Morgunblaðið - 04.08.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 04.08.2012, Síða 20
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hollenskur fjárfestir, Klaas Hol, hefur keypt tólf íbúðir af 24 í Tryggvagötu 18 af Karli Steingríms- syni. Hann keypti sex íbúðir í maí og sex í dag. „Þetta er Svarta perla Reykjavíkur,“ segir Hol. Karl segir að nú eigi einungis eftir að selja fimm íbúðir í húsinu. Fyrir skömmu hafi Norðmenn, sem fóru fjárfest- ingaleið Seðlabankans, keypt tvær og Íslendingar hafi einnig keypt íbúðir í húsinu. Hol útilokar ekki að fjárfesta hér enn frekar, en tíminn verði að leiða það í ljós. Þeir vilja ekki gefa upp kaupverð- ið en hjá fasteignasölunni Mikluborg er tveggja herbergja íbúð í húsinu, 113 fermetra, auglýst á 85 milljónir króna. Íbúðirnar í húsinu eru 70-200 fer- metrar að stærð, auk 330 fermetra íbúðar á efstu hæð. Aðspurður hvað hann hyggist gera við íbúðirnar tólf segist Hol álíta þær skynsamlega fjárfestingu en sé ekki búinn að ákveða næstu skref. Í Hollandi á hann fasteignafélag. „Ég fjárfesti í fasteignum og á þær til langs tíma. Yfirleitt tími ég ekki að selja þær,“ segir hann. Hol fjárfesti í íbúðunum því hann átti íslenskar krónur sem voru fast- ar hér á landi. Árið 2008 nýtti hann sér hve háir vextir voru á Íslandi, líkt og margir aðrir erlendir fjár- festar, og keypti íslenskar krónur og lagði inn á bankareikning. „Hér voru mjög háir vextir og mér þótti þetta skynsamlegt. Ég keypti mjög mikið af krónum. Tveimur vikum fyrir bankahrun færði ég t.d. krónur fyrir eina milljón evra á reikninginn en við bankahrunið læstust peningarnir mínir inni í Kaupþingi í Brussel. Ég tapaði háum fjárhæðum við geng- ishrun krónunnar. Sjö mánuðum seinna voru peningarnir lausir. En þá blasti við nýtt vandamál: Gjald- eyrishöft. Ég flaug til Íslands og kannaði aðstæður. Vegna Icesave- deilunnar sögðu margir að ég ætti að láta það eiga sig að fjárfesta á Ís- landi en ég sá mörg jákvæð teikn á lofti í efnahagslífinu og fór að leita að flottum byggingum til að fjár- festa í. Það er nefnilega sá angi við- skiptalífsins sem ég kann best á. Þegar ég kom auga á Tryggvagötu 18 hugsaði ég með mér: Sá sem byggði þetta hús er listamaður! Ég kolféll fyrir gæðum byggingarinnar og natninni sem lögð var í smáat- riðin,“ segir Hol. Listamaðurinn er Karl. „Það sem mér finnst mikilvægast að sjá er hve jákvætt fólkið er. Ég finn fyrir kraftinum og unga fólkið er sjálfsöruggt og tilbúið í að end- urreisa efnahagslífið. Þegar ég kom hingað fyrir fjórum árum var mikið svartnætti yfir fólki en nú hafið þið risið upp úr öskunni eins og fuglinn Fönix.“ Karl segir að fasteignamarkaður- inn hafi tekið vel við sér, mun betur en annars staðar í Evrópu. Auk þess sem mikill gangur sé í leigumark- aðnum. „Ég er mjög ánægður með að hafa selt Klaas íbúðirnar. