Morgunblaðið - 04.08.2012, Page 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Thermowave plötuvarmaskiptar
Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði
Eimsvalar fyrir sjó og vatn
Olíukælar fyrir sjó og vatn
Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu
Fyrir orku iðnaðinn
Glycol lausnir fyrir byggingar og
sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali
Títan–laser soðnir fyrir
erfiðar aðstæður svo sem
sjó/Ammoníak
Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði
www.frost.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fólk er æst í að eiga við þig sam-
skipti. En það kemur dagur eftir þennan
dag og þá heldur stríðið áfram.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er bara til óþurftar að reyna að
grugga vatnið og hefur því lítið upp á sig.
Með einni setningu gætir þú látið sár gróa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ágætt að sækja góð ráð til
sér eldri manna þótt það sé engan veginn
einhlítt að þér henti að fara eftir þeim.
Gefðu þér tíma til að leggja góðum mál-
efnum lið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tilvalið er að snúa við blaðinu í dag
hvað varðar heilsu og snyrtingu. Reyndu að
sætta þig við truflanir og sýna þolinmæði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sýnist þér annað ráðlegt en sam-
starfsmenn þínir vilja, skaltu leggja málin
vandlega niður fyrir þér. Taktu því fagnandi
sem jákvætt er en gerðu þér líka far um að
læra af mistökunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt allir séu ánægðir, þarft þú ekki
að vera það. Reyndu að losa þig við eitt-
hvað og láta það gleðja sálina í þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hafðu gætur á lyklunum í dag. Taktu
það ekki óstinnt upp, þótt svörin láti
stundum bíða eftir sér. Nú beinist athygli
þín í auknum mæli að skyldum og
vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gerðu greinarmun á skoð-
unum og staðreyndum. Leitaðu samt ekki
langt yfir skammt því svörin finnurðu hið
innra með þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Taktu enga ákvörðun nema að
vel athuguðu máli í dag. Skelltu ekki skolla-
eyrum við því sem vinir og vandamenn
segja þér. Trúnaður er lykilatriði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þarfnast ástin fórna? Að gera
einhvern sem þú elskar hamingjusaman er
stórkostlegt, ekki skelfilegt. Láttu eftir í
litlu málunum og haltu þínu striki í þeim
stóru.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Góð bók er gulli betri og nú
skaltu láta undan þeirri þrá þinni að læra
meira. Sinntu vinum þínum, sem alltaf
standa með þér. Segðu hug þinn og farðu
eftir eigin sannfæringu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Forðastu það eins og heitan eldinn
að ímynda þér ástarsamband sem er full-
komið. Til allrar hamingju er það á þínu
færi.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum á tólfta tímanum á
fimmtudagskvöld, þar sem hann
stikaði niður Frakkastíginn
ánægður með sjálfan sig og auðséð
að búið var að hella upp á hann til
þess að halda upp á sigurinn yfir
Svíum. Hann vék sér umbúðalaust
að mér og sagði:
Mín kerlingin ágætust kerlinga
sagði: „Karl minn það var í það tæp-
asta
en allt um það snýst
ég veit fyrir víst
að við vinnum Svía í handbolta!“
Og gamalnýjar limrur eftir
Kristján Karlsson héldu áfram að
koma upp úr kössunum. Og þá kom
í ljós að fyrr meir átti gamalt fólk
undir högg að sækja og lét lítið fyr-
ir sér fara, – þótt það réttlæti ekki
ástandið eins og það er núna nema
síður sé, á tímum nærrænnar vel-
ferðar!:
„Mig langar að lifa um stund,“
mælti Lénharður, aumingi á Grund,
„ef öllum er sama.
Ég verð engum til ama,
ét oní mig fer í sund.“
Tvær næstu limrur eru af öðrum
toga, ortar í maí 1995:
Menn klæjar af kulda stundum,
menn klæjar einnig í lundum
um Austurlönd fjær.
Það orsaka flær.
Allmarga klæjar á fundum.
Velflesta klæjar í kirkjum,
menn klæjar oft útaf styrkjum
í lannbúnaði
en af vanbúnaði
víf svipt blæju hjá Tyrkjum.
„Eitt er nauðsynlegt“ er fyr-
irsögn þessa erindis eftir Guttorm
J. Guttormsson:
Að hafa vit, sem enginn getur etið,
er ekki að furða þó sé lítið metið,
því mest um vert er hitt á heimsins
braut
að hafa burði til að vera naut.
