Morgunblaðið - 04.08.2012, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Elsku fallega mamma mín og
besta vinkona. Þú hefur kvatt
þennan heim eftir hetjulega
baráttu við meinið.
En í mínum augum hefur þú
alltaf verið hetja, varst t.d.
send ein með veikan bróður
þinn með Gullfossi til Danmerk-
ur þegar þú varst rétt orðin
táningur og nítján ára varstu
ein af fyrstu íslensku skipti-
nemunum sem fóru til risastóru
Ameríku.
Eftir að þú, fertug, varðst
einstæð móðir með þrjár ung-
lingsstelpur léstu draum þinn
rætast um háskólanám í
Reykjavík. Draumurinn var að
verða framhaldsskólakennari í
dönsku en við það starfaðir þú
allar götur síðan. Við gerðum
stundum grín að því að það
mátti ekki stofna félag á Sel-
fossi án þess að þú værir orðin
formaður, ritari eða gjaldkeri.
Ég minnist æskuára á heimili
okkar á Selfossi, minningabrot
þar sem ég er nývöknuð rétt
fyrir hádegi á sunnudegi, þú
með rúllur í hárinu, lamba-
hryggur í ofninum og messan
glymur í útvarpinu og þú kallar
mig Villubogguna þína. Annað
brot á unglingsárum þegar ég
er að læðast inn, allt of seint,
þú situr uppi í rúminu með
krosslagða handleggi og ekki
ánægð á svipinn og enn annað
minningabrot á fullorðinsárum
þegar ég kem með börnin mín í
heimsókn á Selfoss þar sem
mjúkur faðmur ömmu Heiðu
bíður þeirra og geislandi bros.
Aðalheiður
Jónasdóttir
✝ AðalheiðurJónasdóttir
fæddist í Reykjavík
6. febrúar 1945.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
27. júlí 2012.
Útför Aðalheiðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 3. ágúst
2012.
En hlýjasta minn-
ingin er án vafa
mæðgnakvöldin
sem þú hélst fyrir
okkur systurnar. Á
hverju ári bauðst
þú okkur til þín,
engir eiginmenn og
engin börn, bara
við fjórar áttum
þennan dýrmæta
dag. Það var mikið
hlegið og við rædd-
um lífið og tilveruna, gómsætur
matur borðaður, aldrei bar
skugga á vináttu og væntum-
þykju okkar fjögurra.
Hvað er það dýrmætasta sem
móðir getur gefið barni sínu?
Tími, umhyggja, umburðar-
lyndi, kærleikur, ást og að vera
góð fyrirmynd. Allt þetta gafst
þú mér og svo miklu miklu
meira og þakklæti mitt er óend-
anlegt.
Það er búið að vera mikið að
gera síðustu daga og við syst-
urnar stöndum saman sem
klettur í undirbúningi. Það
heldur huganum uppteknum um
stund en raunveruleikinn slær
mig annað slagið, sorgin og
söknuðurinn verður yfirþyrm-
andi. Þegar grámi hversdags-
leikans tekur við á ég eflaust
eftir að taka upp símann og
reyna að hringja í þig, ég mun
finna til saknaðar og tómleika
þegar ég keyri austur yfir Ölf-
usárbrú.
Ég leitaði alltaf til þín með
allt mögulegt, eins og t.d. við
skrif á svona grein, þú fórst yfir
stafsetningu og lagaðir orðalag.
En það er huggun harmi gegn
sú vissa að þú ert á góðum og
fallegum stað með vinum og
ættingjum sem einnig hafa
kvatt þennan heim.
Elsku mamma mín, minning
þín lifir í hjörtum okkar dætra
þinna, barnabarna, systkina og
allra sem þekktu þig. Elsku
mamma, við hittumst aftur
seinna.
Þín
Vilborg.
Við syrgjum fallegu mömmu,
ömmu Heiðu og tengdamömmu
í hjarta okkar. Hún kvaddi í
blóma lífsins. Hún lifði ung og
falleg og fór ung og falleg. Við
vissum hvert stefndi í nokkurn
tíma en það breytir ekki sorg
okkar og söknuði þegar að
kveðjustund er komið. Allt er
þetta svo óraunverulegt þar
sem hún er farin en samt svo
lifandi í hjarta okkar og minn-
ingu. Gleði, hlátur, ást og feg-
urð fylgdi öllum stundum með
henni. Stundir sem voru svo
sjálfsagðar og áreynslulausar. Á
sinn einstæða og fallega hátt
tengdi hún fjölskylduna okkar
saman í kærleika og gerir enn.