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir íbúðum í húsinu eftir söluna og á fimmtudag- inn seldum við tvær íbúðir til Norð- manna. Fasteignamarkaðurinn í Reykjavík er að taka við sér. Í mið- bænum fer eftirspurn eftir góðum eignum vaxandi,“ segir hann. Framkvæmdir við húsið hófust árið 2006. „Við fjölskyldan lögðum mikið í húsið. Við lágum lengi yfir þessu. Ester eiginkona mín t.d. saumaði gardínur í heilt stigahús en þau eru fjögur. Klaas sér þessa natni sem við lögðum í það,“ segir Karl. Aðspurður segir hann að fjár- hagslega sé niðurstaða verkefnisins, að reisa húsið, ásættanleg. „Við sjáum fram á að fara vel frá þessu. Við lögðum mikið í þetta á sínum tíma og erum að endurheimta eitt- hvað af því til baka. Þetta hefur tek- ið tíma,“ segir hann. Það munaði minnstu að af kaup- unum yrði ekki – vegna deilna um þvottavél og þurrkara. Vegna mis- skilnings taldi Hol að tækin fylgdu með í kaupunum og ætlaði að hætta við þegar í ljós kom að svo var ekki. Samið var um að Karl og Hol myndu deila kostnaðnum við kaupin á heim- ilistækjunum. „Hol er algjör nagli; ákveðinn í samningum og hugar að hverju smáatriði. Ég ber mikla virð- ingu fyrir honum. Hann er mjög duglegur og fór til dæmis sjálfur og keypti þvottavélarnar og þurrkar- ana. Hann byrjaði með tvær hendur tómar, eins og ég,“ segir Karl. Hollendingur keypti 12 lúxusíbúðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Veglegt Það eru 24 íbúðir í húsinu. Þær eru 70-200 fermetrar að stærð, auk 330 fermetra íbúðar á efstu hæð.  „Þetta er Svarta perla Reykjavíkur“  Fastur með íslenskar krónur á Ís- landi  Norðmenn keyptu tvær íbúðir í Tryggvagötu 18 á fimmtudaginn Eigendur hússins, Karl Steingrímsson og Klaas Hol. Það munaði minnstu að af kaupunum yrði ekki vegna deilna um þvottavél og þurrkara. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 ● 250% aukning varð á 3G-niðurhali í júlí hjá fjarskiptafyrirtækinu Tali í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni, samkvæmt fréttatilkynningu frá Tali. „Góð afkoma var af rekstri Tals fyrstu sex mánuði ársins. EBIDTA- hagnaður var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Hagnaður af rekstri hefur nærri fjórfaldast miðað við fyrstu sex mán- uði ársins 2011 og tekjur aukist um 7%.“ Hagnaður Tals fyrstu sex mánuðina fjórfaldaðist ● Atvinnuleysi í Bandaríkjunum fór úr 8,2%í 8,3% í júlí samkvæmt nýjum töl- um frá atvinnumálaráðuneyti Banda- ríkjanna, en störfum hefur eftir sem áð- ur fjölgað um 163 þúsund milli mánaða. Eru þetta umskipti eftir að störfum fækkaði þrjá mánuði í röð, en engu að síður ekki nægjanlega mikil aukning til að vinna gegn atvinnuleysinu. Störfum fjölgaði mest í þjónustu, framleiðsluiðn- aði og matar- og drykkjariðnaði. Frétta- veita Dow Jones hafði spáð um 100 þúsund nýjum störfum. 163.000 ný störf ● Japanski bílaframleiðandinn Toyota hagnaðist mikið á öðrum árs- fjórðungi og er nú kominn aftur á toppinn yfir selda bíla í ár, upp fyrir General Motors og Volkswagen. Heildarsala Toyota og dótturfélaga þess, Lexus, Daihatsu og Hino, jókst um 34% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra og seldust 4,97 milljónir bíla. Til samanburðar seldu keppinautarnir General Motors 4,67 milljónir og Volkswagen 4,45 millj- ónir. Hagnaður félagsins jókst gífur- lega, en á öðrum ársfjórðungi fór hann úr um 15 milljónum Bandaríkja- dollara upp í 3,71 milljarð Bandaríkja- dollara. Toyota á toppinn á ný STUTTAR FRÉTTIR                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +/0.11 ++2.22 +2./+3 +2.240 +0.0/+ +,,.00 +.4342 +/+.-/ +10.15 +,-.40 +/0.2 +,-.31 +2./0+ ,-.-+5 +0./33 +,3.++ +.41-1 +/+.5, +10./0 ,-0.+-// +,-./5 +//.35 +,-.52 +2.2,2 ,-.-04 +0.//4 +,3.14 +.4112 +/,.+5 +1/.,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.