Morgunblaðið - 04.08.2012, Side 33

Morgunblaðið - 04.08.2012, Side 33
Hann hefur stjórnað Sinfóníu- hljómsveit Íslands við ýmis tæki- færi, stjórnað Kammersveit Reykja- víkur, Bachsveitinni í Skálholti, sinfóníuhljómsveitum í Norður- og Suður-Ameríku og stjórnað ýmsum óperusýningum hér á landi. Gunnsteinn frumflutti hér á landi óperuna Orfeo, árið 1993, og Maríu- vesper, árið 1995, hvoru tveggja eft- ir Claudio Monteverdi. Hann stjórn- aði og sá um alla uppfærslu á þessum verkum og fékk til flutnings- ins, innlenda og erlenda söngvara og hljóðfæraleikara þar sem leikið var á upprunaleg hljóðfæri. Hann stjórn- aði Töfraflautunni eftir Mozart á vegum Íslensku óperunnar, og óp- erunni Á valdi örlaganna eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu, þar sem Gunn- steinn var hvoru tveggja, kór- og hljómsveitarstjóri. Hann stjórnaði auk þess Galdraskikkjunni eftir Carl Maria von Weber og Don Giovanni eftir Mozart á vegum Sinfóníu- hljómsveitar unga fólksins, hvoru tveggja í þýðingu Gunnsteins. Gunnsteinn hefur kennt við tón- listardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun og hefur kennt við Tónlist- arskólann í Reykjavík frá 1995. Gunnsteinn setti á fót þjóðlaga- hátíð á Siglufirði árið 2000 og hefur verið listrænn stjórnandi hennar síð- an. Hann setti á stofn Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglu- firði, árið 2006, sem þar er starfrækt með miklum blóma, gekkst fyrir því að Viðar Hreinsson ritaði ævisögu sr, Bjarna: Eldhugi við ysta haf, og hefur ferðast víða um land með Dúa Landmark, í því skyni að safna myndefni af flutningi íslenskra þjóð- laga, hvort sem um er að ræða sálma, barnagælur, þulur eða rímna- kveðskap. Gunnsteinn hlaut önnur verðlaun í keppni ungra hljómsveitarstjóra á Norðurlöndum árið 1994. Fjölskylda Kona Gunnsteins er Eygló Inga- dóttir, f. á Hvammstanga 26.9. 1967, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar eru Ingi Bjarnason, f. 21.7. 1939, mjólkurfræðingur á Hvamms- tanga, og Sigríður Karlsdóttir, f. 18.6. 1945, sjúkraliði. Börn Gunnsteins og Eyglóar eru Jakob Fjólar, f. 9.7. 2000; Sindri, f. 5.11. 2002, og Áslaug Elísabet, f. 13.9. 2008. Bróðir Gunnsteins er Pétur Már Ólafsson, f. 4.9. 1965, bókaútgefandi og eigandi Bjarts og Veraldar, bú- settur í Reykjavík. Hálfbróðir Gunnsteins, samfeðra, var Sigurkarl Fjólar Ólafsson, f. 2.8. 1954, d. 20.2. 1985, en móðir hans var Karólína Fjóla Valgeirsdóttir, f. 1.9. 1929, d. 8.8. 1954. Foreldrar Gunnsteins: Ólafur Jens Pétursson, f. á Hellissandi 28.12. 1933, d. 4.4. 2009, for- stöðumaður frumgreinadeildar við Tækniskóla Íslands, og k.h., Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir, f. á Siglu- firði 24.12. 1935, fyrrv. fulltrúi hjá SÍS og síðan Samskipum, búsett í Kópavogi. Úr frændgarði Gunnsteins Ólafssonar Steinþór Þorsteinsson b. í Vík í Héðinsfirði Kristjana Jónsdóttir húsfr. í Vík Áslaug Steinsdóttir húsfr. á Bakka Jón Jónsson b. á Bakka í Borgarf. eystra Ólöf Pétursdóttir húsfr. í Brennu Jensína Jóhannsdóttir frá Búðum í Snæfellsn. Þórarinn Þórarinsson hreppstj. á Saxhóli Gunnsteinn Ólafsson Ólafur Jens Pétursson kennari Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir fyrrv. fulltr. í Rvík. Gunnsteinn Jónsson matsm. á Siglufirði Ólöf