Kjarninn - 17.07.2014, Side 18

Kjarninn - 17.07.2014, Side 18
02/10 hEilbrigðismál s amkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er brjóstamjólk besta næring sem völ er á fyrir ungbörn. Mælt er með að ungbörn fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævinnar og síðan sem ábót með fastri fæðu í að minnsta kosti tvö ár eða lengur. Brjóstamjólk inniheldur nauðsynleg næringar- efni og varnarþætti sem stuðla að heilbrigðum vexti og þroska ungbarna, og ef brjóstamjólk móður er ekki til staðar mælir WHO með því að næst besti kosturinn sé brjóstamjólk úr svokölluðum brjóstamjólkurbanka, en síðasta val skuli vera þurrmjólk. Brjóstamjólkurbönkum hefur farið fjölgandi í heiminum frá því að fyrsta bankanum var komið á fót í Austurríki árið 1909, en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur tekið í notkun brjóstamjólkurbanka. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ritgerð Margrétar Helgu Skúladóttur og Kristínar Linnet Einarsdóttur til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. mikilvægi brjóstamjólkur fyrir fyrirbura Árlega fæðast um tvö hundruð fyrirburar hér á landi, en fyrirburafæðingum fer ört fjölgandi víða um heim. Fyrir- burar glíma gjarnan við ýmis vandamál eftir fæðingu. Þar sem þeir hafa farið á mis við dýrmætan tíma í móðurkviði skiptir góð næring þá höfuðmáli til að stuðla að eðlilegum vexti og þroska. Vanþroskað sog er oft og tíðum eitt af vandamálunum sem fyrirburar glíma við. Það getur leitt til þess að þeir geta ekki sogið brjóst og eru því ófærir um að veita móður eðlilega örvun til framleiðslu brjóstamjólkur. Margar ástæður geta verið fyrir því að að mæður framleiða ekki næga brjóstamjólk fyrir ungbarn sitt, en fæðing fyrir tímann er þar stór áhættuþáttur. Margar mæður upplifa mikið álag eignist þær barn fyrir tímann og svo geta veikindi samhliða erfiðri meðgöngu stuðlað að því að mæður geta átt við tímabundna erfiðleika við að framleiða þá brjóstamjólk sem barnið þarf hEilbrigðismál Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.