Kjarninn - 26.06.2014, Síða 77

Kjarninn - 26.06.2014, Síða 77
03/03 markaðsmáL starfsafmæli á næsta ári og viljum geta farið inn í það ár með glæsilegan DVD-disk í farteskinu. Við höfum alla tíð haft gríðarlega gaman af því að spila á tónleikum og viljum halda því ótrauðir áfram.“ Hvernig byrjaði þessi hljómsveit og hvernig getur tribute-band náð svona miklum vinsældum? „Við hófum að spila saman árið 1995 og spiluðum nær ein- göngu á Gauki á Stöng fyrstu árin. Við vorum, og erum, bara lítill hópur vina sem hafði dálæti á klassísku rokki og elskuð- um að spila það, og gerum enn. Svo hafði tónleikahaldarinn og útgefandinn Guð- bjartur Finnbjörnsson samband við okkur um að prófa að gera stærri tónleika. Á þessum tíma var það óþekkt að tribute-hljómsveit héldi tónleika í stóru húsi en við tókum áhættuna og spiluðum Pink Floyd- verkið Dark Side of the Moon í heild sinni í Borgar leikhúsinu árið 2000. Það urðu nokkrir uppseldir tónleikar og þar með var ís- inn brotinn og kom berlega í ljós að fólk hafði mikinn áhuga á að sjá vel þekkta tónlist flutta af öðrum í stóru tónleika- húsi. Síðan þá höfum við yfirleitt haldið eina stóra tónleika á ári með þessu sniði í Reykjavík og stundum einnig Akureyri ásamt því að spila á smærri tónleikum víðs vegar um land.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.