Morgunblaðið - 04.08.2012, Page 17

Morgunblaðið - 04.08.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 AFP Í Afríku Clinton heilsar starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Dakar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég mun tala um … sjálfbært sam- starf sem skapar aukin verðmæti en flytur þau ekki á brott. Það er skuld- binding Bandaríkjanna við Afríku,“ sagði Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn sinni til Dakar, höfuðborgar Sene- gals, í vikunni en hún er í tíu daga heimsókn í Afríku. Kína fram úr Bandaríkjunum Clinton nefndi ekki Kína er hún vék að brottflutningi verðmæta en í umfjöllun Washington Post um ræð- una segir að augljóst sé að hún hafi beint spjótum sínum að Kína. Bent er á að þau tíðindi hafi orðið í viðskiptasögu Afríku árið 2009 að Kína hafi farið fram úr Bandaríkj- unum sem helsta viðskiptaríki álf- unnar. Þriðjungur olíuinnflutnings Kína komi nú frá Afríku. Washington Post segir Clinton ekki hafa reynt að fegra nýlendu- sögu vestrænna ríkja í Afríku. „Þeir dagar að utanaðkomandi að- ilar komi og flytji á brott auðæfi Afr- íku í eigin þágu, og skilji þannig lítið eða ekkert eftir, ættu að heyra lið- inni tíð á tuttugustu og fyrstu öld- inni,“ sagði Clinton og uppskar lófa- tak í Cheikh Anta Diop-háskólanum í senegölsku höfuðborginni. Kínversku ríkisfjölmiðlarnir voru ekki lengi að gagnrýna Clinton fyrir þessi ummæli og sögðu hana ýmist fáfróða um umsvif Kínverja í álfunni eða horfa vísvitandi framhjá stað- reyndum máli sínu til framdráttar. Til dæmis sakaði Xinhua-frétta- stofan Clinton um að reyna að reka fleyg milli Afríku og Kína með sér- plægni að leiðarljósi. Mörg ríkja Afríku eiga mikið und- ir góðum samskiptum við Kína og má nefna að Kínastjórn hefur lofað sem svarar 2.400 milljörðum króna í lán til uppbyggingar á næstu árum. Þegar Hu Jintao Kínaforseti skýrði frá láninu sagði hann ríkjum Afríku frjálst að fylgja eigin þróunarbraut. Þótti hann með því láta lönd og leið sjónarmið um að lánin ættu að vera skilyrt því að lántökuríkin hefðu mannréttindi í heiðri. Átelur framgöngu Kínverja  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reynir að afla bandamanna í Afríku BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við fylgjumst grannt með miklum áhuga Kínastjórnar á Íslandi. For- sætisráðherra Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í vor en lét ógert að heimsækja Noreg af ástæð- um sem eru vel kunnar. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að halda vel á spilunum og gleyma því ekki að risaríki hafa alltaf hagsmuna að gæta,“ segir Jan Magne Markussen, stjórnandi óháðu rannsóknar- stofnunarinnar Ocean Futures í Ósló, og vísar til nóbelsdeilu Kína og Noregs. „Framkoma Kínastjórnar í garð Norðmanna er ekki í þágu langtíma- hagsmuna Kína enda eru Norðmenn á meðal forysturíkja þegar rann- sóknir og þekking á norðurslóðum eru annars vegar.“ Spurður út í getu Kínverja til að rannsaka norðurslóðir segir Mark- ussen ljóst að þeir hafi úr hæfu fólki að velja á hinum ýmsu sviðum. Ýmislegt sé þó á huldu um fyrir- ætlanir Kínverja í norðrinu. Kínverjar skýri áform sín „Við höfum óskað eftir fundi með fulltrúum Kínastjórnar í tilefni af ráðstefnu sem Ocean Futures og hafnaryfirvöld í Narvik halda í apríl á næsta ári, þar sem þeir skýri hvaða áform Kínastjórn hafi í siglingum og auðlindanýtingu á norðurslóðum,“ segir Markussen en stofnunin sem hann veitir forstöðu sérhæfir sig í málefnum heimshlutans. „Kínastjórn er áhugasöm um að nýta sér þau tækifæri sem myndu skapast með opnun norðausturleið- arinnar og horfir þá bæði til siglinga og auðlinda. Óvissa er þó uppi um hvort siglingin sé raunhæf og hvort nýting auðlinda sé hagkvæm. Þá er uppi óvissa um hin umhverfislegu áhrif siglinga og auðlindanýtingar í norðri. Tæknin til að nýta þessar auðlindir er enn ekki nógu góð og huga þarf að umhverfinu. Ef um- hverfisslys yrði í heimshlutanum kæmi það niður á Íslandi og Noregi. Því verður að tryggja að hvers kyns nýting sé örugg m.t.t. umhverfisins. Kína er næsta risaríkið. Kína þarf á hrávörum að halda til að viðhalda hagvextinum. Margt er þó óvissu háð. Hleypur spenna í samskipti Kínverja og Rússa vegna norðausturleiðarinnar? Ég er ekki að segja að svo verði en þetta er eitt af því sem er vert að skoða.