Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 11

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 11
02/06 Efnahagsmál f élög eða sjóðir tengdir vogunarsjóðnum Elliott Management hafa eignast kröfur á fallna íslenska banka undanfarin misseri. Kjarninn hefur fengið það staðfest að þeir aðilar eigi óverulegar kröfur á þrotabú Landsbankans. Heimildarmenn Kjarnans fullyrða auk þess að sömu aðilar, annaðhvort í gegnum beina eignaraðild á kröfum eða með því að láta alþjóðlega banka halda á kröfunum fyrir sig, séu orðnir umsvifamiklir innan annars þrotabús. Talsmenn hinna þriggja stóru þrotabúa; Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans, vildu ekki tjá sig um einstakar kröfur eða eigendur þeirra opinberlega þegar Kjarninn sendi þeim fyrirspurn um málið. Kjarninn sendi fyrirspurn til Elliott Management og spurðist fyrir um umsvif sjóðsins á Íslandi. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. hinn dæmigerði hrægammasjóður Vogunarsjóðurinn Elliott Management er kannski ekki nafn sem hvert mannsbarn kannast við. Þvert á móti hljómar hann eins og hver annar slíkur sjóður. En það er hann ekki. Eitt sem sker hann frá öðrum er sú staðreynd að hann ávaxtar fé viðskiptavina sinna um 14,6 prósent að meðaltali á ári, sem er mun meira en allflestir samkeppnisaðilar hans. Hin ástæðan fyrir því að sjóðurinn er öðruvísi er að hann hefur einbeitt sér að því að fjárfesta í skuldum ríkja, eða fyrirtækja innan ríkja, sem glíma við neyð og jafn- vel greiðsluþrot. Hann er því holdgervingur hugtaksins hrægammasjóður. Elliott-sjóðurinn gefur sig út fyrir að fara einvörðungu inn í ríki sem hafi efni á því að greiða skuldir sínar en hafi ákveðið að gera það ekki. Í ljósi þess að uppgjör íslensku þrotabúanna snýst einvörðungu um útdeilingu fjármagns sem sannarlega er til inni í þeim, hversu mikið fer til kröfu- hafanna og hversu mikið situr eftir á Íslandi, fellur Ísland sannarlega innan þess mengis sem Elliott-sjóðurinn setur sér. Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.