Kjarninn - 04.09.2014, Side 45

Kjarninn - 04.09.2014, Side 45
01/05 álit S norri Baldursson, líffræðingur og þjóðgarðs- vörður, skrifar öðru sinni í Kjarnann 31. ágúst og svarar þá svari mínu við fyrstu grein hans. Snorri segir um skrifin mín að ég afflytji sumt og skauti framhjá öðru. Ekki rökstyður hann það. Ekkert einræði um stefnuna Snorri skrifar að skógræktarfólk hafi verið einrátt um mótun skógræktarstefnunnar. Það er rangt. Umhverfisráðherra fól skógræktarfólki að móta þessa stefnu. Óskað var eftir athugasemd- um við uppkast og bárust m.a. athugasemdir frá Snorra sem tekið var tillit til, m.a. þegar ákveðið var að stefna að 12% skógarþekju á Íslandi. Lögð voru saman markmið landshlutaverkefna í skógrækt um 2% skógarþekju (5% láglendis) og markmiðin um 10% þekju birkiskóga í skýrslunni Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga sem gefin var út af umhverfisráðuneytinu 2007. Að þessu komu alþingismenn og fulltrúar bæði Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar og ósanngjarnt að segja að skógræktar- fólk hafi verið einrátt um mótun skógræktarstefnu. Betri vist Pétur Halldórsson skrifar svargrein við svargrein Snorra Baldurssonar og segir skógræktarfólk vilja landsáætlun. álit pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins kjarninn 4. september 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.