Kjarninn - 04.09.2014, Síða 59

Kjarninn - 04.09.2014, Síða 59
05/05 ÍÞróttir nútíma þrælahald Málið er hins vegar ekki alveg svona klippt og skorið og margir hafa áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti með leikmenn í eigu þriðja aðila hafa til að mynda verið bönnuð í Englandi og Frakklandi og ýmsir framámenn innan UEFA og FIFA hafa fordæmt slíkt fyrirkomulag. Vandamálið er að það er mjög einfalt að fara framhjá þessum bönnum. Þegar félag hefur áhuga á leikmanni í eigu þriðja aðila getur utanaðkomandi fjárfestirinn gert samkomulag við sölufélagið um að „lána“ til að kaupa sig út áður en salan gengur í gegn. „Lánið“ er síðan greitt eftir að salan er kláruð og kaupendafélagið hefur greitt uppsett verð. Michel Platini, forseti UEFA, var spurður að því af frönsku sjónvarpsstöðinni France 2 í fyrrahaust hvort það væri verið að gera eitthvað í þessum málum. „Ég hef reynt,“ sagði Platini, „en það vill enginn hlusta“. Jérome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, var hins vegar töluvert ómyrkari í máli í sama sjónvarpsþætti. „Þetta er óviðunandi; þetta er nútíma þrælahald“ Það er ekki bara siðferðislegi hluti fyrirkomulagsins sem stuðar knattspyrnuhreyfinguna, enda er hún kannski ekki þekkt fyrir að hengja sig of fast í siðferðisleg viðmið. Það þarf ekki að gúggla Sepp Blatter, forseta FIFA, lengi til að finna dæmi því til stuðnings. Það sem truflar líka er að fjár- málamennirnir sem nú sitja að samningaborðinu eru bara með fjárhagslega hagsmuni að leiðarljósi. Sagan hefur sýnt að þegar þeir festa lag sitt við nýjar fjármálaafurðir, verða skapandi í viðskiptum, endar það vanalega með ósköpum. Spyrjið bara þá sem tóku þátt í viðskiptum með skuldabréfa- vafninga fyrir bankahrun. Nú eru þeir hins vegar ekki að versla með vafninga, þeir eru að versla með fólk.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.