Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 56

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 56
05/05 áliT hagsmunir Íslands Jafnvel þótt það verði að teljast nánast óhugsandi að ÖSE finni lausn á deilunni í Austur-Úkraínu getur aðkoma stofnunarinnar verið mikilvæg á tvo máta. Reynslan sýnir að aðkoma ÖSE að vopnuðum átökum getur verið til þess fallin að draga úr ofbeldi og hörku átakanna. Fyrir utan stríðið í Georgíu árið 2008 hafa ekki brotist út meiriháttar vopnuð átök í tengslum við þau frosnu átök sem stofnunin vinnur að lausn að. Með því að gera Krím- skaga hluta af ferli innan ÖSE gæfist alþjóða- samfélaginu færi á því að neita innlimun hans í Rússland lögmætis á skýrari hátt en nú er gert. Fyrir mjög smátt ríki eins og Ísland er mikilvægt að berjast gegn því að hervaldi sé beitt í samskiptum ríkja og styðja við pólitískar lausnir á alþjóðlegum deilumálum, sem byggja á alþjóðalögum og venjum alþjóðasamfélagsins. Að þessu leyti virðast íslensk stjórnvöld vera á réttri braut í Úkraínudeilunni, en utanríkis- ráðuneytið hefur tvisvar þegið boð úkraínskra stjórnvalda að kynna sér ástand mála í austurhluta landsins innan ramma samþykkta ÖSE og Ísland tekur virkan þátt í eftirliti stofnunarinnar í landinu. Íslensk stjórnvöld ættu að halda áfram uppbyggilegri aðkomu að deilunni auk þess að styðja við ferli sem miða að því að halda Krímskaga innan ramma friðarumleitana. Það er á ábyrgð utanríkisráðherra að standa vörð um gildi sem eru herlausu smáríki lífsnauðsynleg. Að sama skapi bera fjölmiðlar ábyrgð á því að fjalla um alþjóðlegar deilur og átök af fagmennsku og ættu þeir að forðast að taka upp orðræðu deiluaðila gagnrýnislaust. Aðeins þannig skapast andrými fyrir upplýsta umræðu sem getur lagt sitt af mörkum til lausnar slíkra deilna. „Líklegra verður að telja að mark- mið rússneskra stjórnvalda sé að koma upp nokkurs konar stuðpúða á milli sín og aðildar- ríkja Evrópu- sambandsins og Atlantshafs- bandalagsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.