Á sama hátt tengdi hún vina-
hópa sína. Elsku Aðalheiður
okkar allra. Svo rík af kærleik
og ást og svo viljug að gefa. All-
ar stundir með henni munu
fylgja okkur gegnum lífið, hvern
dag, og bregða hennar einstaka,
fallega ljóma á hvert augnablik.
Hún talaði um að þegar kæmi
að lokum myndi hún fara til Jó-
dísar okkar. Við vitum að Jódís
og hinir englarnir fengu ynd-
islegan engil til sín. Engin orð
fá því lýst hve söknuður okkar
er sár. Amma Heiða, engillinn
okkar, við erum þakklát fyrir
allt það fallega og góða sem þú
skilur eftir í hjörtum okkar og
tár okkar tákna okkar eilífu ást,
söknuð og þakklæti fyrir hvern-
ig þú gerðir líf okkar kærleiks-
ríkt. Þú lifir í hjörtum okkar að
eilífu elsku mamma, amma
Heiða og tengdamamma.
Af öllu hjarta þökkum við
ómetanlegar samverustundir
með þeim sem nutu með okkur
síðustu daga í lífi ömmu Heiðu,
bæði starfsfólki, samferðafólki
og fjölskyldum þeirra á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópa-
vogi.
Þín elskandi,
Hrefna, Ýmir,
Adam, Hrafn
og Lísbet Freyja.
Elsku Heiða. Ég á bágt með
að trúa að kveðjustundin sé
komin. Finnst það eins og í gær
þegar ég hitti þig fyrst en síðan
eru víst liðin meira en 20 ár,
það var á heimili þínu í Foss-
heiðinni. Ég rétt rúmlega tví-
tugur strákur, taugaóstyrkur og
bálskotinn í yngstu dóttir þinni,
Jóhönnu. Þú tókst mér strax
opnum örmum, brosandi, hress
og skemmtileg eins og við hefð-
um þekkst alla ævi. Þá um leið
tókst með okkur innilegur vin-
skapur sem jókst og styrktist
með árunum. Það er erfitt að
finna nógu góð og falleg orð til
þín, þú varst ein af þessum
manneskjum sem svo auðvelt er
að láta sér þykja vænt um. Í
senn hlý, stutt í húmorinn,
skemmtileg, eðlileg, hrein og
bein. Enda kom svo í ljós að við
áttum á komandi árum ófáar
stundir þar sem við gleymdum
okkur í spjalli langt fram á nótt,
stelpurnar farnar að sofa og við
tvö eftir að ræða lífið. Þessar
stundir eru mér afar dýrmætar
núna. Sem betur fer eyddir þú
mörgum jólum með okkur Jó-
hönnu og stelpunum. Þau jól
sem þú varst með okkur voru á
einhvern hátt hátíðlegri og eft-
irminnilegri. Þú varst mikið
jólabarn og með nærveru þinni
skapaðist þetta rétta andrúms-
loft, það sem allir eru að leita
eftir, það sem gefur jólunum
gildi. Nú er komið að okkur að
baka jólabrauðið þitt, pakka í
álpappír og setja á rauða slaufu.
Það eru liðin tæp tvö ár síðan
þú greindist með mein sem
núna hefur tekið þig frá okkur.
Þú barðist af miklum dugnaði
eins og við svo margt annað í
lífinu. Eftir sitjum við í sárum.
Hjá mér sitja eftir margskonar
tilfinningar; söknuður, tómleiki
og reiði við sjúkdóminn. Upp úr
stendur þó þakklæti. Þakklæti
fyrir að hafa eignast þig sem
tengdamömmu, vinkonu og
ömmu dætra minna. Þakklæti
fyrir að hafa eignast dóttur þína
sem eiginkonu og fengið þannig
tækifæri til að kynnast einstak-
lega duglegri og fallegri konu
sem ég hef litið upp til frá því
við hittumst fyrst.
Elsku Heiða mín, minning
þín mun lifa með okkur alla tíð.
Þinn vinur og tengdasonur,
Pétur.
Elsku, elsku amma mín. Þó
svo að ég telji mig hafa verið
vel undirbúna undir það að þú
myndir bráðlega fara hefði ég
aldrei getað ímyndað mér að
það yrði svona erfitt að kveðja
þig. Allt mitt líf hef ég gengið
að því vísu að geta tekið rútuna
á Selfoss hvenær sem ég vildi
og þar beiðst þú ávallt brosandi
eftir mér. Þessar rútuferðir
verða ekki fleiri og aldrei mun
ég sjá þig aftur bíðandi eftir
mér þegar rútan loksins kemur
á áfangastað. Heimsóknirnar til
þín voru alltaf jafnyndislegar.
