Morgunblaðið - 04.08.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Fjölhæfasti starfskrafturinn
Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri
▪ Lágur rekstrarkostnaður
▪ Einstaklega lipur í notkun
▪ Vökvaknúinn í aldrifi
▪ Sjá nánar á VBL.is - myndbönd o.fl.
630
28 hö Kubota díeselmótor
með 44 lítra vökvadælu, 200 bar
Hæð 209 cm
Lengd 255 cm
Breidd 99 - 129 cm
Þyngd 1350 kg
Lyftihæð 282 cm
Lyftigeta 1400 kg
Fáanlegur með húsi
Í drifbúnaði eru engar reimar,
kúplingsdiskar né drifsköft.
Lokað verður í Reynisfjöru um
Reynishverfisveg 215, dagana 6.-7.
ágúst, vegna framkvæmda.
Í tilkynningu frá félaginu True-
North segir, að gert sé ráð fyrir að
opna veginn aftur aðfaranótt 8.
ágúst. Biðst félagið velvirðingar á
þeim truflunum og töfum sem hlot-
ist geti af þessu.
Lokað í Reynisfjöru
vegna framkvæmda
Um 10.000
manns hafa nú
séð íslenska
Expo-skálann
sem til sýnis er í
tónlistarhúsinu
Hörpu. Hefur
nú verið ákveð-
ið að láta skál-
ann standa leng-
ur en
upphaflega stóð
til eða til 24. ágúst næstkomandi.
Að sögn Helgu Thors, markaðs-
stjóra Hörpu, hafa erlendir ferða-
menn verið duglegir að skoða
skálann á ferð sinni um tónlistar-
húsið auk þess sem töluverður
fjöldi Íslendinga hefur lagt leið
sína þangað. Vekur skálinn mikla
athygli jafnt ungra sem aldinna
og hafði blaðamaður m.a. veður
af börnum sem störðu heilluð á
fossa, norðurljós og eldgos á sýn-
ingunni.
Expo-skálinn
í Hörpu.
Expo-skálinn stopp-
ar lengur í Hörpu
Jarðborinn Nasi frá Ræktunar-
sambandi Flóa og Skeiða hefur
lokið borun holunnar MV-19 á
Möðruvöllum í Kjós. Holan varð
822 metrar að dýpt og er hún
fóðruð niður í 152 metra.
Úr holunni er sjálfrennandi
vatn; rúmlega 14 lítrar á sekúndu
og er það rétt um 80 gráða heitt,
að því er kemur fram á vef Kjós-
arhrepps.
80° heitt vatn í Kjós
Lögregluembætti víðsvegar um land munu halda úti öflugu eftirliti á þjóð-
vegum landsins um helgina enda búist við mikilli umferð. Mun lögreglan á
Selfossi m.a. njóta liðsinnis þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og sérsveit-
armanna frá embætti ríkislögreglustjóra.
Magnús Páll Sigurjónsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, segir
lögregluna á Selfossi að mestu halda uppi hefðbundnu eftirliti þótt fleiri
lögreglubílar verði gerðir út og liðsauki sendur þeim til aðstoðar.
Eftirlit úr þyrlu hefur að sögn Magnúsar reynst mjög vel undanfarin ár,
flestir ökumenn verða vel varir við þyrluflugið og lögreglumenn geta
fylgst grannt með umferðinni.
Fylgst með umferð úr lofti um helgina
STUTT
Eftirvænting Þessi hressi stúlknahópur frá Grafarvogi kom til að upplifa hápunkt á helginni í Eyjum: „Ronan Keating er aðalatriðið, og mögulega Jón Jónsson, ef hann rífur sig á kjötið.“
Gæðastund Ljúft var að
leyfa golunni að leika um
hárið þegar Herjólfur
sigldi á vit ævintýranna Matgæðingar „Vinsælasti rétturinn er Hnakkaborgarinn,“ segja Tómas
Þóroddsson og Fannar G. Ólafsson, eigendur Kaffi Krúsar á Selfossi.