Morgunblaðið - 04.08.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.08.2012, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  181. tölublað  100. árgangur  GAMAN AÐ TAKA ÞÁTT Í FRAMFÖR- UM ANNARRA ÓLYMPÍULEIKAR Í MÁLI OG MYNDUM ÆFIR SKYLM- INGAR FYRIR THE BORGIAS SUNNUDAGSMOGGINN LEIKUR LEIGUMORÐINGJA 37SYNGJANDI SKÓLI 10 Á toppnum Árni Hjörvar Árnason bassaleikari The Vaccines. „Við byrjum ekki á túr og hættum á túr. Við erum alltaf á túr,“ segir bassaleikarinn Árni Hjörvar Árna- son í viðtali við Sunnudagsmogg- ann. Íslendingar geta verið stoltir af afrekum bassaleikarans en hljómsveit hans, The Vaccines, var kjörin fjórða vinsælasta hljómsveit Bretlands á síðasta ári og lög þeirra klífa hvern vinsældalistann á fætur öðrum. Árni Hjörvar ræðir um rokk- stjörnulífernið, tónleikaferðalag með Red Hot Chili Peppers, að- dáun föður síns á Botnleðju og ástæðu þess að hann gat ekki verið með hljómsveitinni á tvennum tón- leikum í sumar. Hann hefur líflega sögu að segja eftir tæplega tveggja ára tónleikaferðalag. Á toppi breskra vin- sældalista Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningur Karl Steingrímsson og hollenski fjárfestirinn Klaas Hol. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hollenskur fjárfestir, Klaas Hol, hef- ur keypt tólf íbúðir af 24 í Tryggva- götu 18 af Karli Steingrímssyni. Hann keypti sex íbúðir í maí og gengið verður frá kaupum á sex til viðbótar í dag. Karl segir að nú sé einungis eftir að selja fimm íbúðir í húsinu. Fyrir skömmu hafi Norð- menn, sem fóru fjárfestingaleið Seðlabankans, keypt tvær og Íslend- ingar hafi einnig keypt íbúðir í blokkinni. „Þetta er Svarta perla Reykjavík- ur,“ segir Hol, sem á fasteignafélag í Hollandi, í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurður hvað hann hygg- ist gera við íbúðirnar tólf segist Hol álíta þær skynsamlega fjárfestingu en hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref. Hann útilokar ekki að fjárfesta hér enn frekar, en tíminn verði að leiða það í ljós. Þeir vilja ekki gefa upp kaupverðið en hjá fasteignasölunni Mikluborg er tveggja herbergja íbúð í húsinu, 113 fermetra, auglýst á 85 milljónir kr. Hol fjárfesti í íbúðunum því hann átti íslenskar krónur sem voru fast- ar hér á landi vegna gjaldeyrishaft- anna. Árið 2008 nýtti hann sér hve háir vextir voru á Íslandi, keypti ís- lenskar krónur og lagði inn á banka- reikning. Hann var í viðskiptum við Kaupþing í Brussel. Í kjölfar banka- hrunsins læstust krónurnar hans inni í bankanum í sjö mánuði. Þegar hann fékk aftur aðgang að þeim blasti við nýtt vandamál: Gjaldeyr- ishöft. Hol flaug því til Íslands til að kanna aðstæður, segist hafa séð já- kvæð teikn á lofti og hófst handa við að leita að flottum byggingum til að fjárfesta í. Kaupir tólf lúxusíbúðir  Hollenskur fjárfestir keypti í „Svörtu perlu Reykjavíkur“ við Tryggvagötu MHollendingur keypti »20 Margir höfuðborgarbúar voru á leið út á land í gærkvöldi en myndin var tekin á Suðurlandsvegi. Þegar rætt var við Ólaf Gíslason, lögregluvarðstjóra á Krókhálsi, um níuleytið sagði óvenjusnemma af stað til að lenda ekki í langri bílalest með tilheyrandi töfum. Einnig hefði góð veðurspá sennilega ýtt undir ferðahuginn, fólk vildi lengja helgina. hann allt hafa gengið vel og var ekki kunnugt um nein um- ferðaróhöpp. Veruleg umferð hefði verið þegar á fimmtudag og giskaði Ólafur á að margir hefðu að þessu sinni lagt Lögðu óvenjusnemma af stað til að forðast bílalestir Morgunblaðið/Sigurgeir S.  Veiðin í helstu laxveiðiám lands- ins gengur mis- vel. Rangárnar eru langefstar þetta árið. Þekktar veiðiár eru aðeins svipur hjá sjón. Komnir eru 715 laxar á land í Norðurá en voru 1.775 á sama tíma í fyrra og 1.652 árið 2010. Sömu sögu er að segja af Blöndu sem hefur skilað 707 löxum en skilaði 1.569 árið 2011 og 2.453 árið 2010. Í Þverá/Kjarrá voru komnir 559 laxar 1. ágúst en í fyrra 1.272 og ár- ið þar áður 2.641 á sama tíma. »16 Þekktar ár eru að- eins svipur hjá sjón Flugrekendur hér á landi hafa mikl- ar áhyggjur af áhrifum af auknum álögum ríkisins á flugreksturinn. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir að sú hækkun sem varð í apríl sl. hafi klár- lega dregið úr fjölda farþega í innan- landsflugi. „Þetta eru ýmsir samverkandi þættir en eingöngu vegna gjalda- hækkana þá hefur verðlag þurft að hækka um 7-10%. Við það bætist hátt eldsneytisverð og margt fleira. Innanlandsflugið er mjög viðkvæmt fyrir verðbreyt- ingum. Ég hef mestar áhyggjur af að þessi þróun virðist ætla að halda áfram,“ seg- ir Árni og bendir á að í nýrri sam- gönguáætlun sé gert ráð fyrir 150 milljóna króna auknum álögum á innanlandsflugið, til viðbótar við það sem nú þegar hafi verið gert. Fyrir Flugfélag Íslands gæti kostnaður vegna gjalda hins op- inbera farið úr 450 milljónum kr. á þessu ári í 600 milljónir árið 2013. Yrði það þreföldun gjalda á nærri fjórum árum. Árni segir ýmsan stjórnsýslu- og umsýslukostnað hafa bæst við og þetta geti haft mikil áhrif, ekki síst á minni flugrekendur. Auknum álög- um sé velt út í verðlagið og farþegum fækki. bjb@mbl.is »4 Farþegum fækkar eftir aukin gjöld í innanlandsfluginu Árni Gunnarsson  Álögur á flugrekendur hafa þrefaldast á nærri fjórum árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.