Við sátum saman og lásum, við
fórum í sund, við leystum „sam-
an“ krossgátur og horfðum
saman á sjónvarpið. Við gerðum
allt saman. Í þessum heimsókn-
um lærði ég að prjóna, ég lærði
að hekla, ég lærði að skrifa
skrautskrift og svo ótalmargt
annað. Amma mín, þú hefur
hjálpað mér með svo margt í
gegnum tíðina og þér verð ég
eilíflega þakklát fyrir allt það
sem þú hefur gert fyrir mig og
gefið mér.
Samband okkar tveggja var
sérstakt, við þurftum ekki orð,
við skildum bara hvor aðra.
Fólk segir líka að ég líkist þér,
bæði í útliti og á öðrum sviðum.
Ég vona svo innilega að það sé
rétt því það væri sannur heiður
að fá að líkjast jafn yndislegri
og fallegri manneskju og þér.
Elsku, fallega amma mín, þú
munt lifa í hjarta mínu að eilífu.
Ég elska þig.
Þín
Áróra.
Elsku amma Heiða. Það er
svo sorglegt að þurfa að kveðja
þig, elsku amma mín. Það var
svo gaman að hafa þig hjá okk-
ur á jólunum, pakkarnir frá þér
voru alltaf svo fallega skreyttir
með alls konar skrauti og teikn-
ingum sem maður þekkti langar
leiðir. Það verður tómlegt að
hafa þig ekki með okkur næstu
jól. Þú varst alltaf svo hress og
skemmtileg og það var svo gott
að koma í heimsókn til þín. Við
gerðum svo margt saman; fór-
um í sund, bíltúra og bíó. Uppá-
haldið okkar var að fara saman
í ísbíltúr, við vildum báðar ís
með heitri súkkulaðisósu. Næst
þegar ég fæ mér ís hugsa ég til
þín. Takk fyrir allt, elsku
amma, ég vona að ísinn sé góð-
ur þar sem þú ert núna.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég elska þig.
Þín
Inga Aðalheiður.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Nú ríkir þögn. Enn setur
okkur hljóð. Samt er eins og
þögnin vilji segja okkur eitthvað
mikilvægt og dýrmætt. Hann
var heiður og blár himininn
þennan sólfagra dag, svo mildan
og blíðan, þegar Heiða kvaddi.
Rétt eins og hún sjálf. Orðin
fegurð, mildi og blíða lýsa henni
einna best. Þannig var hún
strax frá upphafi okkar kynna.
Það var mér gæfa, að kynn-
ast Heiðu og fá að deila með
henni hugsunum og tilfinning-
um, margar góðar stundir.
Nærvera hennar var alltaf hlý
og gefandi, hún var heiðarleg og
einlæg. Við áttum samveru-
stundir á líknardeildinni eftir að
hún kom þangað, stundir sem
ég mun varðveita með mér –
ómetanleg gjöf þrátt fyrir sárs-
aukann. Er ekki lífið undarlegt,
að í sorginni og gleðinni skuli
fegurðin skína skærast? Svo
augu fyllast tárum.
Hún var að verðleikum stolt
af fjölskyldu sinni, dætrunum
þremur sem bera gæfu til að
líkjast henni, afkomendunum
ungu, tengdasonunum, öllu sínu
fólki sem nú kveður hana í
djúpri virðingu og þökk. Hún
lifir áfram hið innra og skilur
eftir sig fegurð sem varir. Hún
var kletturinn, hún hélt hópnum
saman.
Mér finnst sem blær eilífðar
leiki um minninu Heiðu og kveð
hana með virðingu og einlægu
þakklæti.
Lísbet Grímsdóttir.
✝ Sveinína Guð-rún Jónsdóttir
fæddist í Ólafsfirði
2. ágúst 1925. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 26. júlí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Stein-
grímur Sæmunds-
son frá Hringvers-
koti í Ólafsfirði, f.
11. nóvember 1893,
d. 27. nóvember 1963, og Anna
Rögnvaldsdóttir frá Skáldalæk í
Svarfaðardal, f. 26. september
1893, d. 26. mars 1987.
Sveinína átti sjö systkini og af
þeim eru þrú látin, þau Svana
Sigríður, Kristmann Valmundur
og Drengur.