Steinþórsdóttir húsfr. á Siglufirði Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir húsfr. á Hellissandi Pétur M.G. Guðmundsson útvegsb. á Helliss. Guðmundur Jónsson form. í Brennu Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hjöllum Ari Arnalds alþm. og sýslum. á Seyðisf. Einar Arnalds borgardómari Sigurður Arnalds útgefandi Ragnar Arnalds fyrrv. form. Heimssýnar Jón L.Arnalds borgarfógeti Sveinbjörn Pétursson ættfræðingur Jóhann Þórarinss. sjóm. á Snæfellsn. Jensína Jóhannsd. húsfr. á Hellissandi Jóhann Hjálmarss. skáld Jón, málssm. í Rvík. Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Sigríður Símonard. húsfr. í Rvík. Friðrik Ólafsson stórmeistari Guðmundur Jónsson útvegsb. í Borgarfirði eystra Anna G. Guðmundsdóttir húsfr. á Vopnafirði Ásgrímur Halldórsson kaupfélagsstj. á Höfn Halldór Ásgrímsson fyrrv. forsætis- ráðherra Morgunblaðið/Kristinn Afmælisbarnið Eldhugi eins og sr. Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði. ÍSLENDINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Eiríkur Kristófersson skip-herra fæddist á Brekkuvelliá Barðaströnd þann 5.8. 1892, sonur Kristófers Sturlusonar, bónda á Brekkuvelli, og Margrétar Hákonardóttur húsfreyju. Meðal sextán systkina Eiríks var Hákon, alþm. í Haga. Eiríkur lauk smáskipaprófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík ári síðar. Hann fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar, og skipherra á flestum skipum Gæslunnar. Eiríkur varð þjóðhetja í þorska- stríðinu 1958-61 er Íslendingar færðu landhelgina út í tólf mílur. Hann var þá skipherra á flagg- skipum Gæslunnar, Þór III og síðan Óðni III sem bættist nýr í flotann, 1959, og þótti góður liðsauki í rimm- unni við bresku herskipin á Íslands- miðum. Þá leit enginn svo á, hér á landi, að yfirráð þjóðarinnar yfir fiskimiðum sínum skiptu engu máli, enda var þá mikill hugur í Íslend- ingum eins og textar vinsælustu dægurlaganna frá þeim tíma bera með sér, s.s. „Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið, að enskir, þeir vilja oss berjast við“, – eða „Við gefumst aldrei upp þótt móti blási“. Það kom í hlut Eiríks, öðrum fremur, að stugga við breskum tog- urum við þessar erfiðu aðstæður og stóð hann þá oft í skeytasendingum við breska flotaforingjann, Anderson. Eiríkur þótti afar traustur skip- stjórnarmaður, yfirvegaður, varkár en staðfastur, og naut virðingar landa sinna sem mótherja. Eiríkur var varaformaður Skip- stjórafélags Íslands, fulltrúi í Sjó- mannadagsráði og sat í Sjódómi Reykjavíkur. Hann átti þátt í að bjarga og aðstoða 640 skip og báta á löngum og farsælum skipstjórn- arferli og var sæmdur fjölda heið- ursmerkja, m.a. frá breska heims- veldinu. Þá var hann heiðursfélagi SKFÍ. Eiríkur lést 16.8. 1994, hundrað og tveggja ára að aldri. Merkir Íslendingar Eiríkur Kristófersson LAUGARDAGUR 80 ára Birgir K. Kristjánsson María Kristín S. Gísladóttir 70 ára Ársæll Kristófer Ársælsson Guðbjörg P. Einarsdóttir Halldór Magnússon Ragnar Óskarsson 60 ára Auður Bárðardóttir Birgir Jóhann Þormóðsson Friðsemd Hafsteinsdóttir Guðmundur Sigurðsson Hrefna Lúðvíksdóttir Kristján Már Kárason Ægir Kristmann Franzson 50 ára Arinbjörn Þórhallsson Árni Magnús Hannesson Elín Harpa Jóhannsdóttir Haraldur Óskar Ólafsson