Morgunblaðið - 04.08.2012, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Stuðningsmenn Þeir voru vígalegir en glaðlegir víkingarnir sem hvöttu íslenska handboltalandsliðið til dáða gegn Svíum á fimmtudag. Í kvöld mæta strákarnir okkar liði Frakka.
Golli
Misskilningur
er af ýmsum
toga. Hann get-
ur verið fyndinn,
eða sorglegur,
lítilvægur eða al-
varlegur og allt
þar á milli.
Misskilningur
um náttúru-
vernd er algeng-
ur. Þar ráða oft
skoðanir og tilfinningar sem
trauðla verða tjóðraðar á bás
staðreynda.
Á sínum tíma var starf-
semi Kísiliðjunnar í Mý-
vatnssveit hætt. Margir
trúðu að hún spillti Mývatni,
þrátt fyrir að ýtarlegar
rannsóknir segðu annað.
Umhverfismat, byggt á þess-
um rannsóknum, gaf grænt
ljós á framhald starfsem-
innar. Erlendir aðilar fyr-
irtækisins óttuðust að rót-
tækir
umhverfisverndarsinnar
gætu spillt orðspori þeirra á
heimsmarkaði þrátt fyrir
undangengnar niðurstöður
rannsókna, og kusu að loka.
Það varð ekki til góðs fyr-
ir Mývatn, sem vernd-
arsinnar báru fyrir brjósti í
sinni trú.
Ekki verður haldið fram
með fullri vissu, að nýting
Kísiliðjunnar á botnseti Mý-
vatns gæti ekki haft auka-
verkanir í för með sér. Mörg
lyf við kvillum gera það. Eft-
ir stendur að stöðug fram-
leiðsla vatnsins á kísilþör-
ungum dregur það að lokum
til dauða. Það fyllist, ekki
verður pláss fyrir framleiðsl-
una og Mývatn hættir smám
saman að vera til sem stöðu-
vatn, paradís fugla og fiska.
Starfsemi Kísiliðjunnar
frestaði þeim dauðadegi um
tvö ár, hvert árið sem hún
lifði.
Argaþrasið um Kísiliðjuna
á sínum tíma var misskiln-
ingur, og ég veit eiginlega
ekki hvort
hann var fynd-
inn eða sorg-
legur eða eitt-
hvað þar á
milli.
Því er þetta
rifjað upp nú,
að fyrirtæki í
ferðaþjónustu
óskaði leyfis að
sigla með fólk
um Mývatn.
Samkvæmt
frétt í Morg-
unblaðinu, synjaði Umhverf-
isstofnum fyrirtækinu um
leyfið. Í rökstuðningi kennir
ýmissa grasa. Þegar á heild-
ina er litið, setur að manni
ugg um hvort ágætir líffræð-
ingar og samviskusamir
embættismenn gangi fylli-
lega í takt við náttúruna, nú
fremur en áður.
Í umsögn Náttúrurann-
sóknarstöðvarinnar við Mý-
vatn, segir „að öll umferð
báta um vatnið hafi truflandi
áhrif á fuglalíf“.
Eins og þeir vita sem um-
gangast dýr, líka villt dýr í
náttúrunni, er þetta röng
fullyrðing. Þetta er ekki satt.
Til rökstuðnings nefni ég
að fuglar á Mývatni létu sér
fátt um finnast og fældust
ekki þegar bátar Kísiliðj-
unnar sigldu sína leið reglu-
bundið á sama tíma milli
lands og dælustöðva í hart
nær 30 ár.
Sæferðir á Breiðafirði
leggja upp að skeglubjargi
og skarfatanga í ferðum sín-
um, án þess að fuglinn hreyfi
sig. Komi einhver annar bát-
ur að, á öðrum tíma en
venjulegur er, verður fum og
fát.
Þetta vita líka þeir sem
gæta hjarða. Féhirðir getur
gengið um hjörð sína úti eða
inni án þess að styggð kom-
ist að. Sé gestur með í för
hefur hjörðin vara á. Dýrin
læra fljótt hvað ber að var-
ast og vingast við þann sem
fer um án þess að gera á
þeirra hlut.
Siglingar með ferðafólk
um Mývatn yrðu eins.
Reglubundnar ferðir á sama
bát og sömu tímum yrðu
fljótt teknar í sátt af fuglum
vatnsins.
Þetta er ekki kennt í
skóla. Reynslan ein færir
þér hvað er satt.
Undirritaður hefur engra
hagsmuna að gæta í þessu
máli, ofbýður aðeins röng
niðurstaða valdsins.
Eitt sinn vogaði ég að
efast um að Jesús Kristur
hefði lifnað við, eftir að hafa
dáið. Mér fannst þekking á
lífi og dauða benda til að
slíkt væri ólíklegt.
Það féll ekki í kramið hjá
öllum.
Eins eru ekki allir hrifnir
af því ef einhver efast um
aðferðir í verndun Mývatns.
Oft er líkt því að skipaðir
verndarar þess nálgist málið
á trúarlegum nótum og því
er erfitt um að ræða.
Vandséð er að vernd felist
í því að meina ferðafólki að
njóta þessarar heimsþekktu
fuglaparadísar með því að
sigla um vatnið á skipulagð-
an hátt.
Þvert á móti er líklegt að
Mývatn eignist með því fleiri
aðdáendur.
Niðurstaða Umhverf-
isstofnunar er annaðhvort
fyndinn eða sorglegur mis-
skilningur eða eitthvað þar á
milli.
Eftir Sigurð R.
Ragnarsson » Þegar á heildinaer litið, setur
að manni ugg um
hvort ágætir líf-
fræðingar og
samviskusamir
embættismenn,
gangi fyllilega í
takt við náttúruna.
