Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 18

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 18
02/10 hEilbrigðismál s amkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er brjóstamjólk besta næring sem völ er á fyrir ungbörn. Mælt er með að ungbörn fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævinnar og síðan sem ábót með fastri fæðu í að minnsta kosti tvö ár eða lengur. Brjóstamjólk inniheldur nauðsynleg næringar- efni og varnarþætti sem stuðla að heilbrigðum vexti og þroska ungbarna, og ef brjóstamjólk móður er ekki til staðar mælir WHO með því að næst besti kosturinn sé brjóstamjólk úr svokölluðum brjóstamjólkurbanka, en síðasta val skuli vera þurrmjólk. Brjóstamjólkurbönkum hefur farið fjölgandi í heiminum frá því að fyrsta bankanum var komið á fót í Austurríki árið 1909, en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur tekið í notkun brjóstamjólkurbanka. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ritgerð Margrétar Helgu Skúladóttur og Kristínar Linnet Einarsdóttur til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. mikilvægi brjóstamjólkur fyrir fyrirbura Árlega fæðast um tvö hundruð fyrirburar hér á landi, en fyrirburafæðingum fer ört fjölgandi víða um heim. Fyrir- burar glíma gjarnan við ýmis vandamál eftir fæðingu. Þar sem þeir hafa farið á mis við dýrmætan tíma í móðurkviði skiptir góð næring þá höfuðmáli til að stuðla að eðlilegum vexti og þroska. Vanþroskað sog er oft og tíðum eitt af vandamálunum sem fyrirburar glíma við. Það getur leitt til þess að þeir geta ekki sogið brjóst og eru því ófærir um að veita móður eðlilega örvun til framleiðslu brjóstamjólkur. Margar ástæður geta verið fyrir því að að mæður framleiða ekki næga brjóstamjólk fyrir ungbarn sitt, en fæðing fyrir tímann er þar stór áhættuþáttur. Margar mæður upplifa mikið álag eignist þær barn fyrir tímann og svo geta veikindi samhliða erfiðri meðgöngu stuðlað að því að mæður geta átt við tímabundna erfiðleika við að framleiða þá brjóstamjólk sem barnið þarf hEilbrigðismál Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.