Núlifandi systkini eru: Sæ-
mundur Pálmi, Kristlaug Vil-
fríður, Jóhanna Valdey og
Sverrir Hinrik.
Sveinína giftist 1. desember
1947 Birni Magnússyni frá
Grund í Svarfaðardal, f. 27.
september 1921, d. 29. sept-
þau tvo syni, Björn Magnús og
Arnald Bjarna. 3) Sævar Rafn, f.
20. júlí 1962.
Sveina, eins og hún var alltaf
kölluð, ólst upp í Ólafsfirði og
lauk skólagöngu sinni þar. Hún
fór í húsmæðraskólann Ósk á
Ísafirði og eftir þá dvöl fluttist
hún til Siglufjarðar þar sem hún
vann við ýmis störf. Hún vann í
síldinni á sumrin og við ræst-
ingar í grunnskólanum og á
sjúkrahúsinu. Sveinína átti sér
mörg áhugamál eins og göngu-
ferðir og lestur og hún var mjög
virk í kirkjukór Siglufjarðar og
kvennakórnum til fjölda ára.
Jafnframt spilaði hún á hljóð-
færi eins og gítar, orgel og pí-
anó. Sveinína hafði einnig yndi
af hannyrðum og eftir hana
liggja margir veglegir hlutir.
Hún fluttist svo til Akraness
1988 eftir fráfall eiginmanns
síns þar sem hún starfaði hjá
Haraldi Böðvarssyni sem henni
þótti mjög góður vinnustaður.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi
Sveina svo á dvalarheimilinu
Höfða og lét hún afar vel af vist
sinni þar. Viljum við þakka
starfsfólkinu þar fyrir frábæra
umönnun.
Útför Sveinínu Guðrúnar fer
fram frá Siglufjarðarkirkju í
dag, 4. ágúst 2012, kl. 14.
ember 1986. For-
eldrar hans voru
Magnús Pálsson, f.
1. september 1883 í
Göngustaðarkoti
Svarfaðardal, d. 6.
maí 1962, og Þór-
unn Sigurðardóttir,
f. 23. ágúst 1888 í
Tjarnargarðshorni
í Svarfaðardal, d. 2.
júní 1951.
Sveinína og
Björn eignuðust þrjú börn: 1)
Sverrir Haraldur, f. 20. nóv-
ember 1950, maki Ingibjörg
Óladóttir, f. 14. janúar 1953.
Þeirra börn eru: a) Heimir, maki
Svala Baldursdóttir og eiga þau
þrjú börn: Aron Örn, Rebekku
Ýri og Karen Evu. b) Íris, í sam-
búð með Halldóri Hilmari Sig-
urðssyni. 2) Anna, f. 17. sept-
ember 1952, maki Guðmundur
Garðarsson, f. 13. júní 1946.
Þeirra sonur er a) Ólafur Ingi.
Fyrir átti Anna son, Sveinbjörn
Frey Arnaldsson, í sambúð með
Birnu Guðmundsdóttur og eiga
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku mamma. Komið er að
þeim tímamótum sem enginn
fær umflúið í lífinu. Þegar horf-
ið er á braut úr jarðnesku lífi
fylgir förin til hins óþekkta og í
þá för lagði móðir okkar hinn
26. júlí sl. Dauðans tími er allt-
af óviss, jafnvel þótt fólk hafi
um hríð staðið við dauðans dyr.
Skilnaðurinn er svo algjör, um-
skiptin svo glögg.
Það sem er og hefur lengi
verið, það verður skyndilega
hluti af liðinni tíð. Eftir lifa
minningar sem við eigum mikið
af og yljum okkur við. Á tíma-
mótum lítum við til baka og
sjáum í skýrara ljósi en nokkru
sinni fyrr hve mikið er skilið
eftir. Í sérhverju okkar sjást
þessa skýr merki og vefurinn
allur þéttofinn þótt hver um sig
hafi að sjálfsögðu unnið með
sínum hætti úr því sem gefið
var.
Þú varst alltaf til staðar ef á
þurfti að halda, bæði fyrir okk-
ur systkinin, barnabörnin og
pabba. Þú varst mjög handlag-
in og hafðir gott verksvit og
mikinn dugnað, ósérhlífin og
hamhleypa til allra verka bæði
úti og inni. Þú tókst á við allan
mótbyr í lífinu af æðruleysi og
sýndir okkur hvernig á að
vinna úr erfiðleikum á jákvæð-
an hátt ásamt því sem þú varst
ávallt boðin og búin að hjálpa
til þegar þörf var á.