Sigurður R. Ragnarsson
Höfundur er fyrrverandi
oddviti og sveitarstjóri í
Mývatnssveit.
Misskilningur
Enn á ný hef-
ur verið vakin
athygli á þeim
fjárskorti sem
lögreglan í land-
inu hefur búið
við síðustu ár.
Lögregluemb-
ættin hafa eins
og margar aðrar
stofnanir hins
opinbera þurft
að sæta hagræðingar- og nið-
urskurðarkröfum og réttilega
hefur verið vakin athygli á því
að afleiðingin er meðal annars
umtalsverð fækkun starfandi
lögreglumanna. Nýjustu upp-
lýsingar um fækkun lögreglu-
manna hér á höfuðborg-
arsvæðinu vekja auðvitað
mikla athygli, en eru því miður
ekkert einsdæmi.
Hér er um að ræða þróun,
sem veruleg ástæða er til að
hafa áhyggjur af, ekki síst í
ljósi þess að viðfangsefni lög-
reglunnar hafa á margan hátt
orðið erfiðari og viðameiri á
allra síðustu árum og starfs-
umhverfi lögreglumanna
hættulegra. Ytri aðstæður
hafa í raun kallað á eflingu lög-
reglunnar í landinu, bæði hvað
varðar mannafla og tækjabún-
að, á sama tíma og embættin
hafa orðið að herða sultarólina
frá ári til árs.
Það er í sjálfu sér ekki óeðli-
legt að gera þá kröfu til lög-
gæslustofnana eins og annarra
opinberra aðila að þær leiti
stöðugt leiða til að sinna starfi
sínu með sem hagkvæmustum
hætti, forgangsraði verk-
efnum og skipulag sé til þess
fallið að fjárveitingar nýtist
sem best. Á samdráttartímum
í efnahagslífinu þarf að sjálf-
sögðu að sýna mikla aðhalds-
semi og gætni í ráðstöfun op-
inberra fjármuna. Það hafa
lögregluembættin gert á und-
anförnum árum en spurningin
er sú hvort þau
hafa neyðst til að
ganga svo langt,
að það komi nið-
ur á þeirri þjón-
ustu sem þeim er
ætlað að veita.
Mat mitt er að
fjárveitingar til
þessa málaflokks
séu fyrir löngu
komnar niður
fyrir sárs-
aukamörk, ef svo
má taka til orða,
og hætta sé á að þær hafi á
vissum sviðum farið niður fyr-
ir þolmörk eða öryggismörk.
Að minnsta kosti er alveg ljóst
að við núverandi ástand má
ekki búa og þegar kemur að
umfjöllun Alþingis um fjár-
veitingar næsta árs er óhjá-
kvæmilegt að úr verði bætt.
Eins og fram hefur komið í
opinberri umræðu er það ekk-
ert nýmæli að stjórn-
málamenn tali um mikilvægi
þess að efla löggæsluna í land-
inu, búa betur að þeim stofn-
unum sem starfa á þessu sviði
og bæta aðstæður þeirra sem
þar starfa. Um það vitna með-
al annars umræður á Alþingi
við afgreiðslu fjárlaga ár
hvert. Staðreyndin er hins
vegar sú að miklu minna hefur
orðið úr efndum heldur en há-
stemmdar yfirlýsingar hafa
gefið fyrirheit um. Síðustu ár
hefur Alþingi raunar bætt lít-
illega við fjárveitingar til lög-
regluembætta við endanlega
afgreiðslu fjárlaga miðað við
upphaflegar tillögur í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar,
en þar hefur því miður ekki
verið um að ræða nema dropa í
hafið miðað við fjárþörfina.
Um þessar mundir berast af
því fréttir að fjárlagafrumvarp
næsta árs hafi verið kynnt í
ríkisstjórn og þingflokkum
ríkisstjórnarflokkanna. Öðr-
um þingmönnum er ekki
kunnugt um efni þess, hvorki í
stórum dráttum né smáum.
Mér er því ekki ljóst hvort
frumvarpið muni fela í sér úr-
bætur á þessu sviði eða áfram-
haldandi samdráttarstefnu.
Ég get á þessu stigi aðeins
vakið athygli á því að enn er
færi, bæði á vettvangi rík-
isstjórnar og Alþingis, til að
bæta fjárhagslega stöðu lög-
regluembættanna í landinu.
Viðfangsefnin í ríkisfjár-
málum eru bæði viðkvæm og
vandmeðfarin. Lengi má deila
um hvort nægilegt fjármagn
er fyrir hendi til að styðja og
efla einstaka málaflokka.
Ákvarðanir í þeim efnum
hljóta á hverjum tíma að
byggjast á einhvers konar for-
gangsröðun, sem alltaf ræðst
að miklu leyti af pólitísku mati.
Ég er þeirrar skoðunar að lög-
gæslumálin séu meðal þeirra
málaflokka, sem okkur ber
hiklaust að setja framarlega í
forgangsröðina. Það er grund-
vallarskylda ríkisvaldsins að
halda uppi lögum og reglu í
landinu og gæta öryggis borg-
aranna. Sú starfsemi sem lög-
reglan hefur með höndum er
tvímælalaust grundvallarþjón-
usta og ber að fjalla um sem
slika þegar fjárveitingum úr
ríkissjóði er skipt. Ríkisstjórn
og stjórnarmeirihluti á þingi,
sem ár eftir ár ver milljörðum í
margvísleg gæluverkefni, get-
ur ekki endalaust borið fyrir
sig fjárskort í þessu sambandi.
Eftir Birgi
Ármannsson » Viðfangsefni
lögreglunnar
hafa á margan hátt
orðið erfiðari og
viðameiri á allra
síðustu árum og
starfsumhverfi
lögreglumanna
hættulegra.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Fækkun lögreglumanna
er áhyggjuefni