Kjarninn - 04.09.2014, Side 47

Kjarninn - 04.09.2014, Side 47
03/05 álit verður rýrt beitiland fyrir valinu þegar rækta skal skóg. Margt getur horfið þegar skógur er ræktaður, til dæmis lyngmóar og berjalautir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit. Votlendisfuglum ætti ekki að stafa hætta af skógrækt því hún er ekki stunduð í mýrum. Skógur er sjaldan ræktaður á landi sem ræst var fram löngu fyrr. Endurheimt mýra er líka góð og gild en betur þarf að rann- saka hver ávinningur hennar er í kolefnisbókhaldinu þótt ávinningur fyrir fuglalíf sé augljós. Um gengi mófugla með aukinni skógrækt virðast vera áhöld. Betur þarf að rannsaka hvort aðferðir og um- fang skógræktar hefur áhrif á stofnstærðir fugla. Aðrar breytingar á landnotkun og veðurfari verður líka að taka með í þann reikning. Öflug vistkerfi eins og skógar smita út frá sér og næsta nágrenni skógarins verður fyrirtaks búsvæði fyrir fugla sem ekki vilja þó vera í skógi. Er ekki allt eins líklegt að ef við bönnum lausagöngu sauðfjár um mis- vel gróið fjalllendi og öræfi landsins muni búsvæði mófugla stækka margfalt á við þau sem fara undir þá hóflegu skógrækt sem stunduð er á Íslandi? Skógræktar- og landgræðslufólk hefur talað fyrir breyttum beitarháttum í meira en öld án mikils árangurs. Það veit ég að Snorra finnst jafnsúrt og mér. Þær niðurstöður sem hafa fengist með langtímarannsókninni Skógvist eru þegar nýttar til að skipuleggja ræktunarstarfið þannig að neikvæð áhrif verði sem minnst og ávinningur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Skógvist er sameiginlegt verkefni Skógræktar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og þar eru meðal annars rannsökuð áhrif nytjaskógræktar á vistkerfi. Eitt af því sem þar hefur komið í ljós er að hrossagaukur er jafnvígur á skóg og skóglaust land. „Gleymum því heldur ekki að með öflugri skóg- rækt leggjum við okkar af mörkum í baráttu mann- kyns við loftslags- breytingar.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.