Nú þegar komið er að
kveðjustund viljum við systk-
inin þakka þér samfylgdina í
gegnum árin, hvatninguna,
stuðninginn og allt sem þú
gerðir fyrir okkur á þinn óeig-
ingjarna hátt.
Elsku mamma, við þökkum
þér góða samfylgd og óskum
þér alls góðs í nýjum heim-
kynnum.
Minning þín lifir.
Anna, Sverrir og Sævar.
Elsku Sveina amma mín, það
er erfitt að hugsa til þess að þú
verðir einungis í minningu
minni um ókomna tíð. Þú áttir
yndislegan mann, hann Bjössa
afa sem ég elskaði svo mikið og
núna ert þú komin til hans á
Siglufjörð.
Fyrstu 6 ár ævi minnar ólst
ég upp hjá ykkur og Sævari á
Norðurgötunni. Þú kenndir
mér að lesa og skrifa, ég var
orðinn fluglæs 4 ára, fór með
bænir á hverju kvöldi með þér,
kyssti ykkur góða nótt og þú
settir hvíta Nivea kremið í bláu
dollunum á andlitið mitt. Þú
varst oft tilbúin með sjóðandi
heitar Sveinu kleinur og
ískalda mjólk, þegar við vin-
irnir komum heim af Skóla-
ballanum.
Þú varst svo dugleg að hafa
allt í röð og reglu, eldaðir bestu
kjötsúpu í heimi og alltaf var
ilmur úr eldhúsinu af sandkök-
um, marmarakökum, vöfflum
og öðru góðgæti.
Eftir að afi dó fluttir þú upp
á Akranes og keyptir þér fal-
lega, bjarta íbúð á Einigrund.
Meðan ég kláraði skólagönguna
á Akranesi kom ég nánast dag-
lega við hjá þér, til þess að at-
huga hvort allt væri ekki í lagi
og til þess að heyra hlý orð frá
þér. Oft varst þú að spila á pí-
anóið þitt þegar ég kom inn,
það var svo yndislegt að hlusta
á þig spila og syngja þjóðþekkt
lög eins og Undir bláhimni í
sambland við sinfóníur. Stund-
um sagðir þú mér að þú hefðir
séð Bjössa afa bregða fyrir,
rétt áður en ég kom inn um
dyrnar, mér fannst svo gott að
heyra það að hann fylgdi mér
líka.
Ég var svo lánsamur að fá að
vinna með þér á sumrin í HB á
Akranesi, þar kunnir þú sko til
verka. Það skipti engu máli
hvernig þér leið, hvort þú varst
veik, sorgmædd, þreytt eða
eitthvað annað bjátaði á, alltaf
mættir þú. Þú varst hörkudug-
leg í vinnunni og vannst hratt
allan daginn, þú vildir að fyr-
irækinu gengi vel og varst
þakklát fyrir að hafa vinnu.
Eftir að við Birna höfðum
búið í Granaskjóli í nokkur ár
og eignast Björn Magnús sem
mamma tók stolt á móti í heim-
inn, ætluðum við að byggja á
Akranesi. Þér fannst ekkert
annað koma til greina en að
veita okkur húsaskjól í Ein-
igrund. Það var stórkostlegur
tími með þér, þú elskaðir að
dekra við Björn Magnús, gefa
honum besta grjónagrautinn
eftir leikskóla og elda kál-
böggla, kjötsúpu, fisk og annað
góðgæti. En umfram allt varst
þú vinur hans, spilaðir, söngst,
fórst út á róló með hann, faðm-
aðir og kysstir. Hann var líka
svo góður við þig í staðinn og
gaf þér svo mikið andlega. Þú
drakkst svo heilsudrykkina
mína sem þú sagðir gera heil-
mikið fyrir þig, en ætli það hafi
ekki frekar verið siginn fiskur
og selspik frá Sæma sem gaf
þér kraftinn.
Það var svo gaman að koma
til þín á Höfða með Björn
Magnús og Arnald Bjarna og
sjá hvernig þú lifnaðir öll við,
þú brostir til þeirra, faðmaðir
þá og lést Björn Magnús vita
hvað hann væri duglegur stóri
bróðir.
Þín verður sárt saknað elsku
amma mín af okkur öllum. Við
elskuðum þig og munum biðja
fyrir þér.
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson,
Björn Magnús Sveinbjörnsson,
Arnaldur Bjarni Sveinbjörns-
son, Birna Guðmundsdóttir.
Sveinína Guðrún
Jónsdóttir