Ingibjörg Snorrad. Hagalín Matthías Einar Jónasson Sigríður Elsa Oddsdóttir Svanhildur Vilhelmsdóttir Sævar Andersen Ólafsson Þórólfur Kristjánsson 40 ára Ásta Hlín Ólafsdóttir Friðrika Alda Sigvaldadóttir Guðmunda Ásgeirsdóttir Gunnar Ingi Halldórsson Halldór Jóhannsson Iðunn Vaka Reynisdóttir Klara Björg Albertsdóttir Þorbjörg Sveinsdóttir Þórdís Sverrisdóttir 30 ára Andri Mar Björgvinsson Einar Daníelsson Guðlaug Elísa Einarsdóttir Guðrún Eva Bell Jónsdóttir Helga Sóley Elvarsdóttir Inga Dröfn Wessman Ingunn Högnadóttir Lilja Björg Kjartansdóttir Valdimar Heiðar Valsson Þórey Björk Halldórsdóttir Örvar Jónsson SUNNUDAGUR 80 ára Ásdís Ólafsdóttir Hulda Bjarnadóttir Magnús Gíslason Sigurður Júlíusson Sigurlína Árnadóttir Þór Þorsteins 70 ára Haukur Heiðar Ingólfsson Heiðar Kristinsson Jón Pálsson 60 ára Anna Sigríður Friðriksdóttir Bárður Guðmundarson Bessi Halldór Þorsteinsson Bjarni Agnar Agnarsson Gunnar Þórðarson Haukur Ólafsson Jón Haukur Hauksson Óskar Alfreð Beck Sigurður Friðriksson Vigdís K. Steinþórsdóttir Þorsteinn Arthúrsson 50 ára Ásdís Sævaldsdóttir Baldur Dýrfjörð Bára Árný Sigþórsdóttir Birgir Þór Runólfsson Björn Gísli Arnarson Erla Ósk Guðjónsdóttir Gerður Helgadóttir Guðbjörg Birkis Jónsdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Gylfi Þór Rútsson Jóhanna M. Stefánsdóttir Reyndís Ólafía Harðardóttir Sólveig M. Ásmundsdóttir Tómas B.H. Stefánsson Vígmundur Pálmarsson Þröstur Jónsson Þuríður Helga Jónasdóttir 40 ára Ágústa Pálsdóttir Björgvin Óskarsson Dofri Örn Guðlaugsson George Stefán Marshall Guðný Sigurðardóttir Jón Guðmundsson Kristinn Helgason Kristín Álfheiður Árnadóttir Linda Björk Ómarsdóttir Margrét Baldvinsdóttir María Lísa Benediktsdóttir Rósa Antonsdóttir Sigrún Eðvaldsdóttir Valur Helgi Kristinsson Þórarinn Þórarinsson 30 ára Arnór Gauti Hauksson Auðrún Aðalsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson Bjarni Rúnar Heimisson Hörður Ottó Friðriksson Jóhanna Lind Jónsdóttir Jónas Albert Þórðarson Nanna K. Óskarsdóttir Sif Hrafnsdóttir MÁNUDAGUR 80 ára Birna Jónsdóttir Egill Guðlaugsson Erlendur Sveinsson Hulda B. Steingrímsdóttir Jens Árni Ingimundarson Katrín Karlsdóttir 70 ára Ásdís Ágústsdóttir Brynja Böðvarsdóttir Guðmundur Valgeirsson Jónína G. Haraldsdóttir Pétur Steinar Jóhannesson Svala Guðmundsdóttir 60 ára Anna Scheving Hansdóttir Guðmundur Eyþórsson Hervör Lúðvíksdóttir Jón Norbert Ingvason Sigurður T. Sigurðsson Sigurður T. Þorgrímsson Þorsteinn Jónasson 50 ára Guðmundur Torfason Guðrún Hjartardóttir Haraldur Gunnarsson Haraldur Unnarsson Ingibjörg Óskarsdóttir Jón Hlöðver Hrafnsson Júlíanna Theódórsdóttir Katrín F. Guðmundsdóttir Óskar Hlíðar Jónsson Pétur Nygaard Lúkasson Þorsteinn Þórhallsson 40 ára Börkur Þór Ottósson Elías Kristjánsson Eyþór Bjarnason Gísli Vilberg Hjaltason Ragnhildur Haraldsdóttir Sigurjón Helgi Gíslason Sylvía M. Valgeirsdóttir 30 ára Arnþór Bjarni Egilsson Ásdís Ella Jónsdóttir Eyþór Kristleifsson Guðný P. Rögnvaldsdóttir Lára Kristín Unnarsdóttir Ómar Óðinn Bjarkason Reynir Óli Þorsteinsson Stefán Bjarni Bjarnason Steinunn Ósk Geirsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir Þorbjörg Þ. Snorradóttir Til hamingju með daginn 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.