Kjarninn - 04.09.2014, Side 61

Kjarninn - 04.09.2014, Side 61
02/03 KJaftæði ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut nema sjálfum sér – þú ert því miður í þeirra heimi, þar sem þeirra hags- munir eru ofar öllu. Þetta fólk vill peningana þína, með einum eða öðrum hætti, og því er nákvæmlega sama þótt það þurfi að brengla skynjun þína á raun- veruleikanum til þess að komast yfir þá. Framsóknarflokkurinn, sem er meiri one trick pony en sjálfur íslenski hesturinn, hefur nú misst frá sér 23 þúsund kjósendur. Hans 15 mínútur af frægð kostuðu þjóðina ekki nema 80 milljarða, sem er kannski algjört smotterí í stóra samhenginu. En þrátt fyrir að flokkurinn nálgist Pírataflokkinn að stærð er engin undirliggjandi krafa um að maðurinn drulli sér úr forsætisráðuneytinu. Ég meina, hann var að láta snyrta á sér auga- brúnirnar og því alveg sjálfsagt að hann fái að nudda þeim aðeins í leðrið þarna uppfrá lengur. Af hverju fer innanríkisráðherra ekki? Af hverju áttar hún sig ekki á því að hvort sem það er réttlátt eða ekki hafa aðferðir hennar og yfirlýsingar orðið til þess að fólk hefur misst trúna á réttarkerfið og það er miklu stærra og mikil- vægara dæmi en hennar kósí mínímalíska heimili. Hanna Birna – ég veit að þér þótti rosalega óþægilegt að ræða við Stefán Eiríksson um rannsókn lögreglunnar á þínu eigin ráðuneyti en trúðu mér þegar ég segi að okkur kjós- endum finnst tilhugsunin um þig gargandi á lögreglustjóra á laugardegi helmingi óþægilegri. Tilhugsunin um að hennar helstu talsmenn séu Brynjar Níelsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Björn Bjarnason er svo bara eins og hryllingssaga. Ég meina, ef „segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég segi þér hver þú ert“-reglan er í gildi, þá ert þú, væna, annaðhvort norn eða tröllkerling í þessu samhengi. Og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig í könnunum. What else is new – síðast þegar ég gáði breiðir krabbamein úr sér stöðugt, nema það sé skorið í burtu. „Þetta er stríðs- ástand. Fólkið í landinu gegn fólk- inu sem vill ekki að þú vitir sannleik- ann. Fólkið sem vill halda þér hræddum og blekktum.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.