Kjarninn - 04.09.2014, Side 16

Kjarninn - 04.09.2014, Side 16
13/15 alÞJóðamál Samkvæmt síðasta samkomulagi greiddu EES-ríkin tæpan milljarð evra, um 150 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, í sjóðinn. Þar af greiða Norðmenn tæplega 95 prósent upphæðarinnar. Til viðbótar felur samkomulagið um greiðslur EES-ríkjanna til Evrópusambandsins í sér að Norðmenn greiða til hliðar í sérstakan Þróunarsjóð Noregs. Alls borguðu Norðmenn tæpa 125 milljarða króna í hann á tímabilinu. Þeir greiddu því um 260 milljarða króna fyrir aðgöngu sína að innri markaðnum. Ljóst er að þorri þeirrar fjárhagslegu byrðar sem greiðslurnar orsaka lendir á Norð- mönnum. Ástæður þessa eru einfaldar. Þegar upphaflega var samið um greiðslurnar var ákveðið að framlag hverrar þjóðar fyrir sig myndi reiknast út frá landsframleiðslu og höfðatölu. Norðmenn eru langríkasta og langfjölmennasta EFTA-ríkið sem á aðild að EES-samningnum og borga þar af leiðandi langmest. Hitamál Samband Íslands og Evrópu- sambandsins er mikið hita- mál. Andstæðingar aðildar að sambandinu leggja oft áherslu á mikilvægi EES-samningsins.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.