Morgunblaðið - 04.08.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 04.08.2012, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 ✝ Guðjón BirkirKristjánsson fæddist í Bolung- arvík 3. ágúst 1925. Hann lést á hjúkrunarheimili Sólvangi í Hafn- arfirði 23. júlí 2012. Foreldrar Guð- jóns voru Kristján Hálfdánarson, f. í Hvítanesi, Ögurhr. ,N-Ís. 29. október 1893 d. 14. október 1933 og Ingibjörg Kristín Guðjónsdóttir, f. á Kirkjubóli, Valþjólfsdal, V-Ís. 25. júní 1893, d. desember 1942. Guðjón átti sex systkini: Þýskalandi. Börn Guðjóns og Kristínar eru: Andrés Einar Guðjónsson, f. 23. mars 1965, maki Þórhildur Tómasdóttir, f. 1974. Dætur þeirra eru Christa Björg, f. 19. október 2006 og óskírð, f. 24. júlí 2012. Fyrri eiginkona Andrésar er Elfa Björg Jónsdóttir, f. 1967. Synir þeirra eru Guðjón Kristinn, f. 25. febrúar 1985, Einar Daði, f. 1. febrúar 1995 og Axel Bóas, f. 10. janúar 1998. Ingi Tómas Guðjónsson, f. 22. desember 1967, fyrrverandi sambýliskona Aðalheiður Hauksdóttir, f. 1968. Börn hans af fyrri sam- búð eru Páll, f. 19. apríl 1999 og Guðjón, f. 20. september 2002. Barnabarnabarn Guðjóns og Kristínar er Elvar Björn Guð- jónsson, sonur Guðjóns Kristins Andrésonar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Kristján Friðgeir Kristjánsson, f. 1918, d. 1999, Daði Steinn Krist- jánsson, f. 1920, d. 1982, Einar Hálf- dán Kristjánsson, f. 1921, d. 1992, Jón- atan Kristjánsson, f. 1922, Sigurlína Kristjánsdóttir, f. 1927 og Jóhanna Erna Kristjáns- dóttir, f. 1929, d. 2004. Hinn 1. júní 1957 giftist Guð- jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Vilhjálmsdóttur, hét áður Christa Seebürger, fædd 29. maí 1935 í Cuxhaven, Nú þegar ég kveð þig, pabbi, er það ekki bara með sorg heldur einnig gleði yfir því að hafa haft þig í öll þessi ár. Þið mamma ásamt Jóhönnu systur þinni og Ellert mági þínum reistuð hús hlið við hlið í Móa- barði 28b og 30b í Hafnarfirði. Þar ólst ég upp innan um frænda og frænkur. Eins man ég hvað þú fórst oft að heim- sækja Einar bróður þinn að Flókagötu en það var oftast eftir sundferðir í Sundhöllina með okkur Andrési bróður, enda bjó Einar um 200 m frá sundlauginni. Sjórinn átti alltaf hug þinn enda varstu alinn upp við sjó- inn í Bolungarvík, misstir for- eldra þína ungur og fórst ungur á sjó til að sjá fyrir þér. Þú sigldir á bátum, síðutogurum og fraktskipum og síðast eign- aðist þú trillu, fyrst með bróður þínum Einari og síðar með mér eina sem við smíðuðum saman frá grunni. Þú varst góður sjó- maður enda kom aldrei neitt fyrir þig þegar þú varst á sjó. Þú hafðir gott útsýni yfir hafið að heiman og spáðir mikið í veðrið, hvort yrði sjófært eða ekki. Yfirleitt var það eld- snemma á morgnana sem við fórum á sjó saman frá Hafn- arfirði, annaðhvort á grásleppu, línu eða handfæri og vorum við þá komnir aftur í höfn um há- degi. Ég hef ekki bara misst góð- an og yndislegan pabba heldur einnig trúnaðarvin sem alltaf var hægt að tala við. Þú studdir mig með góðum ráðum. Bless, pabbi. Ingi Tómas Guðjónsson. Elsku pabbi, nú er þínu verkefni hér meðal okkar lokið, þú kvaddir svo skyndilega. Erf- itt er að meðtaka að svo sé. Mér er minnisstætt hvað pabbi hafði gaman að hafinu og hvað honum þótti gott að anda að sér sjávarloftinu. Hann hóf sjómennsku ungur að árum og einnig löngu síðar þegar hann eignaðist trillu með bróður sín- um, trillan var seld síðar. Hafið togaði í og pabbi smíðaði sér trillu ásamt Inga syni sínum. Stundum fór ég með pabba á sjóinn, þar lærði ég margt sem viðkemur veiðiskap og sjó- mannsstörfum. Pabbi horfði oft til hafs frá heimili sínu að Móa- barði og spáði í hvernig viðraði til sjós. Pabbi starfaði í ál- verinu í Straumsvík og reri út á trillum bæði sér til gamans og einnig var það hans aukavinna. Þegar pabbi fór á eftirlaun þá blundaði enn í honum að fara á sjó, félagar hans sem