Kvæði sem á að lifa:
Það verður ei langt það ljóðastef,
sem lífið í framtíð kyrjar,
því styttra því betra, og ágætast – ef
það endar þar sem það byrjar.
Og enn yrkir Guttormur og nú
um duttlunga tilverunnar:
Sæluríkið sumra manna er vítið,
svo eru margir auðugir snauðir.
Margir deyja mikið, aðrir lítið,
margir fæðast lifandi dauðir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Að hafa burði til
að vera naut
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
e
g
i
Fe
rd
in
a
n
d
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
ÞÚ ÞARFT SENNILEGA AÐ
SETJA VIÐVÖRUNARKEILUR
Í KRINGUM ÞETTA.
Á MORGUN ER
FYRSTI SKÓLA-
DAGURINN ...
SALLÝ ER SVO STRESSUÐ AÐ
EF MINNST ER Á LEIKSKÓLA
STEKKUR HÚN TÍU METRA UPP
Í LOFT.
LEIKSKÓLI!
ÞRÍR METRAR.
ÉG VISSI AÐ ÞÚ
VÆRIR AÐ ÝKJA.
SVO HAFIÐ BOLLANA OG
TEPOKANA TILBÚNA!
TAKIÐ
EFTIR,
MENN ...
... ÓVINURINN MUN
ÖRUGGLEGA HELLA
SJÓÐANDI VATNI Á
OKKUR!
ÆI, ÞETTA
VENJULEGA VESEN
BARA. VAKNAÐI Í
NÓVEMBER OG LÁ
ANDVAKA ÞAR TIL
Í JANÚAR.
Val í lífinu hefur fleiri kosti en ókostiog er oft og tíðum heftandi fyrir
fólk. Sýnt hefur verið fram á þessa
speki á mjög svo sannfærandi hátt.
Flestir kannast við þetta fyrirbæri
undir nafninu valkvíði og þarf ekki
mjög mörgum orðum um hann að
fara.
Máli Víkverja til stuðnings má
benda á sérfræðinga sem ræða um
þetta á hinni stórgóðu vefsíðu ted-
.com. Þar eru ógrynni vídeóa (-eóa sjái
þið hvað þetta orð er skelfilegt? þetta
orð eitt og sér er efni í annan pistil)
sem eiga það sammerkt að fjalla um
allskyns uppbyggilegt efni.
x x x
Þar stíga margir fræðingarnir framog halda stutt erindi um þennan
sálfræðilega þátt. Efni nokkuð
margra þeirra er eins og breytt end-
urtekning: þeir sem höfðu ekkert val
una sáttari við sitt en þeir sem höfðu
um að minnsta kosti tvennt að velja.
Þeir sem bjuggu við þann munað að fá
að velja voru í fyrsta lagi ósáttari við
val sitt þegar upp var staðið og í öðru
lagi áttu erfiðara með að einbeita sér
að öðrum hlutum því hugur þeirra
dvaldi enn við það sem þeir hefðu
hugsanlega getað valið.
x x x
Því hefur Víkverji fyrir löngu ákveð-ið að velja að gera ekki neitt um
þessa verslunarmannahelgi og mætir
henni eins og hverri annarri helgi.
Hann ákvað strax að loka fyrir allar
auglýsingar um svallhátíðir, alla bækl-
ingar, pésa og annað tengt auglýs-
ingaefni lætur hann eins og vind um
eyru þjóta.
x x x
Víkverji er ekki eins vitlaus og hannlítur út fyrir að vera, því hann
getur lært af reynslunni. Eitt sinn var
hann óákveðinn um hvernig ætti að
verja verslunarmannahelginni og varð
einhver ósköp þyrstur í gleði og
glaum, hann gæti verið að missa af svo
miklu. Hann ákvað í skyndingu að láta
fljúga með sig til Eyja og skellti sér í
partíið. Vonbrigðin voru nokkur því
hann hafði elst um heilan helling frá
því síðast, þetta var ekki nærri eins
skemmtilegt og í minningunni. Viti
menn, hann hugsaði heim allan tím-
ann um hlýtt bólið. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig,
munuð þér og þekkja föður minn.
Héðan af þekkið þér hann og hafið
séð hann.“ (Jóh. 14, 7.)