Kjarninn - 04.09.2014, Side 21

Kjarninn - 04.09.2014, Side 21
02/04 ViðSKipti ó formlegar sameiningarviðræður Virðingar og MP banka, sem staðið hafa frá því í sumar, hafa meðal annars gert ráð fyrir því að verðmatið á MP banka sé á bilinu 0,3 til 0,6 sinnum eigið fé bankans, sem þýðir að bankinn er metinn á 1,5 til þrjá milljarða króna. Eigið fé bankans var í árslok í fyrra rúmlega fimm milljarðar króna. Mismunandi hugmyndir eru þó uppi um verðið, eins og gefur að skilja. Hluthafar MP banka vilja að það sé metið í hærri kantinum á meðan aðrir þeir sem horfa til sameiningarinnar úr hluthafahópi Virðingar telja bankann vera minna virði. Í sumar var meðal annars opið svonefnt gagnaherbergi þar sem fjárfestar gátu kynnt sér gögn um innviði MP banka með fjárfestingu í huga. Samkvæmt heimildum kynntu nokkrir aðilar sér þau en nokkrir hluthafa bankans hafa að undanförnu sóst eftir því að selja hlut sinn í bankanum. Sumarið er tíminn Eins og greint var frá í Kjarnanum í síðustu viku hafa sumarmánuðirnir verið nýttir til að ræða sameiningar smærri fjármálafyrirtækja þar sem útgangspunktur viðræðnanna er sá að ná fram hagræðingu í grunnrekstri og búa til grundvöll þar sem skýr valkostur er á bankamarkaði við hlið endurreistu bankanna þriggja, Landsbankans, Íslands- banka og Arion banka. Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir, eins og Virðingu, MP banka, Straumi og Íslenskum verðbréfum, auk þess sem einstaka hluthafar í félögunum hafa rætt um mögulega sameiningarfleti. Miklir hagsmunir eru í húfi í þessum efnum og við- skiptatækifæri sömuleiðis. Fram undan er nær algjör endur- skipulagning á eignarhaldi fjármálakerfisins, með samning- um við almenna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna sem og jöklabréfaeigendur, en eins og stjórnvöld hafa greint frá í fréttatilkynningum er nú unnið að lausnum á þessum málum í samvinnu við erlenda ráðgjafa þessa dagana. Þar er meðal ViðSKipti Magnús Halldórsson L @MaggiHalld „Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.