Morgunblaðið - 04.08.2012, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Alda Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur
- Hér er góð rækt og
góður andi!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Hörð átök geisuðu í Sýrlandi í gær
þegar allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti ályktun þar
sem hernaður sýrlensku stjórnar-
innar er fordæmdur og öryggisráð
SÞ er gagnrýnt fyrir að ná ekki sam-
komulagi um aðgerðir til að binda
enda á blóðsúthellingarnar.
Ályktunin var samþykkt með 133
atkvæðum gegn tólf og 31 ríki sat
hjá. Markmiðið með ályktuninni er
að knýja öryggisráðið til að ná sam-
komulagi um aðgerðir gegn ein-
ræðisstjórninni í Sýrlandi. Ályktun-
in er ekki lagalega bindandi.
Daginn áður hafði Kofi Annan,
fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ,
tilkynnt að hann hygðist segja af sér
sem sérlegur sendimaður samtak-
anna og Arababandalagsins til að
koma á friði í Sýrlandi. Fréttaskýr-
endur sögðu þetta augljósa viður-
kenningu á því að friðaráætlun Sam-
einuðu þjóðanna og pólitískar
friðarumleitanir hefðu mistekist.
Önnur ríki óbeinir
þátttakendur í stríðinu
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
SÞ, sagði að átökin í Sýrlandi væru
orðin að borgarastríði með óbeinni
þátttöku annarra ríkja sem sæju
stríðandi fylkingum fyrir vopnum.
Annan gagnrýndi deilurnar innan
öryggisráðsins sem hann sagði hafa
hindrað sameiginlegar aðgerðir til
að binda enda á blóðsúthellingarnar.
Hann spáði þó því að Bashar al--
Assad Sýrlandsforseti léti af völdum
„fyrr eða síðar“.
Financial Times birti grein eftir
Annan þar sem hann skoraði á
stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Rússlandi að taka höndum saman til
að bjarga Sýrlandi frá allsherjar-
borgarastríði með tilheyrandi hörm-
ungum fyrir íbúana. „Enn er hægt
að bjarga Sýrlandi frá verstu hörm-
ungunum,“ skrifaði hann. „En það
krefst hugrekkis og styrkrar for-
ystu, einkum af hálfu þeirra sem eiga
fastafulltrúa í öryggisráðinu, meðal
annars forsetanna Vladímírs Pútíns
og Baracks Obama.“
Afsögn Annans leiddi til nýrrar
hrinu ásakana. Bandaríkjastjórn
sagði að Kínverjar og Rússar hefðu
hindrað að friðarumleitanirnar bæru
árangur með því að beita neitunar-
valdi gegn þremur ályktunartillög-
um í öryggisráðinu um refsiaðgerðir
gegn stjórninni í Sýrlandi. Þýsk
stjórnvöld sögðu einnig að andstaða
Rússa og Kínverja við refsiaðgerðir
hefði stuðlað að afsögn Annans.
Sendiherra Rússlands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Vítalí Tsjúrkín,
sagði hins vegar að rússnesk stjórn-
völd hefðu veitt Annan „mjög öflug-
an stuðning“. Kínverska stjórnin
kvaðst harma afsögn Annans og vilja
að Sameinuðu þjóðirnar gegndu
mikilvægu hlutverki í því að binda
enda á átökin í Sýrlandi.