“ Tryggja sér aðgang að olíu Annar sérfræðingur í málefnum norðurslóða er Oystein Tunsjo en hann er dósent hjá norskri varnar- málastofnun (IFS) sem er tengd há- skóla á vegum norska hersins. Tunsjo segir ýmsar blikur á lofti. „Áhugi Kínverja á að tryggja sér aðgang að olíu sem er síðan seld á aðra markaði er hluti af strategískri hugsun. Ef eitthvað yrði til að raska olíuviðskiptum gætu Kínverjar siglt með þessa olíu heim. Ef Bandaríkj- unum og Kína lenti hins vegar sam- an gæti bandaríski sjóherinn lokað fyrir olíuflutninga sjóleiðina og þá væri þessi baktrygging úr sögunni,“ segir Tunsjo um Kína og olíumálin. Spurður hvort ekki sé viðbúið að Kína muni fléttast æ meira inn í utanríkismál annarra þjóða á kom- andi árum, að því gefnu að ekki verði bakslag í efnahagsmálum landsins, svarar Tunsjo því til að „fyrirsjáan- leg spenna í viðskiptum Bandaríkj- anna og Kína geti leitt til einhvers konar viðskiptastríðs“. „Það mun bera meira á efnahags- legri verndarstefnu og ágreiningur gæti blossað upp á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Evrópusambandið og Bandaríkin eru ekki í takt þegar efnahagsleg samskipti við Kína eru annars vegar. Það skortir á samhæfða stefnu í Evrópu. Stóru ríkin í Evrópu, Bret- land, Frakkland og Þýskaland, hafa keppst við að semja við Kína á efna- hagssviðinu. Þetta grefur undan samhæfðri stefnu sambandsins gagnvart Kína og gæti valdið spennu í samskiptum Evrópu og Bandaríkj- anna, ef til dæmis Frakkar og Þjóð- verjar neita að styðja Bandaríkin og kröfur þeirra um tollamúra gagn- vart Kína. Á móti gætu Kínverjar stillt ríkjum hverju upp á móti öðru. Þessi þróun skiptir Íslendinga máli því ef Ísland gengur í ESB mun landið þurfa að taka upp stefnu sam- bandsins á þessu sviði.“ Vilja vera vel undirbúnir Tunsjo víkur að auðlindum. „Kínverjar hafa eins og allar aðrar þjóðir áhuga á að tryggja sér aðgang að hrávörum. Þeir eru áhugasamir um Grænland og vísindarannsóknir og eru að koma sér fyrir til að verða undir það búnir ef siglingaleiðir opn- ast. Allt er þetta mikilli óvissu háð. Áhuginn er dæmigerður fyrir Kínastjórn. Kínversk ríkisfyrirtæki eru út um allan heim að sækja í hrá- vörur, olíu og gas. Kínversku olíufyrirtækin leita tækifæra í lönd- um eins og Súdan og Íran vegna þess að vestrænir olíurisar á borð við Shell og BP hafa tekið frá staðina þar sem aðstæður til viðskipta eru heppilegri.“ Íslendingar haldi vel á spilunum  Formaður norskrar rannsóknarstofnunar telur margt á huldu um áform Kínastjórnar í norðrinu  Sérfræðingur hjá rannsóknarsetri norska hersins spáir viðskiptadeilum milli Kína og Bandaríkjanna AFP Ísinn á Grænlandi Bráðnun íss á norðurslóðum og hugsanleg opnun norðausturleiðarinnar er nú mikið til umræðu. Kínastjórn horfir til auðlinda á svæðinu. Olía er talin leynast undir hafsbotni. AFP Bandarískt herskip Norski varnarmálasérfræðingurinn Oystein Tunsjo telur bandaríska sjóherinn geta sett strik í olíustefnu Kínastjórnar. Fáir sérfræðingar » Spurður hversu mörgum sérfræðingum Norðmenn hafi úr að spila í málefnum Kína, nánar tiltekið varnar- og utanríkismálum, segir norski varnarmálasérfræðingurinn Oystein Tunsjo að sá hópur sé ekki fjölmennur. » T.d. séu mun fleiri sérfræð- ingar í málefnum ESB í Noregi. Skósalar, nánar tiltekið menn sem framleiða og selja sandala, í Senegal eru byrjaðir að taka höndum saman gegn Kínverj- um, eftir að ódýrar eftirlíkingar af sandölunum frá Kína flæddu yfir heimamarkað þeirra. Fréttastofan AP segir frá þessari óánægju en í fréttaskýr- ingu um málið kemur fram að kínverskir aðilar hafi stolið hönnuninni og framleitt sand- ala úr plasti í stað leðurs, á kostnað heimamanna. Einnig kemur fram að á mark- aði í Dakar, höfuðborg Sene- gals, sé farið að selja „afrískar vörur“ sem búnar eru til í Kína. Þá er sagt frá því að í norðan- verðri Nígeríu hafi hálf milljón manna misst vinnuna í fataiðn- aði vegna ódýrs varnings frá Kína. Heimamenn geti ekki keppt við Kínverja um verð. Undirbjóða heimamenn SAGA AF SKÓSÖLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.