hann hafði kynnst í trilluútgerð sinni áttu sumir enn trillu og hann fékk að fara með þeim og það gaf honum mikið. Það blunduðu ávallt í honum sjómannsstörf og allt sem að þeim sneri. Þegar ég hóf búskap og hafði ekki mikið fé milli handanna þá var hann ávallt reiðubúinn að lána mér, þegar ég ætlaði að borga til baka þá sagði hann oft að ég þyrfti eingöngu að greiða sér að hluta til, pabbi lét mig ósjaldan fá eins mikið af ýsu eins og ég vildi. Þannig var hann pabbi ávallt reiðubúinn að hjálpa til og mátti ekkert aumt sjá. Pabbi kenndi mér að ávallt ætti maður að greiða skuldir sínar, hann var þannig gerður að það væri forgangur að skulda helst ekki neitt og neita sér frekar um munað en að taka lán. Elsku pabbi, þú kenndir mér einnig að betra er að eiga fyrir því sem maður ætlar að kaupa sér. Pabbi var ávallt vinnusamur, ósérhlífinn og var ótrúlega elju- samur. Mér er minnistætt þeg- ar hann var kominn á eftirlaun, hvað hann hafði gaman af því að labba í Kænuna og hitta fé- laga sína. Einnig hvað hann hafði gaman af fuglunum sem voru í garðinum á Móabarði, gaf þeim oft korn og annað að éta. Hann fylgdist vel með háttum þeirra í garðinum og sagði oft við mig að honum þætti gaman að sjá þá togast á við ánamaðkana í grasflötinni. Honum þótti einnig vænt um krumma og henti ýmsu góðgæti til hans á bílskúrsþakið. Hann hafði yndi af að púsla og gat setið við það tímunum saman, gleymdi stundum að borða og horfa á fréttirnar í sjónvarpinu sem hann mátti yfirleitt ekki missa af. Pabbi hafði verið veikur síð- ustu árin, og þegar heilsunni fór að hraka ört þá dvaldi hann í góðu yfirlæti á Sólvangi í Hafnarfirði. Viljum við þakka starfsfólki þar innilega fyrir góða umönnun. Einnig er virð- ingarvert hvað bróðir hans, Jónatan, var duglegur að koma til pabba og spjalla við hann um gamla tíma og annað; vilj- um við þakka honum það. Pabbi hafði ávallt gaman af hundum og núna síðustu árin ljómaði hann allur þegar ná- granninn kom með hundinn sinn í heimsókn. Elsku pabbi, þín er sárt saknað, þakka þér fyrir öll árin sem við höfum átt saman. Hinsta kveðja. Þinn sonur, Andrés Einar Guðjónsson og fjölskylda. Guðjón B. Kristjánsson ✝ Sigríður Krist-ín Bjarnadótt- ir, kennari og deildarstjóri við Brekkuskóla á Ak- ureyri fæddist 13. febrúar 1957. Hún lést 22. júlí 2012 á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Foreldrar henn- ar eru Bjarni Gestsson og Ester Kristjánsdóttir. Sigga Stína giftist Stefáni Sig- urðssyni í ágúst 1975. Börn þeirra eru Ester og Sig- urður og barna- börnin Nanna Björk og Ída Ösp. Systkini hennar: Freyja, Elín, Sól- veig og Gestur Valdimar. Útför Sigríðar Kristínar fór fram í kyrrþey. Það var sumarið 1972. Við Sigga vorum 15 ára, höfðum verið bekkjarsystur frá sjö ára aldri og vorum nú orðnar miklar vinkon- ur. Í minningunni var alltaf sól- skin og gleði þetta sumar og ekki vantaði uppátækin. Við, ásamt þriðju vinkonunni, Evu, fengum að standsetja að innan lítinn sum- arbústað, Voga, í eigu fjölskyldu minnar, eftir síendurtekin skemmdarverk. Allur frítími okkar fór í Voga. Það var hannað, skrapað í hverja panel-rauf, mál- að, húsgögn lökkuð, gardínur og púðar saumaðir. Það var mikil þolinmæði í Siggu að hafa okkur Evu syngjandi og gaulandi allan daginn við vinnuna en hún var alltaf jafn yfirveguð við sína vinnu. Þar kom vel í ljós vand- virkni hennar og verklagni sem kom mér ekki á óvart, enda hafði hún alltaf verið best í bekknum í handavinnu. Vogar hafa síðan verið yndislegt athvarf stórfjöl- skyldu minnar og varla hefur þurft að lagfæra húsið að innan í 40 ár – svo vel var unnið. Við tókum líka tvö gömul hjól og gerðum úr þeim langt tveggja manna hjól, lökkuðum það rautt og þutum um bæinn á „Rauðu hættunni“. Næstu árin var allt málað sem við náðum í, herbergið hennar gert svart og mitt dökk- brúnt, við litla hrifningu foreldr- anna. Í