Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 65

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 65
09/09 áliT þróunarinnar hið æskilega náttúrufar er sem við vildum snúa aftur til? Er eitt ártal betra en annað í því? Unnendur íslenskrar náttúru þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að birkiskógar, sem Snorri Baldursson kallar náttúru- og menningararf okkar, séu í hættu. Birkiskógar munu breiðast út á komandi tíð með minnkandi beit sauðfjár og hlýnandi loftslagi. Þeir munu stækka hraðar en nytja- skógarnir. Barrviðarskógar munu ekki bera birkiskógana ofurliði næstu aldirnar, jafnvel þótt við ákveðum að taka nokkur prósent landsins undir nytjaskóga með barrviði. Á endanum gæti samt farið svo, kannski eftir önnur 1.100 ár, að Ísland yrði eins og Skandinavía, að mestu vaxið barrviði en birkiskógar yxu aðallega til fjalla. Því munu íbúar landsins venjast smám saman og ekki vilja sleppa hendinni af skógum sínum. Þá skipta tilfinningar okkar sem nú lifum ekki máli. Í Ársriti Skógræktar ríkisins sem er nýkomið út er forvitni- leg grein eftir Björn Traustason, Þorberg Hjalta Jónsson og Bjarka Þór Kjartansson, sérfræðinga á Mógilsá, þar sem fram kemur að ef meðalhiti á Íslandi hækkar um 2 °C hækki skógarmörk á Íslandi svo mikið að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands. Birkið, flóra Íslands og annar náttúruarfur virðist því ekki í neinni hættu. græðum jörðina Mikilvægt er að jarðarbúar græði upp auðnir og gróðurlítil svæði. Rétt eins og þjóðir hafa skyldum að gegna við nátt- úruarf sinn, að gæta þess að einkennandi jurtir og vistkerfi varðveitist, má líta svo á að þær þjóðir sem eiga auðnir sem orðið hafa til af mannavöldum hafi skyldum að gegna við mannkynið – og jörðina sjálfa – að klæða þessar manngerðu auðnir gróðri aftur. Ásamt því að stöðva fólksfjölgun, hætta losun gróðurhúsalofttegunda og láta af ósjálfbærum lifnaðar- háttum hlýtur mannkyninu að bera skylda til að rækta gróður sem tryggir að áfram verði hægt að lifa á jörðinni. Ísland er á jörðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.