Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 53

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 53
02/05 áliT og einn einstaklingur tilheyri einum einstökum þjóðernis- hópi. Loks er verið að tengja þjóðernishugtakið við öryggi einstaklinganna og ýjað að því að hægt væri að koma í veg fyrir átök á borð við þau sem nú eiga sér stað í Austur- Úkraínu ef hver þjóðernis- og tungumálahópur hefði yfir sínu „heimalandi“ að ráða. Rökrétt afleiðing slíks hugsunar háttar er þjóðernishreinsanir og kúgun minnihlutahópa. Fyrir utan siðferðislega annmarka þessarar nálgunar er hún órökrétt. Í síðasta manntali Úkraínu frá árinu 2001 sögðust tæplega 40 prósent íbúa Donetsk-héraðs vera úkraínskir en færri en helmingur þeirra sagði úkraínsku vera móðurmál sitt. Í lok tíunda áratugarins voru gerðar kannanir á tungumálanotkun í Úkraínu þar sem á bilinu 15-23 prósent aðspurðra sögðust vera tvítyngd á úkraínsku og rússnesku. Í sömu könnunum sögðust 33-46 prósent landsmanna aðallega notast við rússnesku í daglegu tali en 23 prósent sögðust vera af rússnesku bergi brotin. Þessar tölur sýna að orðræðurammi þjóðernis- og tungumálahópa heldur ekki þegar fjallað er um átökin í Austur-Úkraínu; margbrotin sjálfs- vitund íbúanna leyfir ekki slíka einföldun. Hann þjónar mun frekar þeim tilgangi að réttlæta átökin og dylja það sem liggur að baki deilunni, sem er hagsmunabarátta deiluaðilanna. hagsmunir rússlands í úkraínu Þó svo að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið þau orð falla að hann telji upplausn Sovétríkjanna vera mestu landfræðipólitísku hamfarir 20. aldarinnar verður að teljast ólíklegt að markmið hans með íhlutun í Úkraínu sé allsherjar endurskipulagning landamæra Austur-Evrópu. Innlimun Krímskaga í Rússland í maí síðastliðnum er líklegast einstakt atvik sem kom til vegna hernaðarlegs mikilvægis skagans og tækifæris sem skapaðist í upplausnarástandi í kjölfar sjálfskipaðrar útlegðar Viktors Janúkóvits, þáverandi forseta Úkraínu, í byrjun árs. „Engin sátt ríkir um lausn þessara deilna en deiluaðilar hreyfa ekki við ríkjandi ástandi og er því fjallað um þessar deilur sem frosin átök.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.