gömlu bréfi úr sveitinni sagðist hún vera að mála útihús- in, þá 16 ára. Henni var vel treystandi til þess. Þegar kom að landsprófsárinu átti að raða í bekki eftir stafrófs- röð. Þá myndum við ekki lenda í sama bekk. Hún fann ráð við því. Hún bað skólastjórann að nota nafnið Kristín við uppröðunina. Hann varð við þeirri ósk. Þannig lentum við saman í 3.B. Snemma í menntaskóla hitti hún stóru ástina í lífinu, „hann Stefán minn“. Hún þroskaðist fljótt, 18 ára var hún komin með mann og litla dóttur. Hún sinnti náminu vel. Við vorum áfram í sama bekk til stúdentsprófs en hittumst nú sjaldnar utan skól- ans. Síðan skildi leiðir vegna framhaldsnáms. Leiðir okkar lágu aftur saman þegar ég flutti heim um síðustu aldamót eftir langa dvöl í Svíþjóð. Við settumst að í Grænumýri, gömlu götunni hennar Siggu. Foreldrar hennar bjuggu enn í nr. 17 og Sigga og Stebbi bjuggu nú í smekklega uppgerðu húsi á móti okkur, gömlu KEA-búðinni. Mikið var notalegt að setjast þarna að. Þegar skóli barnanna byrjaði minnti dóttir mín mig á hve dýrmætt það er að eiga ræt- ur einhvers staðar. Sigga var ein af þessum rótum, gömul vinkona mömmu sem var líka frábær stærðfræðikennari í skólanum þeirra, Brekkuskóla, og bjó á móti okkur. Þetta veitti henni mikið öryggi í nýjum skóla. Í Sví- þjóð höfðu börnin mín aldrei upp- lifað að einhver þekkti mömmu og pabba frá fyrri tíð, hvað þá afa og ömmu. Árin í Grænumýri hafa liðið hratt. Við Sigga höfum sést næst- um daglega, vinkað hvor í aðra og átt margar góðar spjallstundir. Ekki grunaði mig að hún myndi kveðja okkur svona fljótt, þótt hún hafi haft illkynja sjúkdóm í nokkur ár. Það var þó ekki hann sem varð henni að falli, heldur heilablæðing. Við Siggi, Sólveig, Albert, Kristín, Axel og Fríða kveðjum Siggu með söknuði og þakklæti og sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hildur Gísladóttir. Sigríður Kristín Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem að- standendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. MinningargreinarSendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Skógum, sem lést miðvikudaginn 11. júlí. Þórunn Þórhallsdóttir, Vilhjálmur Þór Pálsson, Iða Brá Þórhallsdóttir, Hrafn Antonsson, Margrét Þórhallsdóttir, Pálmar Örn Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð vegna fráfalls okkar ástkæra SIGFÚSAR AUSTFJÖRÐ HALLDÓRUSONAR og heiðruðu minningu hans á margvíslegan hátt. Stuðningur ykkar og vinsemd eru ómetanleg. Halldóra Þ. Halldórsdóttir, Baldur F. Sigfússon, Örn Baldursson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Anna Helga E. Baldursdóttir, Kári Sigurðsson. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför INGU MARÍU PÁLSDÓTTUR, Stúllu, Lækjarhvammi 5, Búðardal. Hilmar Óskarsson, Auður Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Hreiðarsson, Unnur Ásta Hilmarsdóttir, Ásgeir Salberg Jónsson, Anna Lísa Hilmarsdóttir, Brynjar Bergsson, Óskar Páll Hilmarsson, Sunneva Ósk Ayari, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS ÞORKELS HÁKONARSONAR, Kristnibraut 49, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 15. júlí. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeilda 11E og 11B á Landspítala. Helga Ívarsdóttir, Ívar Guðjónsson, Urður Njarðvík, Sævar Guðjónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðný Svandís Guðjónsdóttir, Halldór Guðfinnsson, Viðar Guðjónsson, Ástríður Viðarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR HRÓLFSDÓTTUR, Þjórsártúni. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valgerður Ölvisdóttir, Gunnar Snorrason, Lilja Ölvisdóttir, Emil Kristófersson, Kristjana Ingibjörg Ölvisdóttir, Jón Ármann Sigurðsson, Karl Ölvisson, Jóhanna Hilmarsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Guðmundur Unnar Agnarsson, Hrólfur Ölvisson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.