Kjarninn - 04.09.2014, Page 58

Kjarninn - 04.09.2014, Page 58
04/05 ÍÞróttir sjónvarpsréttar en meistarar ársins á undan, Manchester United, fengu á því ári, (60,8 milljónir punda). Hinar auknu tekjur skiluðu því að ein vinsælasta auka- afurð knattspyrnuheimsins, kaup og sölur á leikmönnum, tók gríðarlegan kipp, enda geta þeirra til að greiða hátt kaupverð og forstjóralaun fyrir vara-vinstri bakvörð enn meiri nú en áður. fótboltamenn verða fjármálaafurð Fjármálaheimurinn, sem er alltaf að leita sér að nýjum leiðum til að græða peninga, hefur ekki látið þessa þróun framhjá sér fara. Lengi hefur tíðkast í sumum hlutum heimsins, sér- staklega Suður-Ameríku, að fjárfestar kaupi raunverulega hluti í leikmönnum og græði ævintýralega á þeim þegar þeir eru seldir til stórliða í Evrópu. Frægasta dæmi um slík viðskipti á undanförnum árum er líklega salan á stórstirninu Neymar til Barcelona. Þessi fjárfestingarhegðun er þó hægt og rólega að festa rætur í Evrópu, sérstaklega í Suður-Evrópu. Það hefur færst í aukanna í löndum eins og Portúgal að fjárfestingarsjóðir „hjálpi“ knattspyrnufélögum að kaupa leikmenn með því að leggja fram hlutfall af kaupverði þeirra. Á móti fá þeir sama hlutfall af söluverðinu ef leikmennirnir eru seldir áfram. Þeir sem standa í þessum bransa segja þetta til hins góða. Áhættan af leikmannakaupum flytjist enda af knattspyrnu- félögunum að hluta en á sama tíma auki þetta fyrirkomulag möguleika þeirra til að „eignast“ frábæra knattspyrnumenn. sá dýrasti Manchester United keypti Argentínumanninn Angel Di Maria á 59,7 milljónir punda frá Real Madrid í glugganum. Hann er dýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið til ensks liðs frá upphafi.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.