Hersveitir einræðisstjórnarinnar
beittu skriðdrekum í hörðum árás-
um í suðurhluta höfuðborgarinnar
Damaskus í gær og hörðum
sprengjuárásum var haldið áfram í
fjölmennustu borginni, Aleppo. Upp-
reisnarmenn sögðust hafa náð helm-
ingi Aleppo á sitt vald. bogi@mbl.is
Reynt að knýja öryggisráð
SÞ til að grípa til aðgerða
Allsherjarþing SÞ samþykkti ályktun þar sem öryggisráðið er gagnrýnt
Árangurslausar friðarumleitanir
23. febrúar 2012
Kofi Annan skipaður sendimaður SÞ og Araba-
bandalagsins til að koma á friði í Sýrlandi
21. mars
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun til
að styrkja friðaráætlun Annans
Helstu atburðir í tengslum við friðarumleitanir Sameinuðu þjóðanna frá því að Kofi Annan
var skipaður sendimaður og þar til hann tilkynnti afsögn sína í fyrradag
16. júní
Vopnahléseftirliti Sameinuðu þjóðanna hætt
vegna harðnandi átaka
14. og 21 apríl
Öryggisráðið samþykkir ályktanir
sem heimila vopnahléseftirlit á vegum SÞ
Rússar og Kínverjar féllust á eftirlitið eftir að hafa beitt
neitunarvaldi gegn tveimur öðrum ályktunartillögum
19. júlí
Kínverjar og Rússar beita neitunarvaldi gegn drögum
að ályktun þar sem hótað er refsiaðgerðum gegn stjórn Sýrlands
ef hún stöðvar ekki árásir öryggissveita
20. júlí
Öryggisráðið samþykkir einróma að heimila
eftirlit á vegum SÞ í 30 daga til viðbótar
25. júlí
Aðalhernaðarráðgjafi SÞ, Babacar Gaye hershöfðingi,
kemur til Damaskus og stjórnar eftirlitinu
í stað Roberts Moods undirhershöfðingja
2. ágúst
Annan segist ætla að láta af störfum sem sendimaður og
kveðst ekki hafa fengið nægan stuðning frá öryggisráðinu
Sýrlenskur piltur leikur sér
á skriðdreka norðan við
Aleppo, fjölmennustu
borg Sýrlands
Sænsk stjórnvöld
sögðu í gær að
stjórn Alexand-
ers Lúk-
ashenkós, for-
seta Hvíta--
Rússlands, hefði
vísað sendiherra
Svíþjóðar í Minsk
úr landi vegna
starfa hans í
þágu mannrétt-
inda. Svíar ætla ekki að viðurkenna
sendiherra sem stjórn Lúkashenkós
skipaði nýlega í Stokkhólmi.
Carl Bildt, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, lýsti brottvísun sænska
sendiherrans sem alvarlegu broti á
reglum í samskiptum ríkja. „Ásak-
anirnar á hendur sendiherranum
eru algerlega tilhæfulausar,“ sagði
hann. „Það er ekkert leyndarmál að
Svíþjóð styður eindregið lýðræði og
mannréttindi í Hvíta-Rússlandi og
sendiherrann, Stefan Eriksson,
starfaði í samræmi við þá stefnu
sænsku stjórnarinnar.“
Alexander
Lúkashenkó
HVÍTA-RÚSSLAND
Sendiherra Svía
vísað úr landi vegna
mannréttindadeilu
Börn í hefðbundnum nepölskum
búningum taka þátt í skrúðgöngu í
tilefni af Gai Jatra-kúahátíðinni í
Katmandú í gær. Fjölskyldur sem
hafa misst ættingja fara í gönguna
með kú, þar sem kýr eru álitnar vera
heilög dýr og geta hjálpað sálum lát-
inna að öðlast framhaldslíf.
Kýr til hjálpar sálunum
AFP
Tónlistarkennari í Skotlandi var
tekinn á beinið hjá aganefnd kenn-
arasambandsins þar í landi eftir að
hann hafði ítrekað logið til um ótrú-
legustu hluti til þess að þurfa ekki
að mæta í vinnuna. Kennarinn
sagði yfirmönnum sínum meðal
annars að hann hefði drepið stúlku
í alvarlegu bílslysi, hann væri mið-
ur sín vegna þess og gæti því ekki
verið í vinnunni. Þetta reyndist
hreinasta lygi, sett fram í þeim til-
gangi að hann þyrfti ekki að mæta
til vinnu.
Í annað skipti sagðist hann vera
tepptur á Íslandi vegna öskunnar
frá Eyjafjallajökli, en við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að hann
var í besta yfirlæti á heimili sínu í
Glasgow. Að auki hefur hann hagað
sér dólgslega á Facebook og kallað
samkennara sína „tíkur“.
Húðlatur kennari tekinn á beinið
Lögreglan á frönsku Rivíerunni
leitar nú úraþjófa sem leikið hafa
lausum hala á svæðinu undanfarið
og haft mikla fjármuni upp úr
krafsinu. Á meðal þeirra sem lent
hafa í þjófunum er rússneskur
milljónamæringur sem tapaði úri
að verðmæti 81 milljón króna.
Þjófunum hefur tekist að stela
úrum fólks, að verðmæti rúmri
milljón evra eða um 150 milljónum
króna. Verklag þjófanna virðist
þaulskipulagt. Felst það í því að
leita að einstaklingum með vegleg
úr á hendi og elta þá að bílum
þeirra. Þegar bílarnir aka af stað
fer þjófur á bifhjóli upp að þeim og
slær í hliðarspegil viðkomandi.
Þegar ökumaðurinn teygir út hönd-
ina til að laga spegilinn kemur ann-
ar þjófur á bifhjóli og nær úrinu af
handlegg hans.
Talið er að sama gengi hafi stað-
ið á bak við svipaða ránshrinu á
sama svæði á árunum 2007 og 2009.
FRAKKLAND
Slóttugra úraþjófa
leitað á Rívíerunni