Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 6
05/07 lEiðari
stofna nýjan stjórnmálavettvang á hægrivængnum. Málið
gekk svo langt að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
sagði opinberlega að henni þætti að sér vegið með orðalagi
þingsályktunartillögunar og hún styddi hana ekki.
skúffufé, kynþáttahyggja og fiskistofa
Ráðstöfun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra á um 200 milljóna króna „skúffufé“ eftir geðþótta,
þar sem helmingur fór í kjördæmi hans, fór ekki vel í marga
sjálfstæðismenn, sem vilja að ríkið noti allt tiltækt fé til að
grynnka á skuldum og lækka síðan skatta.
Útspil Framsóknarflokksins í sveitarstjórnar-
kosningunum, þar sem í besta falli var daðrað
við kynþáttahyggju, varð líka til þess að margir
sjálfstæðismenn risu upp á afturlappirnar og
sögðu málflutninginn fullkomlega út í hött.
Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar
sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu,
og starfsfólk hennar, hreppaflutningum til
kjördæmis forsætisráðherra var svo enn einn
fleygurinn í hjónabandið. Fjölmargir þingmenn
og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins á
höfuðborgarsvæðinu hafa mótmælt aðgerðinni
harðlega og komið því skýrt á framfæri að þeim
þyki hún ekki boðleg. Flutningurinn mælist
sérstaklega illa fyrir í Kraganum, en Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður þess
kjördæmis. Hann fékk að vita af flutningsáformunum daginn
áður en þau voru gerð opinber.
sjálfstæðisflokkurinn hnyklar vöðvana
Á síðustu dögum virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera búinn
að fá nóg af því að kyngja aðgerðum sem eru beinleiðis í
andstöðu við stefnu hans. Nú ætlar hann að hnykla vöðvana
og koma sínum áherslum á framfæri. Það sást ágætlega í
stóra Costco-málinu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tók
mjög jákvætt í að bandaríski verslunarrisinn opnaði verslun
„Annar þeirra
gefur sig út fyrir
að vera frjáls-
lyndur á meðan
verk hins eru
nánast undan-
tekningarlaust í
andstöðu við al-
menna skilgrein-
ingu á frelsi.“