD með tónleikum hljomsveitarinnar hafa kviknað fyrir nokkrum árum. Ekkert varð af slíku vegna þess kostnaðar sem þeirri útgáfu fylgdi. Á þeim tíma var hópfjármögnun óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Svo þegar þessir tónleikar voru skipulagðir kviknaði aftur sá draumur hjá hljómsveitinni að finna leiðir til að geta gefið út DVD-disk. Pétur segir að þá hafi meðlimir hennar munað eftir því að hafa séð í fjölmiðlum að Sirkus Íslands var að fara að hefja söfnun fyrir stóru og veg- legu sirkustjaldi. „Til þess ætluðu þau í Sirkusnum að nota eitthvað sem heitir Karolina Fund. Við ræstum tölvur okkar, fórum á netið, fundum karolinafund.is og sáum að tónlistar- maðurinn Pétur Ben hafði fjármagnað hljómplötu sína með þessum hætti. Við settum okkur í samband við það góða fólk sem sér um Karolina Fund og saman stefnum við nú að því að geta látið drauminn um að gefa út The Wall-tónleika okkar Dúndurfrétta á DVD-diski.“ Hvert stefnið þið með Dúndurfréttir? „Með þessari útgáfu vonumst við til að kynna hljóm- sveitina fyrir enn fleiri tónlistarunnendum og stefnum á að spila um ókomna tíð fyrir aldurslausan hóp fólks sem deilir ástríðu okkar á klassísku rokki. Við eigum tuttugu ára

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.