Kjarninn - 04.09.2014, Síða 19

Kjarninn - 04.09.2014, Síða 19
15/15 alÞJóðamál Evrópusambandinu sem eru bæði Íslandi og Noregi mjög fjárhagslega mikilvægir. Í raun eru enginn formleg tímamörk sem ljúka þarf viðræðunum fyrir. Flækjustigið mun hins vegar aukast eftir því sem samkomulagið dregst og erfiðara verður að fram- kvæma úthlutanir úr sjóðnum. Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ekki takist að semja. Þá er EES-samningurinn í uppnámi. mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands EES-samningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Hann veitir Íslandi nokkurs konar auka- aðild að innri markaði Evrópu án tolla og gjalda á flestar vörur. Um 80 prósent af útflutningi okkar fara til Evrópu, að langmestu leyti til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan. Einn ókostur við EES-samninginn er síðan að Ísland undirgekkst að taka upp stóran hluta af regluverki Evrópu- sambandsins án þess að geta haft nokkur áhrif á mótun þess. Í Evrópustefnu sitjandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES og stórefla samstarf við Norðmenn á þeim vettvangi. Þessari stefnu á að framfylgja meðal annars með því að koma sjónarmiðum Íslands á fram- færi í löggjafarstarfi Evrópusambandsins strax á fyrstu stigum mála. Ljóst er að slík hagsmunagæsla mun kosta töluvert fé, enda nauðsynlegt að fjölga verulega starfsfólki í Brussel, aðalbækistöð Evrópusambandsins, til að framfylgja henni. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson stýrir því ráðuneyti sem hefur við- ræðurnar á sinni könnu.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.