Kjarninn - 04.09.2014, Qupperneq 43

Kjarninn - 04.09.2014, Qupperneq 43
06/07 EfnaHagSmál Þokkalegt útlit til næstu ára Ef við horfum til skemmri tíma, nokkurra ára, eru flestar hagspár nokkurn veginn samhljóma. Spáð er einhverjum hagvexti, e.t.v. 3% á ári fyrir landsframleiðslu í heild og um 2% fyrir vöxt landsframleiðslu á mann. Í sögulegu samhengi er það þokkalegt og í samanburði við nágrannalöndin fínt. Einnig er spáð afgangi af viðskiptum við útlönd sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Það er líka ágætt. Við þurfum helst að hafa einhvern afgang á næstu árum vegna skuld- setningar innlendra aðila utanlands. Afgangurinn þarf ekki að vera meiri en þetta til að hrein skuld landsmanna við útlönd minnki hratt. Íslendingar skulda nú erlendum aðilum um hálfa landsframleiðslu, þegar tekið hefur verið tillit til líklegra endurheimta úr þrotabúum föllnu bankanna, innlendra og erlendra eigna búanna og skiptingu kröfuhafa. Með 3% hagvexti á ári og 2% afgangi af viðskiptum við útlönd tekur innan við 20 ár að snúa stöðunni við. Þá ættu Íslendingar meiri eignir í útlöndum en sem nemur eignum erlendra aðila hér og skuldum við útlönd. Það væri ekkert fráleitt markmið, m.a. vegna þess að óhag- stæðari aldursdreifing þjóðarinnar þegar líður á öldina gerir það æskilegt að eiga hreinan sjóð í útlöndum þegar þar að kemur. Bráðavandinn snýr einkum að því að talsverður hluti erlendra skulda er ekki fjármagnaður til langs tíma. Þær skuldir eru fjármagnaðar með höftunum sem binda fé hér- lendis. Það er vel leysanlegt viðfangsefni. Það er auðvitað líka hægt að klúðra verkefninu með glannaskap og búa til hnút sem tekur mörg ár að leysa en það er annað mál. Hið opinbera í þokkalegum málum Staðan gagnvart útlöndum er eitt, fjármál hins opinbera annað. Þar er þó enginn bráðavandi. Halli á rekstri ríkis og sveitarfélaga verður líklega einhver í ár en þó ekki meiri en svo að hreinar skuldir hins opinbera standa nokkurn veg- inn í stað sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er ágætlega viðunandi. Hreinar skuldir hins opinbera eru þó helst til

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.